Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkur landsins hafnar aðild að ESB

íslandÞað er rétt að rifja það upp hér að aðeins aðild að ESB er í boði að ísland aðlagi lög sín og reglur að ESB. 

Eina spurningin sem er hægt að spyrja þjóðina og þá ekki fyrr en á næsta kjörtímabili er vilt þú að ísland verði aðili að ESB JÁ / NEI.

Til að hægt sé að fara í þjóðaratkvæðagreislu um aðlögun íslands að ESB verður að vera skýr vilji innan ríkisstjórnarinnar og hjá þjóðinni en staðan er sú að Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkur landsins er á móti aðild að ESB og það segir þá sig sjálft að ekki hægt kjósa um málið á þessu kjörtímabili.

Sjálfstæðisflokkuinn
stétt með stétt

 


mbl.is Evrópumálin sett á ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er álíka mikið rugl að kjósa um aðildarsamning að ESB áður en búið er að gera samninginn eins og að láta félagsmenn í stéttafélagi kjósa um kjarasamning áður en búið er að gera samninginn. Þetta rugl um að ekki sé um neitt að semja er orðin ansi þreytt,

Sigurður M Grétarsson, 9.1.2017 kl. 08:29

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sigurður, hvaðan hefur þú það að samningar, séu einhvers annars eðlis en að ákvarða hversu fljótt umsóknarríkið uppfylli lög og reglur ESB????  Þetta rugl um að eitthvað sé um að semja ER ORÐIÐ ANSI ÞREYTT.........

Jóhann Elíasson, 9.1.2017 kl. 09:17

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jóhann. Öll aðildarríki ESB hafa náð fram varanlegum breytingum á ESB reglum í aðildarsamningum og þar til viðbótar margar tímaundnar undanþágur. Það eitt óg sér sýnir að það er um ýmislegt að semja.

Sigurður M Grétarsson, 9.1.2017 kl. 09:47

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sigurður M, ÞAÐ ER ALGJÖRT LÁGMARK AÐ FARA EKKI MEÐ LYGAR, ÞAÐ HEFUR EKKERT AÐILDARRÍKI ESB NÁÐ FRAM VARANLEGUM UNDANÞÁGUM FRÁ LÖGUM OG REGLUM ESB.......

Jóhann Elíasson, 9.1.2017 kl. 09:57

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M - hér skólar S - Fule Össur um málið.

https://www.youtube.com/watch?v=0O4fkcYwpu8

Óðinn Þórisson, 9.1.2017 kl. 10:42

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - þetta virðist vera mjög erfitt fyrir ESB - sinna að skylja að það er aðeins aðild að ESB - í boði, það er enginn pakki.

Óðinn Þórisson, 9.1.2017 kl. 10:43

7 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Sigurður. Kallarnir á moggablogginu eru á móti lýðræði og vita allt betur en allir aðrir. Þeir eru svo blindaðir á ESB hræðslu/hatri að það er ekki einusinni hægt að ræða það við þá að láta lýðræðið ráða í þessu máli. Sannaðu til, nú fæ ég komment um að það sé ekkert um að samja og einhver önnur vitleysa... Eitt veit ég, ég myndi aldrei fá þá til að semja um eitt né neitt fyrir mig...

Snorri Arnar Þórisson, 9.1.2017 kl. 11:21

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Snorri - annarsvegar þetta " Kallarnir á moggablogginu " svona alhæfingar ganga ekki upp og hinsvegar þá er það sjálfur stækkunarstjóri ESB - sem segir það beint við Össur að það eru engar undanþágur í boði.

Óðinn Þórisson, 9.1.2017 kl. 12:19

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jóhann. Þegar þú ert að ásaka aðra um lygar í umræðu um ESB þá ert þú svo sannarlega að kasta steini úr glerhúsi. Hér koma nokkur dæmi um varanlegar breytingar á ESB reglum sem voru hluti að aðildarsamningum.

Svíar og Finnar fengu í gegn varanlega undanþágu frá ESB reglum um styrki til landbúnaðar að þeir megi styrkja landbúnað norðan 62 breiddargráðu. Það má geta þess að Ísland liggur allt norðan 62 breiddargráðu þannig að við fengjum eflaust sérreglur varðandi hann með tilvísun í þessar reglur.

Bretar fengu varanlega undanþágu til að styrkja hálandalandbúnað.

Malta fékk varanlega undanþágu frá reglum um frjálst flæði fjármagns til að gega neitað erlendum aðilum fjárfestingar í ferðaiðnaði þeirra og að eignast fleiri en eitt hús á eygjunni. Þeir fengu einnig varanlega undanþágu til að skilyrða fiskveiðar innan 50 mílna frá landi við skip undir ákveðinni stærð sem gerir sókn á þau mið útilokuð frá öðrum stað en Möltu.

Danir fengu varnalega heimild til að banna kaup erlendara aðila á sumarhúsum í Danmörku.

Þetta eru aðeins örfá af mörgum dæmum enda hafa öll aðildararíki fengið einhverjar varanlegar breytingar á ESB reglum í gegn í aðildarsamningum sínum.

Algengustu lygar í umræðu um aðild okkar að ESB eru fullyrðingar um að, við þurfum að láta fiskveiðiauðlindina af hendi, að ekki sé um neitt að semja og að við séum í aðlögunarfiðræðum en ekki aðildarviðræðum.

Ég segi því enn og stend við það að það er álíka bull að kjósa um aðild að ESB án þess að hafa aðildarsamning í höndunum eins og ef félagsmenn í stéttafélagi ættu að kjósa um kjarasamning sem ekki er búið að gera.

Sigurður M Grétarsson, 9.1.2017 kl. 12:37

10 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Stefan Fule er ekki lengur stækkunnarstjóri ESB. Bretar héldu og halda sýnum olíuauðlindum. Ef niðurstaðan verður sú sem þið segið þá verður bara sagt nei og málinu lokið. Það að halda því fram að fara í viðræður um samning þýði að ESB hafi klófest og innlimað ísland er barnalegt.

Snorri Arnar Þórisson, 9.1.2017 kl. 12:54

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M. - " Algengustu lygar í umræðu um aðild okkar að ESB "

Þessi málflutnngur þinn hálplar ekki þínum málstað.

Bretar eru að ganga úr ESB - eigum við að sama tíma að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við eigm að sækja um aftur ?  Þetta gengur ekki.

Óðinn Þórisson, 9.1.2017 kl. 17:35

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Snorri - aðalmálið er þetta, það verður að vera skýr vilji annarsvegar hjá þjóðinni og hinsvegar í ríkisstjórn svo hægt sé að fara af stað , við viljum ekki annað Esb - klúður eins og var hjá Jóhönnustjórnni.

Óðinn Þórisson, 9.1.2017 kl. 17:37

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sigurður M Grétarsson: "...kjósa um aðildarsamning að ESB áður en búið er að gera samninginn..."

Hérna er aðildarsamningurinn sem hefur fyrir löngu verið saminn og verið til á íslensku í rúm 4 ár:

Samsteyptar útgáfur sáttmála um Evrópusambandið og sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins

Þar sem hann hefur legið fyrir þetta lengi væri ekkert því til fyrirstöðu að kjósa um hann.

Slík kosning, þar sem aðeins er einn löglegur svarmöguleiki, væri hins vegar markleysa.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.1.2017 kl. 19:06

14 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Sjálfstæðisflokkurinn er þjóðin sem ræður hvað er best fyrir íbúa landsins.

Friðrik Friðriksson, 9.1.2017 kl. 20:30

15 Smámynd: Jóhann Elíasson

Áfram heldur Sigurður M að berja hausnum í steininn.  Ég hef verulegar áhyggjur af leskunnáttu hans og lesskilningi, því hvergi nokkurs staðar er hægt að finna staf um þessar "varanlegu" undanþágur, sem þessi ríki eiga að hafa fengið í samningum við ESB.  Það er engu líkara en maðurinn sé skáldmæltur mjög og þá skipti sannleikurinn hann litlu máli, en hann er ekki eini INNLIMUNARSINNINN í þeim flokki,  Svona manni er varla hægt annað en að vorkenna og vonandi fær hann þá hjálp sem hann þarf.

Jóhann Elíasson, 9.1.2017 kl. 23:48

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Friðrik - ég velti því fyrir mér hversvegna þú sért að skirfa ath.semdir hér, aldrei neitt málefnalegt bara eitthvað skítkast og leiðindi, ég held reynar að ég viti það :)

Óðinn Þórisson, 10.1.2017 kl. 07:05

17 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - þetta kallast afneitun.

Óðinn Þórisson, 10.1.2017 kl. 07:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Charlie Kirk
  • George W. Bussch. um hið vonda
  • Úkraína
  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 47
  • Sl. sólarhring: 178
  • Sl. viku: 829
  • Frá upphafi: 910803

Annað

  • Innlit í dag: 45
  • Innlit sl. viku: 721
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband