6.9.2016 | 15:17
Sammála Árna Páli varðandi Pírata
"Og ég verð að segja að mér er brugðið yfir fréttaflutningi af því gerræði og því viðringarleysi fyrir réttum leikreglum lýðræðisins sem hefur birst í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi"
Þetta er vont mál fyrir Pírata þegar svo stutt er til alþingskosnigna og fólk hlítur að spyrja sig mjög alvarlega hvort það geti treyst þessum flokki og hvað þá fyrir stjórn landsins, ég segi NEI.
Rétta fólkið kosið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 96
- Frá upphafi: 888608
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert semsagt sammála því að það sé "gerræði og því viðringarleysi fyrir réttum leikreglum lýðræðisins" að haga framkvæmd prófkjörs í fullu samræmi við fyrirfram settar reglur sem samþykktar voru af meirihluta félagsmanna. Það væri þá fróðlegt að fá að vita hvort þér og Árna Páli finnst að það væri lýðræðislegra og eðlilegra að fara ekki eftir þeim reglum sem fyrirfram voru settar um framkvæmd prófkjörsins með lýðræðislegum hætti?
Þetta kemur reyndar ekki á óvart, hvorki frá þér né Árna Páli. Það hlaut að koma að því að þið tveir yrðuð sammála.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.9.2016 kl. 16:15
Það segir hvergi að prófkjör Pírata hafi farið eftir sem voru samþykktar af meirihluta félagsmanna, Guðmundur, heldur þvert á móti hafi klíkuskapur og baktjaldamakk verið allsráðandi. En það er alveg furðulegt hversu þú leggur þig í líma við að verja þennan subbuskap.
Jóhann Elíasson, 6.9.2016 kl. 17:25
Guðmundur - það getur ekki verið synd að vilja fá fólk til að ganga í stjórnmálaflokk og fá þá til að styðja sig, er það ?
Eftir annarsvegnar aðför ungra jafnarðamanna gegn honum þegar hann sagðist vera kstinninar trúar og hinsvegar eftir launsátur Sigríðuar Ingibjargar sólarrhing fyrir landsfund flokksins hef ég fundið til með honum og vissu leyti staðið með hönum í þessum erfiðu málum.
Rétt það á ekki að koma þér á óvart að ég tali gegn Pírötum enda harður andstæðingur þeirra.
Óðinn Þórisson, 6.9.2016 kl. 17:29
Jóhann - það hefur líka vakið athygli YfirPíratinn fékk aðeins 160 atkvæði í 1 sæti og hvað það tók langan tíma að tölur lægju fyrir.
Óðinn Þórisson, 6.9.2016 kl. 17:32
Jóhann. Það er rétt að hvergi í fréttinni segir að prófkjörið hafi farið fram eftir reglum sem voru fyrirfram samþykktar af meirihluta félagsmanna. Það er ekki raunveruleikanum að kenna heldur fréttinni, sem er ekki í samræmi við raunveruleikann þar sem hún segir aðeins hálfa söguna, eða þann hluta hennar sem hentar pólitískum andstæðingum. Staðreyndin er sú að þessi framkvæmd er í fullu samræmi við skýrar reglur sem voru löngu áður samþykktar. Það er rétt að fréttin eins og hún er orðuð, dregur upp þá mynd að "klíkuskapur og baktjaldamakk" hafi verið allsráðandi, en það er ónákvæmni fréttaflutningsins að kenna sem er ekki í samræmi við raunveruleikann.
Þú segir að það sé furðulegt að ég leggi mig í líma við að "verja" þetta. Þá má að sama skapi segja að það sé furðulegt hversu mikið sumir leggja sig í líma við að níða framkvæmdina niður á grundvelli ósanninda og með ómálefnalegum málflutningi sem er ekki í neinu samræmi við raunveruleikann. Ég er ekki að reyna að verja nokkurn skapaðan hlut, nema staðreyndir málsins. Umræða um þjóðfélagsmál á Íslandi yrði þeim mun gagnlegri ef hún byggðist á staðreyndum frekar en skáldskap og útúrsnúningum. Svo er hægt að hafa mismunandi skoðanir á því hvort að hitt eða þetta eigi að vera svona eða hinsvegin, en það er þá betra að sú afstaða byggist á staðreyndum málsins.
