9.9.2016 | 18:56
Stjórnleysi og sundurlyndi innan Pírata ?
Það virðist vera gríðarleg átök innan Pírata og kannski sannast hér enn og aftur að sundurlyndi er, hefur og verður alltaf aðalsmerki vinstri - manna.
Stjórnleysi kemur upp í hugann, engin sem ber ábyrgð, prófkjörsniðurstöður felldar vegna þess að frambjóðendur biðja fólk um að styðj flokkinn og sig.
Svo er þetta fólk að óska eftir að þjóðin kjósi þetta stjórnleysi sem virðist vera innan Pírata til að stjórna landinu.
Píratar virðist vera mjög stutt komnir með flokkinn og kannski best að þjóðin gefi flokknum meiri tíma til að þroskast og þróast og setji hann ekki í þá stöðu að vera stór flokkur eftir kosningar sem þarf að axla ábyrð.
Birgitta hafnar ásökunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Af hverju ertu að velta þér uppúr þessu Óðinn? þessi flokkur fær allavega 25% kosningu 29. október....þetta eru stór tíðindi.
Píratar eru ekkert vinstri! eða viltu bara halda því fram persónulega þá.
Friðrik Friðriksson, 9.9.2016 kl. 19:07
Friðrik - hversvegna ekki að velta fyrir sér Pírötum og hvað sé þar í gangi ?
Nú er það þannig að það kom fram í viðtali við frambjóðendur flokksins á x-inu að hann væri félagshyggjuflokkur.
Óðinn Þórisson, 9.9.2016 kl. 19:59
Þú græðir lítið á því að sparka í aðra vinur, þetta fylgi er komið til að vera..breytingar í nánd....miklar.
Keep your friends close, and your enemies closer.
Friðrik Friðriksson, 9.9.2016 kl. 20:16
Friðrik - þú verður að gera greinarmun á annarsvegar hugleiðingum og hinsvegar eins og þú kallar það að sparka í einhvern sem þessi færsla er ekki.
Það verða alltaf breytingar, 2009 urðu miklar neikvæðar breytignar, 2013 urðu miklar jákvæðar breytingar og þjóðin fær 29 okt að ákveða hvort það vijli áfram stöðugleika undir stjórn Sjálfstæðisflokksins eða Reykjavíkurmódelið.
Óðinn Þórisson, 9.9.2016 kl. 20:47
Greinarmun og hugleiðingum..hvaða hugleiðingum Óðinn?
Var ísland til hjá þér árið 2013? hefur þér aldrei dottið í hug þessar neikvæðu breytingar sem urðu 2009?...hvað gerðist? var ekki landið gjaldþrota?
Þurfti ekki að borga skuldir?...óreiðuna eftir bankana, landið sem fékk ekki lán, hvernig átti ríkið að fjármagna sig öðruvísi eftir þessar hamfarir?
Þér hentar alltaf að tala eftir 2013...forðast alltaf að tala um hvað gerðist fyrir þann tíma Óðinn, flokksblindan er svo algjör.
Friðrik Friðriksson, 9.9.2016 kl. 21:07
Friðrik - Samfylkingin sprakk í tætlur á eftirminnilegum fundi í Þjóðleikhúskjallaranum eftir bankahruni þar sem BGS Samfylkingarmður var bankamálaráðherra.
Vissulega og ég hef alltaf sagt það að stæstu mistök sem forysta Sjálfstæðisflokksins hefur gert var að ganga til ríkisstjórnarsamstarfs við Samfylkinguna. Það var vond stjórn en vinstri - stjórnin sem tók við var verri þannig að það má segja að Samfylkingin hafi átt sæti í 2 hugsanlega lélegustu ríkisstjórnum lýðveldissögunnar.
Það hefur komið fram hjá GÞÞ að vinstri - stjórnin hafi gengið harðast fram gegn heilbrigðiskerfinu og nú sjáum við hvernig vinstri - menn í Reykjavík fara með leikskóla oo grunnskóla, ekki mjög fallegt.
Það sem gerist var að t.d JS fór að tala um þjóðnýtingu, svo voru þessar endalausu skattahækkanir og nýjir skattar hvað 100 í boði JS og vinstri - óstjórnarinnar.
Núverandi ríkisstjórn hefur skklað hallalausum fjárlögum 3 ár í röð og nú tala allir um að það eigi að setja meiri peninga í þetta og hitt, það er ekki það sem menn voru að tala um 2013, það hefur skilað árangi , ábyrð í ríkisfjármálum og lækka skatta á fólk og fyrirtæki.
Laun hafa verið hækkuð við lækna, hjúkrunarfræðinga, vinstri - stjórnin skar bara niður, þetta er allt á uppleið en eins og ég segi þá hefur þjóðin tærifæri 29 okt til að ákveða hvort hún vilji aftur vinstri - menn og nú undir forystu BJ.
Það sem þú segir um mig í lokin er ekki svaravert enda stenst það enga skoðun.
Óðinn Þórisson, 9.9.2016 kl. 22:16
Þarna gerist það en og aftur hjá þér, þú byrjar að fjalla um hluti eftir bankahrunið, síðan sparkar þú í Samfó að þínir menn fóru í samstarf við þá 2009...allt auðvitað auðvitað hinum að kenna.
Hver tók til eftir þína menn? hreinsa til...síðan ertu að gubba út ábyrgð, áttu annan betri...hvaða ábyrgð ertu að tala um?
Svaraðu þessu fyrst hér fyrir neðan Óðinn án þess að flokksblindan hjá þér sé að taka yfir.
Þurfti ekki að borga skuldir?...óreiðuna eftir bankana, landið sem fékk ekki lán, hvernig átti ríkið að fjármagna sig öðruvísi eftir þessar hamfarir?
Friðrik Friðriksson, 10.9.2016 kl. 01:24
Forritaður sem X-D..alveg sama hvað gengur á...þú hlíðir foringjanum.
Hefur enga persónulega skoðun á hlutunum...en gasprar alltaf stétt með stétt sem er auðvitað mikið rangt.
Friðrik Friðriksson, 10.9.2016 kl. 01:34
þú hefur alltaf síðasta orðið Óðinn...er það ekki?
...Hefur alltaf rétt fyrir þér þótt veruleikinn sé kannski annar.
Friðrik Friðriksson, 10.9.2016 kl. 01:47
Friðirk - þú gerir þetta allt of perónulegt og velti ég fyrir mér hversvegna þú ert að verja vinstri - sinnuðu anarkstana, en setjum það til hliðar.
Vissulega var stórt verkefni sem blasti við eftir bankahrunið, en gleymum ekki neyðarlögunum og AGS sem SJS studd ekki en reyndi síðar að skreyta sig með þeim stolnu fjöðrum.
Það voru mistök hjá vinstri stjórninnni að fara í esb - leiðangurinn, það voru mistök að halda hér pólitíksk réttarhöld, það voru mistök að reyna að kúa þjóðina til borga skuld einkabankana , Svavarsamngurinn versti samningur sem gerður hefur verið, það voru mistök að skera svo mikið niður í innviðum heilbrigðiskerfisins á kostnað utanríksmála.
Það hefði mátt gera þetta allt öðruvísi og betra en vinstri - stjórnin gerði, t.d leyfa atvinnulífjnu að njóta sín, sleppa þessu sykurskatti sem skilað engu, þessi hafta og aumigjasfeefnu þeirra gekk bara ekki upp, fátækrastefna vinstri - stórnarinnar gekki ekki upp þá og mun aldrei ganga upp.
"Forritaður sem X-D..alveg sama hvað gengur á...þú hlíðir foringjanum."
Þegar vinstri - menn eru rökþrota þa gerist þetta, því miður, hélt þú væri betri en þetta.
Óðinn Þórisson, 10.9.2016 kl. 09:30
Versta ríkisstjórn Íslandssögunnar var stjórnin sem einkavæddi bankana. Það er stærsti smánarblettur Íslandssögunnar. Þá er ég að tala um einkavæðinguna hina fyrri. Og þjóðin er ekkert búin að rétta úr kútnum eftir það. Ein afleiðingin er sú (sem við sitjum uppi með í dag) er að það hefur aldrei verið meiri misskipting í landnu eins og núna. Og núverandi ríkisstjórn á stóran þátt í því. Enda sama ríkisstjórn og einkavæddi bankana. Það eina sem hefur breyst er "Fronurinn", Þ.e. Davíð og Halldór út og Bjarni og Sigmundur inn og Svo Sigurður Ingi inn fyrir Sigmund.
Annað hefur ekki breyst, það er lífsspursmál fyrir almenning í þessu landi að losna við þetta lið.
Steindór Sigurðsson, 10.9.2016 kl. 13:32
Steindór - eins og kemur fram í ath.semd nr.4 þá er það þjóðarinnar 29 okt að segja til um það hvort hún vilji áfram stöðugleika eða Reykjavíkurmódelið.
Það á að rannsaka og fara yfir bæði fyrri og seinni bankasöluna, það mun væntanlega eitthvað skýrast með SJS þegar VH og GÞÞ koma fram með sína skýrslu.
Óðinn Þórisson, 10.9.2016 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.