"ekki reyndist unnt að flytja gjörgæslusjúkling í forgangi frá Akureyri"

Áður en eitthvað hræðilegt gerist þá skora ég á þingið að bregðast strax við þessu og neyðarbrautin verði opnuð tafarlaust.


mbl.is Komust ekki með sjúkling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Eitt sem fylgir ekki hvort hafi verið flughæft yfirhöfðu þennan dag og hitt, sem að mínu mati aðili í sjúkraflutningi á ekki að tjá sig um og má ekki samkvæmt reglugerð, um ástand sjúklings, hvort nauðsynlegt hafi verið að flytja viðkomandi þennan dag eða hvort um pantaðan flutning hafi verið að ræða.

Ekki ætlunin hér að tala niður alvarleika ástandsins en mitt mat er að þeir sem eiga hagsmuni í málinu beiti fyrir sér ástand þeirra sjúklinga sem þeir flytja.

Þvi treysti ég ekki framsetningu þess verktaka sem umræðir. Um leið og læknar á sjúkrahús ( sjá um til dæmis að engin á vegum LSH hefur tjáð sig um málið og rætt alvarleika þess) tjáir sig, þá skal ég hlýða á .

Á meðan fer árróðursstríð hagsmunaafla vaxandi í fjölmiðlum. 

Þetta er mín skoðun á málinu. Þessu til stuðnings má kynna sér upplýsinar í "rögnuskýrslu" þessu til stuðnings.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 7.1.2017 kl. 10:36

2 Smámynd: Flower

Það gæti nú komið af því að læknar hafa ekki sérfræðiþekkinguna á fluginu og láta þann sem það hefur tjá sig um það. Læknar bæði á Landspítalanum og fyrir norðan hafa tjáð sig um öryggisþáttinn. Og það ku hafa verið læknir sem bað um flugið. Þessir tveir aðilar starfa saman, læknar meta þörfina fyrir flutningin en flugmennirnir veðuraðstæður, og þeir notuðu hverja glufu þegar veður leyfði. Þessir Valsmenn með hjálp ráðamanna og dómara (sem ku eiga í þessu félagi) hafa nú vandlega í múrað þá glufu. En ekkert gerst ennþá og brautin er þarna, því má ekki nota hana í neyðartilfellum meðan hún er þarna?

Svo segja þeir sem búa nálægt þessum spítala og þurfa ekki að óttast að verða innlyksa með alvarlegt heilablóðfall eða hjartaáfall eða eitthvað annað alvarlegt að þetta séu bara...... tilfinningarök. Þeir sem ekki segja það berum orðum láta svo í það skína. Þeir ættu að prófa að vera úti á landi með alla sína og vita hvort þeim fyndist það eftir nokkra góða sunnanstorma og allt flug aflagt.

Flower, 7.1.2017 kl. 11:20

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ágæta Flower. Þá hlýtur það sama um þá sem stýra rellunni, þeir hafa/ættu ekki að hafa vit á læknisfræði eða sjúkraflutningum og ættu þá að tjá sig meira um flugið en ekki ástand sjúklings en með því er verið að brjóta á reglugerð um sjúkraflutninga (8 gr).

Eins er það þannig samkvæmt lögum að læknar sjá ekki um sjúkraflutninga. Það eru menn sem hafa réttindi og skyldur við það. Það kemur læknum lítið við enda bera þeir ekki ábyrgð á flutningum, það gera sjúkraflutningsmenn. Það eru þeir sem ákveða flutning og sjá til þess að sjúklingur sem hæfur til flutnings þegar í farartækið er komið. 

Svo koma "Valsmenn" þessu máli ekkert við. 

Málið er nú á ábyrgð Innanríkisráðherra, ekki borginni.

Svo einfalt er það nú...

Sigfús Ómar Höskuldsson, 7.1.2017 kl. 11:43

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - þannig að það komi skýrt fram þá er ekkert áróðursstríð í gangi, þetta atvik er mjög alvarlegt og mikilir hagsmunir í húfi, hugsanlega líf, stærra verður það ekki.

Hvort þú treystir þessum verktaka eða ekki skiptir í raun og veru engu máli, þetta eru fagaðilar sem er treyst fyrir lífi fólks.

Langar að benda þér og örðum flugvallarandstæðingum á www.lending.is.

Óðinn Þórisson, 7.1.2017 kl. 12:50

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Flower - mjög málefnalegt og gott innleggg í umræðuna.

Varðandi Valmsenn þá er ábyrð þeirra mjög mikil og því að  neyðarbrautinni var lokað, það er ekki gott fyrir Val og tala ég þar sem Valsari að þetta er ekki gott fyrir félagið að standa í þessari innanríkisdeildu með DBE gegn landsbyggðinni.

Óðinn Þórisson, 7.1.2017 kl. 12:53

6 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Takk fyrir ábengdinguna með Lending.is en ég hef áður kíkt þar inn og finnst rökin þar of einhliða og hagsmunatengd að hægt sé að taka mark á öllu því sem þar kemur fram, því miður. 

Hitt er annað, að ég stend fastur á því að þetta mál snýst um hagsmuni og pólitík. Lítið um veikt fólk nema ef vera skildi til að ginna fjölmiðla að kötlunum.

Bendi á að þinn eign flokkur koma að því að gera breytingar á svæðinu, þá bæði Sturla (2005) og svo meirihluti undir stjórn Hönnu Birnu. Minni líka á að þegar R-listinn var við völd ( já ég veit hann var hræðilegur....þarf ekki meira blogg um það..er því samt ósammála) að þar voru Frammarar við völd sem þá vildu völlinn burt og létu kjósa um það mál.

Ég hef rætt við flugmenn sem ekki hafa hagsmuni af því að halda öllu óbreyttu og þeir tjá mér að flugbrautin 06/24 hafi komist í "tísku" þegar styttast fór í að henni skildu lokað með þar til gerðu samkomulagi.  Ég hef líka rætt við yfirmenn/lækna hjá LSH sem gera lítið ur þeim "forgangsflokkun" á flutnignum sem komast í fljölmiðla. Ég hef  líka rætt við sjúkraflutningsmenn sem hafa haft spurningar um hvað á sér stað um borð í vél verktaka á vegum Sjúkratrygginga Íslands. Að sama skapi skilja sjúkraflutningsmenn margir hverjir ekki allt þetta pat, því þeir fara aldrei með forgangsljós af flugbraut enda yfirleitt um pantaða flutninga að ræða, né að í fyrra var yfirleitt mættur ákveðinn fyrrverandi fréttastjóri á undan þeim með myndavél með sér svo brotið var á þeim sjúklingum sem fluttir voru úr téðri flugvél. 

Þannig að þetta mál er langt frá því að vera jafn slétt og fellt og margir vilja halda.

Skil svo ekki tenginguna við Val, þá íþróttafélagið Val. Er það ekki mottó Sjálfsstæðisflokksins að fara að lögum ? Eru ekki Valsmenn að gera það, fara eftir áður samþykkti skipulagi ?  

Sigfús Ómar Höskuldsson, 7.1.2017 kl. 14:25

7 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Þetta er hárrét hjá þér Sigfús, og marg búið að benda Óðni á þetta. Hitt er hins vegar verra, að hans ástsæli flokkur fer með bæði heilbrygðis og samgöngumál, það var ekkert mál að bregðast við, með t.d. að laga þá braut á Kef.flugvelli sem er í sömu stefnu og 6/24 á síðast liðnum 3 árum þegar vitað var fyrir víst hvert stefndi, reyndar síðan 2001, þá í atkvæðagreiðslu borgarbúa. En það lítur út fyrir að það væri stórhættulegt að fara með Óðni á veiðar, hann skítur alltaf rangan aðila, Val í þessu tilfelli, RUV í tilfelli SDG, JS og SJS fyrir hrunið ofl. ofl.það er sennilega þessi fjandans flokksgleraugu sem rugla hann:)

Jónas Ómar Snorrason, 7.1.2017 kl. 15:14

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - þetta er upplýsingasíða þar sem rök eru færð fyrir því að flugvöllurinn verði áfram þar sem hann hefur veirð síðustu 100 árin.

Ef þú telur að barátta flugvallarvina snúist um eitthvað annað en öryggi fyrir alla landsmenn þá er þér frjálst að hafa þá skoðun og ekki mun ég reyna að breyta henni.

Hanna Birna er einn af 3 eintaklingum sem ber mesta ábyrð á lokun neyðarbrautarinnar og hef ég margoft gagnrýnt hennar vinnubrögð í flugvallarmálinu hér.

Þegar HBK skrifaði undir þetta samkomulag við Dag og Gnarrinn þá var hún að gera það sem borgarfulltrúi en ekki innanríksráðherra sem þarf að horfa á málið í stærra samhengi.

Dagur B. er læknir og ekki hefur hann skylning á neyðarbrautinni og það eru fleiri þannig innan heilbrigðisstéttarinnar enda ekki fagfók og veit ekkerrt frekar en DBD um flugöryggi.

Hvað með læknaeiðinn sem DBE skrifaði undir sem læknir ? er þetta boðlegt að læknir standi fyrir lokun neyðarbrautar ?

Kannski er rétt hjá þér að þetta mál snúist um pólitík og þá sérstaklega sérhagsmuni Valsmanna og borgarstjórnarmeirihlutans ?

Nú nafngreynir þú ekkert af þessu fólki sem þú segist hafa talað við, allt í lagi , ég vitna til föður míns fyrrv. flugmanns og flugstjóra til yfir 50 ára sem þekkir þessi mál út og inn , flugsöguna.

Það að hefja lokun Reykjavíkurflugvallar með lokun neyðarbrautarinnar er grafalvarlegt og dæmi um algert skylningsleysi og þekkingarleysi á hlutverki Reykjavkíkurflugvallar.

Það hefur engin ákvörðun verið tekin um hvar nýr flugvöllur verður byggður þegar þessum verður lokað , hvað þá hvar á að finna þessar 80 - 100 milljarða til að byggja hann.

Óðinn Þórisson, 7.1.2017 kl. 15:44

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - ég hef áður rökstutt hvrsvegna atkvæðagreiðslan 2001 er ekki marktæk og ætla ekki gera það enn eina ferðina.

Ég er , hef og verð alltaf Valsari en hvort að Sr. Friðrik hefði samþykkt þetta munum við aldrei fá að vita.

Knattspyrnufélagið Valur var stofnað með skýra hugsjón, hún var ekki að félagið yrði einn dag byggignarfyrirtæki.

Óðinn Þórisson, 7.1.2017 kl. 16:09

10 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Gott að sjá verða ekki fyrir aðsópi hér vegna minna skoðanna, takk fyrir það, annað eins hefur nú sést ;)

Þú vitnar í föðurinn þinn, sem þekki flugið vel. Þsð þekki ég alls ekki og mun ekki tjá mig um flugþáttinn í málinu, enda hef ég ekki hugmynd um flug nema sem áhugamaður. Hitt þekki ég mun betur, þ.e sjúkraflutningsþáttinn, hann þekki ég vel og hef líka kynnt mér lög og reglur um þann þátt. Líka þann þátt sem mér sýnist aðilar hjá verktaka á vegum SÍ sem sjá um sjúkraflug vera að gera, þ.e að tjá sig um ástand þess sjúklings sem fluttur er. Sjúklingur á rétt að trúnaði verði haldið um stöðu hans. Hvort að flugmaður, framkvæmdastjóri hefur heimild til að segja frá hans ástandi veit ég ekki en verktakinn er kominn ansi nálgægt persónufrelsi sjúklings. allavega samkv reglugerðinni um sjúkraflutninga. Það er þessi þáttur sem mér finnst vera full lágt lagst. Ef þetta er jafn mikil neyð og þessi verktaki vill meina, þá ætti hann að leita til sín verkkaupa, þ.e Sjúkratrygginga Ísland og þá í versta falli yfirlæknar, þá bæði hjá LSH og HSA. 

Ég hef sagt það áður, að ábyrgð á núverandi stöðu er hjá ráðherra, ekki borginni lengur. Vitna í orð DBE þegar hann segist hafa skrifað til ráðherra á miðju ári 2015 um að leita lausna, þá með að opna samskonar braut oh 06/24 liggur. Við því hefur ekki verið brugðist. Þvi er það ekki lengur á ábyrgð DBE, að mínu mati. Að blanda hans læknaeið finnst mér óviðeigandi. DBE hefur lagt fram sína sýn á málinu og get ég tekið undir margt af því. Aðalmálið með veikt fólk og slasað eru fyrstu viðbrögð, ekki þær síðustu fram að komu að sjúkrahúsi. Enn og aftur, vísað í Rögnuskýrsluna um fjölda tilfella þar sem sjúklingur var skemur en 150 mín fram að sjúkraflugi. Samtals 2 stk á árunum 2012-14. Vísa einnig í álit yfirmanns stærsta atvinnubjörgunarliðs á Íslandi: http://www.visir.is/telur-oliklegt-ad-aukinn-ferdatimi-breyti-miklu/article/2015150629257

Þannig að jú, þetta er pólitík gegn núverandi borgarstjórnameirihluta. Ekkert annað að mínu áliti.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 7.1.2017 kl. 17:20

11 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Valsmenn félagið sem að er að braska með lóðir og fasteignir á Hlíðarenda, hefur ekkert að gera með íþróttafélagið Valur.

Sniðug markaðsaðgerð hjá fyrirtækinu Valsmenn að nota nafnið Valsmenn.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 7.1.2017 kl. 23:40

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - það gæti leysti þetta mál að opna neyðarbrautina á reykjavikurflugvelli þar til að búið að er opna samskonar braut í Kef - eina sem þarf er vilji DBE.

Ég tel að þetta sé ekki pólitísk mál gegn núverandi meirihluta, ég kalla þetta aðfor núverandi meirihluta að flugöryggi.

Óðinn Þórisson, 8.1.2017 kl. 09:52

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - þetta eru Valsmenn sem eru í þessu byggingarbrasti, það er bara þannig.

Óðinn Þórisson, 8.1.2017 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 888608

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband