7.10.2016 | 07:13
Hversvegna var Oddný kjörin formaður Samfylkingarinnar ?
"að þegar rýnt sé í tölur eftir kjördæmum komi meðal annars í ljós að Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og oddviti flokksins í Suðurkjördæmi, kæmist ekki inn á þing."
Eins og staðan er núna þá virðist vera sem flokksmenn hafi kosið Oddnýu til að verða pólitískan útfararstjóra Samfylkingarinnar.
Samfylkingin mælist í dag með 6 % fylgi og rétt að syrja hvort við séum að upplifa síðustu daga Samfylkingarinnar ?
Sjálfstæðisflokkur fengi 26% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:15 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að það sé frekar einfalt LANDRÁÐAFYLKINGUNA vantaði útfararstjóra...
Jóhann Elíasson, 7.10.2016 kl. 08:17
Finn ekki nokkurnflokk sem heiti "Landráðafylkinguna" Sem Jóhann talar hér um að ofan. En bendi á hann er sennilega að tala um Sjálfstæðisflokkinn þar sem hann var jú við völd þegar allir glæpir bankamanna gegn þjóðinni voru unnir sbr dóma síðustu árin.
Magnús Helgi Björgvinsson, 7.10.2016 kl. 08:44
Magnús Helgi, þú hefur verið búinn að fá þér nokkra bjóra þegar þú skrifaðir síðustu athugasemd...
Jóhann Elíasson, 7.10.2016 kl. 12:37
Jóhann - hún virðist vera rétti einsaklingurinn í það verkefni.
Óðinn Þórisson, 7.10.2016 kl. 12:41
Magnús Helgi - flokkurinn hefur ekki enn gert upp síðasta kjörtímabil, t.d Svavarsamngininn, ESB, svikin um skjaldborgina um heimilin.
Óðinn Þórisson, 7.10.2016 kl. 12:42
Lengi getur vont versnað ! Hun er það vonlausasta aumingja konan sem sest hefur i pólitk ..Ósköp einfalt ...
rhansen, 7.10.2016 kl. 13:16
rhansen - en hún er að sýna að hún er mjög góð í því sem henni var væntalega ætlað að leggja niður flokkinn þannig að þessir fáu sem eftir eru geti gengið til liðs við VG.
Óðinn Þórisson, 7.10.2016 kl. 13:25
Ég er nú sammála Magnúsi Helga varðandi Þjófnaðinn á bönkunum. Óðinn vill meina að það sé ekki þjófunum um að kenna að bönkunum var stolið, heldur þeim sem þáðu þjófagóssið og hann heldur því fram fullum fetum að ekkert sé á ábyrgð þjófanna, heldur allt á ábyrgð þjófsnautana. Það er furðulegasti málflutningur sem é hef heyrt. Þannig að Óðinn er að segja mér að ég megi stela ef ég gef einhverjum hluta af góssinu, þá er ég saklaus en sá sem þáði góssið er sekur. Þetta er glæsileg dómgreind svo ekki sé meira sagt.
En svo er ég sammála Óðni og Jóhanni varandi útför samfó.
Steindór Sigurðsson, 7.10.2016 kl. 14:07
Steindór - bankarnir voru á ábyrð eigenda og stjórnenda þeirra. Landsbankinn bjó til Icesave - , ekki Sjálfstæðisflokkurinn.
Ég hef og mun aldrei verja þá sem báru ábyrð á falli einkabankanna.
Svavarsamningurinn, hugsanlega versti samningur sem ísland hefur gert var á ábyrgð Jóhönnustjórnarinnar. til verksins var fenginn einstaklingur sem hafði ekki getu til að standa að svo stóru hagsmunamáii fyrir Ísland.
Það má ekki gleyma því að Jóhanna var sú sem gekk frá Samfylkingunni, Oddný fær núna það hlutverk að klára það verk til enda.
Óðinn Þórisson, 7.10.2016 kl. 14:51
Óðinn ég get alveg verið sammála þér með að Svavarssamningurinn var ekki góður. En samt blikna þær upphæðir sem þar var um að ræða við hliðina á þeim upphæðum sem sumir kvótagreifar hafa fengið afskrifaðar í kjölfar kvótakaupa. Það sem ég er að segja er að þjóðfélagið er orðið svo hlandvitlaust í boði Sjálfstæðisflokksins að það tekur langan tíma að vinda ofanaf vitleysunni og hjá Sjálfstæðisflokki er ekki nokkur einasti vilji til að laga hlutina. Það eina sem þeim dettur í hug er að halda áfram að stela bitastæðum ríkisfyrirtækjum. Nú er það Landsvirkjun, Landsbankinn og Ísavia svo einhver séu nefnd og í því ljósi er alveg galið og glórulaust að kjósa þennan flokk. Ég skil ekki það fólk sem sér þetta ekki.
Ég er líka þeirrar skoðunnar að í svona litlu landi sé ómögulegt að hafa banka í einkaeigu en sumum er gjörsamlega fyrirmunað að læra af reynslunni. Þrátt fyrir að reynsla fyrri einkavæðingarinna sé alveg sambærileg við að láta lítil börn hafa rakvélablöð að leika sér með.
Steindór Sigurðsson, 8.10.2016 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.