Óðinn. Að þessu leyti er ég alveg sammála þér. Mín persónulega skoðun er sú að það sé engin synd að fjölga flokksmönnum og afla þannig stuðnings við málstaðinn, og engin synd þó að sá sem það leggur af mörkum hagnist á því með auknu fylgi í prófkjöri (sem sumir myndu kalla smölun). Aftur á móti virðast vera skiptar skoðanir um þetta innan Pírata og sumir greinilega mjög andvígir slíkri smölun. Það er líka allt í lagi því fólk er frjálst skoðanna sinna. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er það lýðræðislegur vilji kjósenda sem ræður, og ef meirihluti þeirra er á móti smölun þá ræðst niðurstaðan einfaldlega af því og það er þá að minnsta kosti lýðræðislegt.
Varðandi síðari athugasemd þína um að efsta manneskja í prófkjörinu hafi aðeins fengið 160 atkvæði í það sæti, þá er sú staðreynd alveg rétt. Hinsvegar verður að líta til þess að fyrst að hún lenti í efsta sætinu bendir það til þess að meirihluti kjósenda í prófkjörinu (yfir 500 manns jafnvel allt að þúsund) hafi valið hana framyfir aðra þáttakendur sem hefðu getað komið til greina í fyrsta sætið. Þannig er það villandi að einblína á töluna 160, því að baki viðkomandi frambjóðenda er miklu fleiri atkvæði sem komu henni í fyrsta sætið og í raun meirihluti.
Svo máttu alveg hafa skoðun á því hvort þú sért hrifinn eða ekki af þessari niðurstöðu eða hvort þér finnist Birgitta vera rétta manneskjan eða ekki, en það er bara allt önnur umræða. Það eina sem ég er að fjalla um hér er sú aðferð sem er notuð við að velja frambjóðendur og raða þeim í sæti, og staðreyndir um þá aðferð. Mér finnst mikilvægt ef menn vilja taka umræðu um þá aðferð að þá byggist sú umræða að minnsta kosti á réttum staðreyndum.
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.9.2016 kl. 19:27
Guðmundur - það sem er alveg ljóst er að Píratar eru vart tilbúnir til að stjórna landinu ef svona mál koma upp í prófkjörum hjá þeim.
Pírtar eru nýr flokkur , flokkurinn hefur í raun ekki markað sér neina beina stefnu í neinum málum en kannski markast það af þvi að Pírtar eru anarkistar sem eru í raun á móti kerfinu.
Þannig að ef þeir eru á móti kerfinu þá er engin möguleiki fyrir þá að sitja í stjórnarráðu og stjórna landinu.
Ég er þeirrar skoðunar að það sé mjög gott að hafa flokka eins og Pírata og Vg en þeir eiga aldrei að sitja við stjórn landsins en er góðir í nöldrinu á hliðarlínunni og vera á móti.
Það er mjög mikilvægt að það megi áfram gagnrýna Pírata á málefnalegan hátt eins og ég tel mig vera að gera og hef gagnrýnt þá réttilega fyrir andstöðu við kristna trú.
Svo er það stjórnarská landsins, helsta plagg okkar, það er ekki hægt og ekki boðlegt að ætla að kúvenda henni eins og Píratar vilja.
Sömuleiðs Góðar stundir
Óðinn Þórisson, 6.9.2016 kl. 20:42
Sjóræningjadrottningin Birgitta Jóns lætur kjósa og telja þangað til að hún er ánægð með framboðslistana, hún lærði þetta hjá ESB í Brussell.
Jóhann Kristinsson, 6.9.2016 kl. 21:35
Jóhann K - YfirPíratainn Birgitta mun kosta flokkinn talsvert fylgi - skyljanlega.
Óðinn Þórisson, 6.9.2016 kl. 22:36
Þetta eru ykkar skoðanir.
Þið megið hafa þær þó svo að þær eigi sér enga fótfestu í raunveruleikanum.
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.9.2016 kl. 23:35
Í stuttu máli sagt, er mér það nú orðið alveg ljóst að Pírata-höfuð faldavaldsins er á móti landsbyggðafólki og réttindum þeirra á öllum sviðum. (Ég er ekki að tala um Birgittu, því hún ræður engu).
Reglum og vafasömu siðferði er hnikað til með blekkingum og flækjum, eftir því hvernig viðrar fyrir utan fílabeinsturnar-fjölmiðlaglugga fávita-faldavalds-mafíunnar, (bankastjórna og lífeyrisjóðs-stjórna ásamt Hæstaréttarmafíutoppum). Nú væri fróðlegt að heyra hvað Vilhjálmi Birgissyni verkalýðsforingja á Akranesi finnst um þróun landsbyggðar-fjölbreytileika-réttindin? Varla styður hann svona svik við landsbyggða-stéttirnar ólíku? Nú verða allir að sýna sitt rétta andlit frammi fyrir öllum! "Lífið er saltfiskur" hjá fleiri stéttum heldur en fiskverkafólki!
Þvílík skömm að því hvernig á að bola Þórði Guðsteini Péturssyni út af Pírata-partíinu. Hver vill vera í slíkum útskúfunar-félagsskap?
Nei takk, við Pírata-baktjaldaklíkunni eftir þetta, af minni hálfu!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.9.2016 kl. 00:06
Þórður Guðsteinn Pétursson er barnabarn manns úr sömu sveit og ég ólst upp í. Sá maður hét Þórður og bjó yfir hjartagæsku og kærleika sem engin veraldleg gull gætu toppað.
Hann var tryggur Sjálfstæðismaður með gamla og sannarlega trygga kjörorðinu: STÉTT MEÐ STÉTT. Þeir eru fáir Sjálfstæðisflokks-mennirnir í dag, sem státað geta af slíkum heilindum og sannkristnu hugarfari, sem Þórður gamli gerði. Hann seldi engum sitt gullhjarta, og taldist líklega alls ekki ríkur af veraldlegum auðæfum, (gullhjörtu eru nefnilega aldrei til sölu fyrir veraldlegt glópagull).
Hann var maður sem gaf mikið af sínum litlu veraldlegu auðæfum, og þannig fólk á stærsta plássið í mínu hjarta, úr sveitinni minni á barnsárunum. Blessuð sé minning heiðurs-sveitunga míns, Þórðar.
Og Píratar höfnuðu kærleiksríka gullhjartans barnabarni, sem ekki getur verið mikið frábrugðinn þeirri gæðasál sem afi hans var? Því á hinn bóginn stendur líka eðalgott heiðarlega vinnandi og skattgreiðandi fólk að Þórði Guðsteini Péturssyni. Og sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.9.2016 kl. 03:43
Guðmundur - ég tel mig hafa kynnt mér stefnu og frambjóðendur Pírata nokkuð vel og þetta er niðurstaðan.
Óðinn Þórisson, 7.9.2016 kl. 07:10
Anna Sigríður - 234 tóku þátt í prófkjöri Pírata í N- vesturkjördími sem segir allt sem segja þarf um stöðu flokksins á landsbyggðnni enda Píratar vart landsbyggðarflokkur.
Varðandi afstöðu flokksins til landsbyggðarinnar þá er hún vart til ef marka má stefnu flokksins að fylgj DBE að öllu leyfi með því að loka Reykjavíkurflugvelli og þannig skerða öryggi landsbyggðarinnar.
Óðinn Þórisson, 7.9.2016 kl. 07:15
Óðinn, öryggi landsbyggðarinar á ekki að tryggja á R.flugvelli, öryggið á að tryggja í nærsveit. Þessi árátta ykkar er orðin svo útþynnt, sjáið ekki skóginn fyrir trjánum. Þessi aðgerð Pírata vegna NV kjördæmis er mjög heilbryggð, sýnir að Píratar eru alvöru flokkur, ólíkt lögfræðigenginu í þínum flokki, sem er alger skömm, algerir amlóðar.
Jónas Ómar Snorrason, 7.9.2016 kl. 10:10
Guðmundur - " Við ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu þegar öllum prófkjörum er lokið. Við munum væntanlega fara betur yfir alla ferlana hjá okkur til að sjá hvað við getum gert betur að kosningum afstöðnum,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata. "
Óðinn Þórisson, 7.9.2016 kl. 13:29
Jónas - reykjaíkurflugvöllur er hluti af öryggi og samgöngu máta okkar íslendinga en ísland er eyja.
Óðinn Þórisson, 7.9.2016 kl. 14:29
Þakka kærlega Guðmundur að leyfa mér að vera með mínar skoðanir, sem augsýnilega er ekki lengur leyfilegt í röðum Sjóræningjana.
Svo hélt ég Sjóræningjarnir væru að básúna það hversu lýðræðislegir þeir eru, en þá vaknar spurningin, hvernig vissi Sjóræningjadrottningin Birgitta Jóns að það voru 18 kjósendur sem að voru fengnir til að ganga í flokkinn og kusu manninn sem Sjóræningjadrottningin vildi ekki í efsta sæti framboðslistans?
Eru leinilegar kosningar ekki leifðar hjá Sjóræningjunum?
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 7.9.2016 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.