Útilokunarstefna Pírata gegn öðrum hugsjónum og hugmyndafræði

píratarPíratar eru hér að kynna útilokunarstefnu þar sem ákveðnar hugsjónir og hugmyndafræði er útilokuð.

Ég virði ákvörðun Pírata um útiloka stjórnmálaflokka og um leið þurfa Viðrein og Björt Framtíð að svara því hvort það sé þeirra stefna að útloka samstarf við aðra flokka áður en þjóðin gengur að kjörborðinu.

Hlutverk Sjálfstæðisflokksins verður áfram það sama að vinna fyrir fólkið í landinu án fordóma fyrir þeim sem hafa aðrar skoðanir.

Valkostur þjóðirnnar er skýr annarsvegar x- d eða hinsvegar 4 - 5 flokka vinstri - stjórn.



mbl.is Píratar útiloka stjórnarflokkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Virkar á mig sem neyðarvörn að hálfu þeirra.

Reyna allt til að halda fólki frá að velja flokka með alvöru stefnu.

Birgir Örn Guðjónsson, 16.10.2016 kl. 12:34

2 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Mér líst bara vel á að Píratar útiloki verstu spillingaröflin. En hvað er að marka kosningaloforð. Allavega ekkert hjá fjórflokknum. Kannski er eini munurinn á fjórflokknum og hinum að fjórflokkurinn hefur svikið þjóðina svo oft en hinir eiga bara eftir að gera það.

Birgir hvaða stefnu ert þú að tala um. Ég hef ekki heyrt neitt um stefnu flokkanna, nema að Framsókn vill viðhalda einokun á öllum sviðum. Sjálfstæðisflokkur vill halda áfram að stela bitastæðum ríkisfyrirtækjum, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir þjóðina. Samanber fyrri einkanæðing bankanna. Einkavæðing þíðir það að arður þessara fyrirtækja rennur í vasa Elítunnar (eða halda menn kannski að einhver af almenningi þessa lands fái þessi fyrirtæki gefins) í stað þess að arðurinn renni í sameiginlegan sjóð landsmanna. Svo sýnir reynslan okkur líka að það hefur aldrei neitt verið greitt fyrir þessi fyrirtæki. Til hvers að selja þegar vitað er fyrirfram að það verður ekkert greitt fyrir þessi fyrirtæki.

Svo er það stöðugleikinn víðfrægi sem Óðni er svo umhugað um, hann helst bara ef túristum heldur áfram að fjölga, þetta vita allir. Eigum við aðeins að ryfja upp efnahagsstjórn Sjálfstæðis og Framsóknar síðustu fimmtíu til sextíu ár. Sú reynsla segir okkur að við hefðum alveg eins getað látið Robert Mugabe forseta Zimbabve stjórna landinu. Reynslan er því miður ekki betri en það. En fólk óttast það sem það þekkir ekki, en í alvöru er úr háum söðli að detta?

Steindór Sigurðsson, 16.10.2016 kl. 13:09

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Birgir Örn - þetta gæti spurngið í höndunum á þeim. Pírtar hafa stefnu, sömu og aðrir sósíalistaflokkar.

Óðinn Þórisson, 16.10.2016 kl. 15:26

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Steindór - það er ekki búið að kjósa, það verður gert 29 okt og þá sjáum við hvaða umboð þjóðin veitir hverjum flokki. 

Þetta er fárálnegt útspil Pírata, að senda 4 flokkum bréf um stjórnarmyndinarviðræður

Þetta gæti verið naglinn í kistu Samfylkingarinnar ef Oddný skrifar undir þetta.

Óðinn Þórisson, 16.10.2016 kl. 15:28

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Óðinn. Það er villa í myndinni sem þú birtir með þessari færslu. Síðasta orðið á henni á ekki að vera "nenna" heldur "geta".

Svo er ágætt að hafa í huga að fleiri en Píratar sem hafa þá stefnu að halda úti velferðarkerfi fjármögnuðu með sköttum.

Sjá til dæmis hér: Stjórnmálaályktun flokkráðsfundar Sjálfstæðisflokksins 24. september 2016

Guðmundur Ásgeirsson, 16.10.2016 kl. 15:38

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - forstætisráðherraefni Pírtata talað um það yrði frábært ef hér yrði 40 - 50 % en mjög jákværtt að þú hafnar ekki grunnstefnu Pírata sem er sósíalsimi.


"Við teljum mikilvægt að nýta áfram möguleika á fjölbreyttu rekstrarformi í heilbrigðisþjónustu."

Þetta í nestu línunni sem þú vísar á hjá Sjálfstæðisflokknum, hér er skyr munur á Pírtöum og Sjálfstæðisflokknum.

Ég mun skrifa færsu um hvaða lykilembætti Píratar munu biðja um og hversvegna.

Óðinn Þórisson, 16.10.2016 kl. 16:06

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Óðinn. Ef þú vilt kalla það sósíalisma þá skaltu bara gera það. Ég þarf ekkert endilega að vera sammála slíkri notkun á merkimiðum.

Ég ætla þá að halda því fram að grunnstefna Sjálfstæðisflokksins sé Stalínismi. Þú þarft ekkert endilega að vera sammála slíkri notkun á merkimiðum.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.10.2016 kl. 16:22

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmudnur - þetta útspil Pírata virkar á mig eins og þeir ætli að reyna að taka við stjórn landsins fyrir kosningar.

En nú virðst vera sem Björt Framtíð og Viðreisn taki ekki of vel í þetta útspil Pírata, aðeins wc og skoðanakannaflokkurinn taka vel í þetta.

Óðinn Þórisson, 16.10.2016 kl. 16:29

9 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Óðinn minn þú heldur áfram að reyna að verja sjálfstæðisflokkinn. Þú talar um fjölbreytt heilbrigðiskerfi í mínum huga á heilbrygðiskerfið að vera númer eitt, tvö og þrjú í samneyslunni og allt tal um að einkavæða heilbrigðiskerfið er alger þvættingur. í fyrsta lagi verður það miklu dýrara og í öðru lagi fá þeir ríku forgang fram fyrir þá sem minna hafa. Eitt dæmi: Ég var einu sinni í Affríku. Þar sá ég mann sem var fótbrotinn á miðjum sköflungi stúfurinn fyrir neðan brotið dróst á eftir manninum þegar hann staulaðist áfram. Þessi maður var örkumla vegna þess að enginn var til að greiða einfalda aðgerð fyrir hann. Viltu virkilega sjá þá efnaminni búa við svona lagað á Íslandi. Það er allri þjóðinni til hagsbóta að fólk sé sem heilbygðast. En þetta sjá ekki allir. 

Þú mátt kalla þetta sósíalisma eða hvað sem þú vilt. Það er ekkert sem breytir þeirri skoðun minni að sumt á hvergi heima nema í samneyslunni. Því það er hagur okkar allra að við þurfum ekki að horfa uppá svona lagað á Íslandi. En einkavæðing á þessu sviði eykur hættuna á og endar á einhverju svona. Þetta bara verða allir að sjá.

Steindór Sigurðsson, 17.10.2016 kl. 03:31

10 Smámynd: Steindór Sigurðsson

En varðandi útspil Pírata í sambandi við fyrirfram stjórnarmyndun. Ég hef reyndar aldrei heyrt um neitt svona lagað fyrr, nema á bakvið tjöldin. En er þetta ekki bara tilraun þeirra til að koma á alvöru lýðræði í landinu? Þá á ég við að fá alvöru stjórnarskrá. Ég veit að fjórflokkurinn vill ekkert lýðræði. Þeir vilja bara gamla svínræðið áfram. En ég hef sagt Birgittu það að alvöru lýðræði kemst aldrei í gegnum stjórnsýsluna og embættismannakerfið á Íslandi. En hún er þrjósk og vona að henni takist þetta. Og ef það misheppnast þá getur hún allavega sagt. "Ég reyndi." En ég held því miður að spillingaröflin séu alltof sterk í þessu landi.

Það hefur líka sýnt sig sig að almenningi er miklu betur treystandi til að taka réttar ákvarðanir í stórum málum fyrir þjóðina, heldur en þingmenn sem oftar en ekki eru að vinna fyrir einhver óþverraöfl en ekki fyrir almenning í þessu landi. Þess vegna verður Pírötum að takast að koma á alvöru lýðræði.

Ertu ekki sammála mér núna Óðinn?

Steindór Sigurðsson, 17.10.2016 kl. 03:50

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Steindór - það er einkarekstur í heilbrigðiskerfinu í dag t.d Orkuhúsið, tannlækninar, fótaaðgerðir, heilsugælsustöðin Salahverfi og ef fók vill kaupa sig framfyrir í kerfinu þá er það lítið mál. Fólk fer t.d til BNA og borgar þar fyrir betri lausn á sínum veikindum, þetta verður alltaf.

Ég hef aldrei talað um að einkavæða grunnþjónustuna þ.e LSH en samt eru sérfræðingar þar sem vinna á einkastofum og geri ég ekki ath.semd við það.

Það er alvöru stjórnarská í landinu, það er vissulega kominn tími til að gera ákveðnar breytingar á henni en ekki kúvenda henni.

Ég er talsmaður þess að þjóðin fái að koma að fleiri málum, t.d framtíð Reykjavíkurflugvallar þar sem yfir 60 þús skrifuðu undir að að hann yrði þar áfram en Pírtar hafa ekki sýnt neinn vilja til að leyfa þjóðinni að koma því máli.

Óðinn Þórisson, 17.10.2016 kl. 07:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 888614

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband