Neyðarbrautin og LSH - allra landsmanna

Er bara tímaspursmál hvernær eitthvað mjög alvarlegt mun gerast vegna lokunar neyðarbrautarinnar og ef það gerist þá er rétt að spyrja hver ber ábyrðina ?

Yfir 60 þús skrifuðu undir að flugvöllurinn yrði áfram á Vatnsmýrinni og það er í raun fáránlegt að hefja lokun flugvallar áður en að nokkuð liggur fyrir um hvar nýr flugvöllur verði byggður.

LSH - er fyrir alla landsmenn og þetta atvik í dag verður að skoða mjög alvarlega.

Reykjavíkurflugvöllur er ekki bara mál 101 cafe late liðsins heldur allra landsmanna rétt eins og LSH á að vera.


mbl.is Sjúkraflug komst ekki til Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Auðvitað ber Dagur B Eggertsson ábyrgðina !

Hann hefur gengið manna harðast fram að vinir sínir fái þetta land.

Hvar eru mótmælendurnir núna ?

Birgir Örn Guðjónsson, 28.12.2016 kl. 22:32

2 Smámynd: Diddi Siggi

Það á að taka verulega upphæð af fjárveitingu svona 1 til 2 milljarða af Landspítalanum og byggja verulega upp á Akureyri svo þjóna megi þar öllum bráðasjúklingum.

Diddi Siggi, 28.12.2016 kl. 22:47

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Birgir Örn - það sem er hve sérstaklegt við lokun neyðarbrautarinar að það er læknir DBE borgarstjóri sem er aðalbaráttumaðurinnn að flugvellinum verð lokað.

Það verður áhugvert að fylgast með innnaríkisráðherra,hún hlítur að skoða hvað sé hægt að gera til að grípa inn í þetta til að koma í veg fyrir að svona alvarlegt atvik komi ekki aftur upp vegna lokunar neyðarbrautarinnar.

Óðinn Þórisson, 28.12.2016 kl. 23:07

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Diddi Siggi, - við skulum byrja á því sem nú virðist vera orðið agút, að neyðarbrautin verði opnuð aftur með hagsmuni flugöryggis að leiðarljósi.

Óðinn Þórisson, 28.12.2016 kl. 23:08

5 Smámynd: Rafn Guðmundsson

hmm - er ekki spítali á akureyri?

Rafn Guðmundsson, 29.12.2016 kl. 01:03

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Rafn - þú greinilega vilt ekki skylja alvarleika málsins.

Óðinn Þórisson, 29.12.2016 kl. 07:13

7 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ekki ætla ég mér að draga úr mikilvægi þess að flytja veikt fólk undir læknishendur en þessi árróðurherferð "hagsmunaaðila" er aðeins of mikið af því góða ,að mínu mati.

Tökum eftir því að sá sem tilkynnir atburðinn í gær er sá sem fyrir ári síðan tilkynnti fjölmiðlum að hann væri um það bil að lenda á ákveðinni flugbraut með veikan einstakling og kl hvað. Eins má benda á að að um leið og vélin var lent fyrir norðan kom ályktun (tibúin ?) frá félagi flugáhugamönnum hér í borg. Hvorki hóst né stuna frá yfirstjórn LSH eða HSA. 

Eins er mikilvægt að skoða hér hvort að téður sjúlkingur hafi verið undir læknishöndum lengi áður en til flutnings kom, sem er lykilatriðið. Ef um slys, bráðhættu, öndunartruflun, barn í nauðum, þá hefði þyrlan verið notuð við þær aðstæður sem voru uppi í gær. Líka hitt, að sjúklingur er ekki fluttur í sjúkraflugi fyrr en sjúklingurinn er stöðugur og þá er það sjúkraflutingsmaður sem ræður því, ekki læknir.

Sem fyrr, þá er alvarlegt að sjúkir komist ekki undir hendur læknis en spurningin hér er sú, var hægt að stýra hvenær farið var af stað. Hægt var að lenda á RVK flugvelli í gærkvöldi, bara ekki á þessum tíma sem kom fram í fréttinni.

Tilbúin atburðarás kannski ?

Ég veit allvega um flugmenn sem tala um að lendingar á téðri braut 06/24 hafi "komist í tísku" eftir að farið var að tala um loka henni.

Allavega eru hagsmunaðilar, þá þeir sem eru með sitt aðsetur í flugskýlum við flugvöllinn og stýra flugáhugamannasamtökum iðnir við kolann. 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 29.12.2016 kl. 11:51

8 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Sigfús

Þú bíður ekki með sjúkling sem þarf aðstoð hjartalæknis, einsog í þessu tilfelli. Það er engin tíma að til að fljúga fram of aftur og reyna lendingu.

Þessi bresut er nauðsynleg í einni átt og þegar hún er, þá er ekki hægt að lenda á Rvík né Keflavíkurflugvelli. 

Birgir Örn Guðjónsson, 29.12.2016 kl. 12:36

9 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Birgir, lykilatriðið hér er hversu stöðugur sjúklingurinn er. Ef hann var nægilega stöðugur fyrir flutning, þá flutningurinn beðið um stund.

Einnig er komið fram að það var ekki þörfin á brautinni sem kom í veg fyrir flutninginn heldur flugskilyrði almenn í gær, samkvæmt framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands.

Svo var lausnin að fara með viðkomandi norður, þar er nægileg aðstoð, með stuðningi frá LSH.

Ef um bráðadæmi hefði verið að ræða, þá hefði þyrlan farið. 

Svo er til svona flugbraut í sömu átt á BIKF, Innanríkisráðuneytiði er með á sínu borði kostnaðarmat á að opna þá braut.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 29.12.2016 kl. 13:06

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - það er engin áróðursherferð í gangi hjá þeim sem vilja að flugöryggi sé sett í 1.sæti.

Þegar tekin er ákvörðun um að fara með sjúkling með flugi er ljóst að tíminn skiptir máli, menn eru ekki að leika sér að þessu.

Fólk fór að hafa áhyggjur af þessari flugbraut vegna mikilvægi hennar þegar það var að verða ljóst að borgarstjórnarmeirithuinn ætlaði ekki hlusta á nein rök og loka brautinni.

Óðinn Þórisson, 29.12.2016 kl. 17:30

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Birgir Örn - góð ábending. Erfiðutu vetrarmán eru enn eftir og ég vona að ríkisstjórnin taki af skarið með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi og láti opna neyðarbrautina.

Óðinn Þórisson, 29.12.2016 kl. 17:33

12 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Auðvitað er áróðursherferð í gangi, það sjá allir sem e-ð þekkja fjölmiðla.

Ef þú hefur kynnt þér tölur um aukningu á sjúkraflug á milli ára þá er ljóst að þar ekki aukning á neyðarflutningu heldur hefðbundnum stofananflutningum, líkt og fer fram daglega á milli Borgó og Hringbrautar.

Ef þu hefur e-ð kynnt þér Rögnuskýrsluna þá má sjá að á öllum fjölda þeirra flutninga sem voru farnir á árunum 2012-14 þá voru tvö tilfelli þar sem sjúklingur var ekki yfir 150 mínútur undir læknishöndum áður en til flutnings kom.

Svo tala menn og konur í kór um að sjúklingar muni deyja í hrönnum vegna þessara einu brautar, sem er kjaftæði í besta falli.

Gleymum því ekki að það er í hag margra að ekki verði hreyft við neinu á flugvallarlandinu. Til þess munu menn beita öllu sem þeir eiga, það sáum við í dag og munum sjá fram á vor.

Svo er ríkið nú ábyrgt fyrir því að opna sambærilega flugbraut sem er í sömu hátt og 06/24. Þá er búið að leysa málið. En hagsmunaðilar vilja ekki heyra á það minnst. Það er undarlegt, nú þegar þetta snýst um líf og limi.

þetta mál snýst um pólitík, margir einfaldlega tilbúnir að stökkva á vagninn til að koma pólitísku höggi á meirihlutann nú í borginni.

Ekki er það svo betra er þar í stjónarandsstöðu, líkt og ég hef rakið hér áður.

Tókst þú þennan vagn höfndur góður ?

Sigfús Ómar Höskuldsson, 29.12.2016 kl. 20:50

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - vil benda þér og öðrum flugvallarandstæðingum á www.lending.is þar sem er farið yfir alla þætti Reykjavíkurflugvallar.

Ragna Árnadóttir stóð sig vel sem dómsmálaréðherra í Jóhönnustjórninni og er að standa sig mjög vel í því starfi sem hún er í dag en hún er enginn sérfræðingur um flugmál þannig að þeirri staðreynd sé haldið til haga.

Ég hef gagnrýnt borgarstjórnarflokk x-d mjög mikið varðandi Reykjavíkurflugvöll og það er alveg ljóst að þar verður að skipta öllum út rétt eins og reykviningar verða að skipta um meirihluta vorið 2018.

Það að byrja að loka Reykjavíkurflugvelli áður en nokkuð er ákveðið varðandi hvar eigi að byggja nýjan flugvöll er galið og ég vona að ný ríkisstjórn setji lög um að skipulagsvaldið yfir Reykjavíkurflugvelli verði fært frá Reykjavíkurborg yfir til ríkissins eins og er með aðra flugvelli eins og Kef og Akey.


Reykjavíkurflugvöllur er öryggismál, samgöngumál og atvinnumál

Óðinn Þórisson, 29.12.2016 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 888608

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband