Lokum Rúv

rúv„Ja, Rík­is­út­varpið nátt­úru­lega kem­ur það mikið að mál­um í flokkn­um að ég held að það sé eðli­legt að við vinn­um þetta í sam­ein­ingu,“

Held að það sé kominn tími til að loka Rúv enda er hlutverki þessarar risaeðlu löng lokið.


mbl.is Sigmundur Davíð í „samráð við RÚV“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Þó fyrr hefði verið.

Þessi stofnun er ekki að sinna því hlutverki

sem hún á að gera.

Svo til að toppa allt ruglið þá er kúlulánadrottninginn sem

kom þessum fjandans nefskatti á, aftur komin á þing.

Vita fyrrverandi og núverandi þingmenn aldrei sinn vitjunartíma...??

Og það á við alla, sama hvar í flokki þeir standa.

Af hverju þarf almenningur sem lítur á það fólk sem situr á

þingi, alltaf að verða flökurt við þá sýn.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 16.12.2016 kl. 20:29

2 Smámynd: Hrossabrestur

Það er spurning hvort ekki sé hægt að mynda breiðfylkingu fólks sem vill óháðan og heilbrigðan fjölmiðlarekstur sem gæti þrýst á stjórnvöld um að taka mál RUV til gagngerrar endurskoðunar og einnig setja öllum öðrum fjölmiðlum leikreglur sem þeir yrðu að fara eftir. 

Hrossabrestur, 16.12.2016 kl. 21:00

3 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Óðinn trúir vitleysunni og þessum skáldskap....ekki er maður hissa.

Friðrik Friðriksson, 16.12.2016 kl. 21:02

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður - ÞKG fékk umboð frá kjósendum Viðreinsar til að setjast aftur á þing og er því réttkjörn en þetta OHF dæmi er algert klúður og ekki í samræmi við hægri stefnu.

Óðinn Þórisson, 16.12.2016 kl. 21:26

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hrossabrestur - skylduskatturinn setur Rúv - í mjög sérstaka stöðu og geta frjálsir fjölmiðlar ekki keppt við þessa risaeðlu.

Það er alveg örugglega meirihluti fyrir því að loka þessari risaeðlu og nota peningana í eitthvað sem skiptir máli.

Óðinn Þórisson, 16.12.2016 kl. 21:28

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Friðrik - þú bregst ekki í skítkastinu.

Óðinn Þórisson, 16.12.2016 kl. 21:29

7 Smámynd: Rafn Guðmundsson

já það má minnka rúv EN fréttir og Kastljós þarf að stækka og styrkja áfram til góðra verka.  annað þar sýnist mér óþarfi

Rafn Guðmundsson, 16.12.2016 kl. 23:50

8 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Hvar er þetta skítkast?

Friðrik Friðriksson, 17.12.2016 kl. 00:51

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Rafn - ef Rúv á að starfa áfram þá verður að skilgreynda betur þeirra hlutverk. Þegar Rúv er að fjalla um stjórnmálaflokka þá verður umfjöllum þeirra að vera án vafa um hlutdrægni.

Óðinn Þórisson, 17.12.2016 kl. 11:43

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Friðrik - ef þú áttir þig ekki á því sjálfur get ég ekki hjálpað þér.

Óðinn Þórisson, 17.12.2016 kl. 11:43

11 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ekki skil ég "alla þessa reiði" út í RÚV, svo orð fyrrverandi ráðherra séu notuð um stöðugar árásir höfundar á allt Ríkisútvarpið, þó svo að deilur kunni að vera um fréttamat þeirra ágætu fréttastofu. Svo sé ég að þeir sem svara höfundi á líkan hátt og hann kann að pára, þá eru þeir hinir sömu fordæmdir. Menn ósanngjarnir að mínu mati.

RÚV rekur frábæra fréttastofu að mínu mati, hefur mannskap og fé til að fara í rannsóknir á málum, sem enginn annar miðill hefur yfir að búa. Menn geta svo skipað sér í sveitir út frá pólitík og gert þarfir sínar yfir téða fréttastofu að vild en menn sem vilja sanngjarn umræðu hljóta þá að verða þolar rök og aftur mótrök.

Hér eru engin rök önnur en huglægt mat þeirra sem "hata" RÚV. Bara farið með álit og staðhæfingar. Greinilegt að þeir hinir sömu hnjóta um "einhliða" fréttaumræðu. Spurning hvort að þeir hinir sömu páruðu hér þegar fréttastofa 365 fór "mjúklega" um flugvallavini á kostnað annarra aðila í þeirri umræður ? Gerðu menn það ?

Bendi svo á þá staðreynd að höfundur kallar sig Sjálfsstæðismann en RÚV er eimnitt búið að vera stýrt af "hans fólki" síðan 1983, þá um vorið, að undanskildum 8 árum. 

Þannig að stefna, uppbygging, stýring, jafnvel mannaráðningar er búið að vera í höndum þess ágæta flokks sem höfundur kann að styðja.

Minni svo á gott viðtal vð fyrrverandi forsætisráðherra frá því í hádeginu í dag en þar var sannarlega einn fréttamaður að sinna sínu starfi, með því að ræða við annan, sem er klárlega ekki að sinna sínu starfi (viðkomandi hefur ekki mætt til þings frá þingsetningu né til haustþings, skilaði einni fjarvistunartilkynningu eð þann 14 sep. Annars sást ekki ráðherran fyrrverandi").

Sigfús Ómar Höskuldsson, 17.12.2016 kl. 16:06

12 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Er alveg sammála þér Óðinn, hvað á RUV með það að gera að segja okkur landanum frá sannleykanum um skítamakk elítunar, þá er betra að hafa alla miðla í einkaeigu, helst á sömu hendi, þannig að almúgin fái bara þær fréttir, sem eigendur vilja að almúginn fái og eigji að vita..

Svo var þetta til háborinar skammar af RUV gagnvart SDG. RUV hefði náttúrulega átt að upplýsa SDG um efni viðtalsins, svo hann gæti amk hummað eða sleppt að koma í viðtalið.Í stað þess var hann þarna berskjaldaður, og vissi eðlilega lítið sem ekkert um málið, eða þannig. Átta mig reyndar ekki á þessum algera viðsnúningi þínum vegna Vintris málsins. Strax eftir þáttinn, áttir þú varla til orð í hneikslan þinni á SDG, núna ertu byrjaður að lepja eftir honum ruglið, með því að benda á sendiboðann.

Jónas Ómar Snorrason, 17.12.2016 kl. 16:07

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - "hefur mannskap og fé til að fara í rannsóknir á málum, sem enginn annar miðill hefur yfir að búa."

Þarna ertu nákvæmlega að tala um það sé skiptir máli peninga, Rúv - nýtur algerrar sérstöðu vegna skylduskattins og skekktir þannig mjög samkeppnisstöðuna gangvart frjálsum frjölmiðum sem fá ekki úthlutað peningum frá almenningi heldur þurfa að fá áskirft , auglýsingar til að fjármagna reksturinn og ef fólki líkar illa við dagsrkánna eins og er með stöð 2 þá segir fólk upp áskriftinni meðan Rúv - getur gert hvað sem er en alltaf fengið sinn skylduskatt.

Óðinn Þórisson, 17.12.2016 kl. 16:52

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - það að það sé ríkisrekinnn fjölmiðill 2016 er í raun fáránlegt enda höfum við erlenda og innlenda fjölmiðla sem skila þessu öllu og á breiðari hátt en Rúv.

Fréttastofa Rúv er ekki hafin yfir gangrýni og það verður bara að viðurkennast að áhugi þeirra á SDG er mjög sérstakur svo ekki sé fastara að orðið kveðið.

Óðinn Þórisson, 17.12.2016 kl. 16:58

15 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Er það skrítið, þegar hann hagar orðum sínum og athöfnum með jafn fáránlegum hætti Óðinn. Ég segji þetta í fullri alvöru, ég efast stundum um andlegt heilbrigði SDG. Ekki man ég, en manst þú hvenar hann var t.d. síðast viðstaddur þingfund, eða í þingsal af öðrum ástæðum? Ekki hefur hann mætt frá því að þing var sett 6. desember, ber fyrir sig störf í sínu kjördæmi, en málið er, að Alþingi hefur vissa daga til þess. En áfram skalltu skjóta sendiboðann, sem segjir þér sannar og hlutlausar fréttir.

Jónas Ómar Snorrason, 17.12.2016 kl. 17:20

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

 Jónas Ómar - hvað var í raun skrítið eins og þú orðar það hjá SDG, ef svo var var það ekki vegna fréttamanns Rúv - sem var þarna til að ræða við hann um 100 ára afmæli Framsóknarflokksins en ekki þingstörf SDG.

Hvorki Rúv - né neinn annar fjölmiðill er boðberi hins eina sanna, rétta og hlutleysis.

Óðinn Þórisson, 17.12.2016 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband