Viðtal Rúv á fölskum forsendum ?

Íslenskur almenningur er skyldaður til þess að borga Rúv og eiga þvi körfu á því að fréttaflutningur þess sé þannig að enginn vafi sé um hlutleysi fréttaflutnings Rúv okkar allra eins og þeir auglýsa sig.

Ég á ekki von á öðru en að fréttastofa Rúv fjalli um þetta mál að hlutleysi þannig að íslenskur almenningur sem er skyldaður til að borga þetta fái að vita það rétta í málinu.

Aðalmálið er samt það að þeir sem ekki vljia borga fyrir Rúv þurfi ekki að borga fyrir eitthvað sem þeir hafa ekki áhuga á.



mbl.is „Voðaleg reiði er þetta í Ríkisútvarpinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Óðinn þetta er rétt varðandi þann liðinn að RÚV hefur þær skyldur að miðillinn sýni hlutleysi í störfum sínum. Það hefði væntanlega verið metið á þann veg, að ef RÚV hefði ekki rætt við okkar mann hefði einnig verið túlkað sem flokkspólitísk afstaða fréttamannsins og RÚV. 

En við eigum einnig þá réttmætu kröfu að þingmaður sem hefur verið kjörinn til að sitja á Alþingi af fjölda fólks mæti á sinn vinnustað og vinni þau störf sem tilheyra kjörnum þingmönnum. Hver og einn getur ekki valið hverjir sitja á Alþingi en verða auðvitað greiða kostnaðinn. 

Kristbjörn Árnason, 17.12.2016 kl. 16:21

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Óðinn. Hvar var Björn Ingi Hrafnsson á 100 ára afmæli Framsóknarflokksins?

RÚV er hinn raunverulegi öryggisventill.

Ef öryggisventill tjáningarfrelsisins óflokkseigendapínda er ekki í lagi, þá verður að laga til í innanhúss-bókhaldi þess öryggisventils. Það er mín skoðun á RÚV, Hæstarétti/undirdómstólum/sýslumannsembættum, Fjármálaeftirlitinu, lífeyrissjóðunum, bönkunum, og reyndar restinni af spilltri ruslafötu/skúffukennitalna/spillingu stofnana/forstjórnar/embættakerfisins á Íslandi.

Það virðast margir gleyma því að enginn er í raun óaðfinnanlegur hér á jörðinni. En allir kosningabærir einstaklingar hafa öfgalaust opinbert tjáningarfrelsi og siðferðisskyldur.

Leikreglurnar þurfa hins vegar að virka á sem minnst aðfinnanlegan hátt, bæði á Íslandi og víðar í veröldinni.

Gagnrýni, er það kallað að rýna til gagns, í tjáningarfrjálsum, friðsamlegum, og ekki síst siðmenntuðum réttarríkjum. (dómsréttarríkis-samfélögum). Enginn veit allt en allir vita eitthvað. Þöggun leiðir alla afturábak í siðferðisþróun.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.12.2016 kl. 16:25

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kristbjörn - það sem skiptir máli er og er lykilspurning og er krafa almennings sem borgar Rúv án þess að fá neitt um það ráðið hvort viðtalið við SDG hafði verið á fölskum forsendum ?

Hversvegna er svo mikið rætt um hlutleysi Rúv ? það er umhugsunarefni.

Óðinn Þórisson, 17.12.2016 kl. 17:02

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Anna Sigríður - hvar BIH var á 100 ara afmæli flokksins skipit í raun engu máli.

Rúv - allra landsmenna eins og þeir orða það eru í dag enginn öryggisventill, við erum með CNN, Sky, Stöð 2, mbl., vísir o.s.frv

Hvert er hlutverk Rúv - í dag ? Rúv - er ekki í dag neitt sem skiptir máli þegar kemur að því að verja tjáningarfrelsið eða halda uppi upplýstri umræðu.

Voru myndirnar sem Rúv - sýni í Brúneggjamálinu 3 ára gamlar ?

Óðinn Þórisson, 17.12.2016 kl. 17:09

5 Smámynd: Hrossabrestur

Vonandi verður þetta til þess að pólitíkusarninr hafi döngun í sér til að taka slaginn við RUV skrílinn.

Hrossabrestur, 17.12.2016 kl. 17:13

6 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll aftur Óðinn.

Ekki veit ég hvort þetta lagaákvæði nær yfir störf þingmanna en í 16. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins: "Starfsmanni, sem verið hefur frá starfi án gildra forfalla, er skylt að hlíta því að dregið sé af launum allt að tvöföldum þeim tíma sem hann var frá starfi". 

Kristbjörn Árnason, 17.12.2016 kl. 17:44

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hrossabrestur - nú þegar VH er hætt á alþingi þarf aðra þingmenn til að taka slaginn við Rúv.

Óðinn Þórisson, 17.12.2016 kl. 19:16

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

 Kristbjörn - meðan það fólk sem kaus hann sem oddvita flokksins þá hef ég ekki áhyggjur af því hvort hann mæti á alþingi eða ekki.

Hann þarf að svara fyrir það hjá sínu fólki ekki sínum pólitísku andstæðingu eða fréttastofu Rrúv.

Óðinn Þórisson, 17.12.2016 kl. 19:24

9 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Oðinn. Það vill svo til að það er þjóðinn öll sem greiðir þingmönnum laun. Ekki bara fólkið  sem kaus hann sem oddvita flokksins. Hann þarf þessvegna að svara fólkinu í landinu hvers vegna hann sinnir ekki starfinu, en ekki bara að svara fyrir það hjá sínu fólki  .

Jósef Smári Ásmundsson, 17.12.2016 kl. 19:34

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári - SDG - fékk sitt umboð frá sínum kjósendum , ekki hef ég heyrt það fólk kvarta, bara Rúv - að missa sig og hans pólitísku andstæðingar.

Óðinn Þórisson, 17.12.2016 kl. 19:46

11 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Óðinn nú held ég að þú sért kominn langt framúr þér með að verja þennan mann, hann er siðleysingi og ekkert annað, og að þú, hann og fleiri skulu alltaf ráðast á RUV skil ég ekki. Hversu oft hefur RUV upplýst spillingu í þessu þjóðfélagi, oftar en nokkur annar miðill í þessu landi, þar hafa fréttamennirnir þor, þó að menn eins og þú Óðinn séu í því að krítisera þeirra vinnu. Eins og Jósef kemur hér inn á, þá erum það við þjóðin sem borgar þingmönnunum þessi ofurlaun sem þeir hafa, og því ætlumst við til að þeir stundi sína vinnu. Hvað myndir þú gera Óðinn ef þú værir með mann í vinnu sem mætti ekki dag eftir dag?

Hjörtur Herbertsson, 17.12.2016 kl. 19:54

12 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Af hverju hefur RUV aldrei haft áhuga á fjarveru Björns Vals ( VG) ?

Birgir Örn Guðjónsson, 17.12.2016 kl. 20:02

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hjörtur - skylduskatturinn setur Rúv - í algera sérstöðu hér á landi, frjálir fjörlmiðar eiga ekki séns meðan það er þessi skylduskattur.

EF fréttatofa Rúv - þolir ekki gagnrýni þá segir það okkkur að alræðisvald þeirra er orðið of mikið.

Óðinn Þórisson, 17.12.2016 kl. 20:17

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Birgir Örn - vinstri - mennn setja alltaf aðra staðla og siðferði fyrir sitt fólk en borgalega sinnað fólk.

Björn Valur er reyndar v.þingamaður VG , hans fólk virðist ekki hafa mikinn áhuga á hans kröftum á alþingi.

Óðinn Þórisson, 17.12.2016 kl. 20:20

15 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Óðinn,mun þá þetta fólk sem kaus SDG, eingöngu greiða honum launin, eða er það ekki allt landsins fólk sem það gerir. Einkennileg afstaða, að SDG beri einungis skyldur til þeirra sem kusu hann, og engra annara, ekki einu sinni Alþingi. Miðað við mína vitneskju, þá var efni viðtalsins ekkert rætt áður en að því kom, enda í hæsta máta óeðlilegt, enda veistu sjálfur að SDG hefði þá ekki mætt í viðtalið, sbr. það sem hefði gerst vegna Vintris viðtalsins. Enn er ég að furða mig á þessari vörn þinni um SDG, sem á sér engar málsbætur. En hugsanlega ertu að þessu til þess að gagnrýna RUV, sem meira en 80% landsmanna vill hafa.     

Jónas Ómar Snorrason, 18.12.2016 kl. 08:30

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - þetta snýst um þá grundvallarspuningu sem hér er lögð fram, var viðtal Rúv á fölskum forsendum ?

Þannig að það komi skýrt fram þá er ég ekki að verja/ eða taka afsöðu gegn einum eða neimum , bara reyna að fá svar við þessari grundvallarspurningu.

Þú segir að  80 % vilji horga Rúv, eiga þessi 20 % þá ekki rétt  á að eyfa peningunum í það sem það vill.  Ég myndi t.d glaður borga þennan skylduskatt til LSH.

Óðinn Þórisson, 18.12.2016 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband