11.12.2016 | 09:31
Smáflokkurinn Samfylkingin á ekkert erindi í ríkisstjórn
Smáflokkurinn Samfylkingin á ekkert erindi í ríkisstjórn, flokkur sem hefur tapað 17 af 20 þingsætum sínum í síðustu tvennum kosningum þarf fyrst og síðast að taka til hjá sjálfum sér.
Það gekk mjög vel á síðasta kjördímabili og ef þjóðin vill áfram framfarir, framleiðslu og framkvæmdir og þar með bætt lífskjör verður þeð ekki nema með aðkomu Sjálfstæðisflokksins að ríkisstjórn.
Sjálfstæðisflokkurinn
stétt með stétt
![]() |
Katrín og Bjarni stjórni landinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.8.): 183
- Sl. sólarhring: 188
- Sl. viku: 255
- Frá upphafi: 906351
Annað
- Innlit í dag: 103
- Innlit sl. viku: 166
- Gestir í dag: 97
- IP-tölur í dag: 96
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hrunflokkurinn þyrfti að losa sig við panamaráðeherrann til að hægt sé að taka mark á honum.
Jón Páll Garðarsson, 11.12.2016 kl. 13:04
: Jón Páll - það er meira hægt að taka mark á 30 % flokki en 5 % flokki.
Óðinn Þórisson, 11.12.2016 kl. 13:14
Tek ekki mark á hvorugum. Sjálfstæðisflokkurinn hafði á sínu blómaskeiði mest 48% fylgi og hefur hlotið mikið afhroð sem hefur verið í takt við hvað hann hefur sáð.
Jón Páll Garðarsson, 11.12.2016 kl. 14:02
Jón Páll - Samfylkinign átti að verða hinn turninn í íslenskum stjórnmálum, er í dag með 5 % fylgi og 3 þingmenn.
Óðinn Þórisson, 11.12.2016 kl. 14:21
Viti menn til, ef tilraun þeirra 5 fræknu heppnast ekki, þá hefst hringekjan upp á nýtt og Sjallar munu þá leita aftur til VG og þá verður Samfó boðið til að loka trekantinum. Þá verður Samfó í lagi. Vitið þið bara til.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 11.12.2016 kl. 15:35
Sigfús Ómar - Logi sem tók við pólitískt gjaldþrota flokki eftir Oddnýju mun gera allt til að ná í völd.
Óðinn Þórisson, 11.12.2016 kl. 15:57
Það kann vel að vera, ég tel allavega Loga mun líklegri til þess að ná aftur í það fylgi sem fór frá Samfó en þeir sem áður stýrðu. Þessi flokkur er ekki búinn að vera, sjáðu bara til.
Ég er hinsvegar að vísa í margann Sjallann sem bíða í röðum til að gera þarfir sínar yfir Samfó núna þegar hann liggur vel við höggi, en það mun breytast þegar flokkurinn (Sjallar) munu þurfa á honum að halda sem nefhjóli í ríkisstjórn með VG, nái stjórnarsamstarf 5 fræknu ekki saman.
Ég er sem sagt að benda á þá tækifærismennsku sem það getur oft fylgt því að vera Sjalli, eitt í dag, annað á morgun, það eru völdin sem telja, ekki fólkið.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 11.12.2016 kl. 17:57
Sigfús Ómar - það sem þarf að gerast hjá Samfylkingunni er að halda landsfund, gera upp fylgishrunið, valið á Oddnýju og hver nema Logi ef hann fær umboð til að gegna embætti formanns nái að gera eitthvað betur en 5 %.
Það væri óskynsamlegt fyrir x-d að fara aftur í samstarf við Samfylkinguna, ekki gera sömu mistökin og 2007.
Óðinn Þórisson, 11.12.2016 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.