Smáflokkurinn Samfylkingin á ekkert erindi í ríkisstjórn

Smáflokkurinn Samfylkingin á ekkert erindi í ríkisstjórn, flokkur sem hefur tapað 17 af 20 þingsætum sínum í síðustu tvennum kosningum þarf fyrst og síðast að taka til hjá sjálfum sér.

Það gekk mjög vel á síðasta kjördímabili og ef þjóðin vill áfram framfarir, framleiðslu og framkvæmdir og þar með bætt lífskjör verður þeð ekki nema með aðkomu Sjálfstæðisflokksins að ríkisstjórn.

Sjálfstæðisflokkurinn
stétt með stétt 


mbl.is Katrín og Bjarni stjórni landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Hrunflokkurinn þyrfti að losa sig við panamaráðeherrann til að hægt sé að taka mark á honum.

Jón Páll Garðarsson, 11.12.2016 kl. 13:04

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Páll - það er meira hægt að taka mark á 30 % flokki en 5 % flokki.

Óðinn Þórisson, 11.12.2016 kl. 13:14

3 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Tek ekki mark á hvorugum. Sjálfstæðisflokkurinn hafði á sínu blómaskeiði mest 48% fylgi og hefur hlotið mikið afhroð sem hefur verið í takt við hvað hann hefur sáð.

Jón Páll Garðarsson, 11.12.2016 kl. 14:02

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Páll - Samfylkinign átti að verða hinn turninn í íslenskum stjórnmálum, er í dag með 5 % fylgi og 3 þingmenn.

Óðinn Þórisson, 11.12.2016 kl. 14:21

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Viti menn til, ef tilraun þeirra 5 fræknu heppnast ekki, þá hefst hringekjan upp á nýtt og Sjallar munu þá leita aftur til VG og þá verður Samfó boðið til að loka trekantinum. Þá verður Samfó í lagi. Vitið þið bara til.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 11.12.2016 kl. 15:35

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - Logi sem tók við pólitískt gjaldþrota flokki eftir Oddnýju mun gera allt til að ná í völd. 

Óðinn Þórisson, 11.12.2016 kl. 15:57

7 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Það kann vel að vera, ég tel allavega Loga mun líklegri til þess að ná aftur í það fylgi sem fór frá Samfó en þeir sem áður stýrðu. Þessi flokkur er ekki búinn að vera, sjáðu bara til.

Ég er hinsvegar að vísa í margann Sjallann sem bíða í röðum til að gera þarfir sínar yfir Samfó núna þegar hann liggur vel við höggi, en það mun breytast þegar flokkurinn (Sjallar) munu þurfa á honum að halda sem nefhjóli í ríkisstjórn með VG, nái stjórnarsamstarf 5 fræknu ekki saman. 

Ég er sem sagt að benda á þá tækifærismennsku sem það getur oft fylgt því að vera Sjalli, eitt í dag, annað á morgun, það eru völdin sem telja, ekki fólkið.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 11.12.2016 kl. 17:57

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - það sem þarf að gerast hjá Samfylkingunni er að halda landsfund, gera upp fylgishrunið, valið á Oddnýju og hver nema Logi ef hann fær umboð til að gegna embætti formanns nái að gera eitthvað betur en 5 %.

Það væri óskynsamlegt fyrir x-d að fara aftur í samstarf við Samfylkinguna, ekki gera sömu mistökin og 2007.

Óðinn Þórisson, 11.12.2016 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband