11.1.2017 | 17:25
Uppbygging á Reykjavíkurflugvelli þarf að hefjast strax
Þetta eru mjög skýr skilaboð frá nýjum samgöngumálaráðherra um að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni.
Það er alveg ljóst að nýr samgöngumálaráðherra ætlar í hart við borgarstjórann og aðra flugvallaróvini.
Það sem þarf núna að gerast er annarsvegar að það þarf að nást sátt um það að flugvöllurinn verði þarna áfram og hinsvegar að hefja uppbyggingu á flugvallarsvæðinu.
Reykjavíkurflugvöllur er öryggismál, samgöngumál og atvinnumál.
Bagalegt að brautinni hafi verið lokað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Veit ekki hvað höfundur hefur fylgst lengi með í pólitík en á meðan BF er í ríkisstjórn og í borgarstjórn, þá er ljóst að flugbraut 06/24 verður ekki opnuð aftur. Minni á að stjórnin "lafir" með eins manns meirihluta. Þetta er ekk málið sem gæti fellt stjórnina. Alveg rólegur.
En svo er líka gott fyrir nýja ráðherra að ná sér í athygli. En Jón Gunnars er einmitt góður í því. Því hefði hann átt að byrja að tala um vegamálin, þar er þörf á innspýtingu.
Hann hendir svo þessum 280 milljónum í BIRK og allir glaðir nema lítið flugfélag kennt við stöðuvatn norður í landi, jú og einn lítill "örflokkur" sem er þá bara með eitt mál að kjamsa á.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 11.1.2017 kl. 17:56
Sigfús Ómar - nýr samgöngumáladráðherra segir að engin önnur lausn í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni.
Jón Gunnarsson hefur verið mjög öflgur stjornmálamaður sem hefur látið mikið til sín taka og hans skoðun á Reykjavíkurflugvelli er alveg skýr.
Aðalmálið er að það verður að eyða óvissunni varðandi Reykjavíkurflugvöll og þar sem ekkert liggur fyrir um hvar nýr flugvöllur verður byggður er rétt að hefja uppbbyggingu á svæðinu strax, byggja samgöngumiðstöð, sú gamla við Flugfélag Íslands er ekki boðleg og Dagur getur núna ekki lengur staðið gegn því sem þarf að gera þarna
Óðinn Þórisson, 11.1.2017 kl. 18:20
Ekki get ég tekið undir með Sigfúsi Ómari, því sýnt hefur verið frm á að mjög einfalt er að gerqa málamiðlun með þessa neyðarbraut, þannig að allir geti orðið þokkalega sáttir og ekki svo mjög kostnaðarsamt. Held ég að Jón Gunnarsson sé einmitt rétti maðurinn til að sætta þau sjónarmið. Þriðja málsgrein í annarri atjugasemdinni, hjá Óðni Þórissyni er mjög góð og segir í rauninni allt sem segja þarf.....
Jóhann Elíasson, 11.1.2017 kl. 20:07
Jóhann - það þarf í raun ekki að opna neyðarbrautina nema í ca 3 mán, það myndi tryggja öryggt sjúkraflug til Reykjavíkur á meðan yrði unnið að því að skðða aðrar lausnir en eitt er ljóst að Reykjavíkurflugvelli verður ekki lokað á næstu árum þrátt fyrir eindreginn vilja DBE.
Óðinn Þórisson, 11.1.2017 kl. 21:42
Þakka umræðuna.
held hinsvegar jón Gunnarsson sé og verði aldrei "sættir", hann er maður sem fer algerlega sínar leiðir, án samráðs.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 11.1.2017 kl. 23:35
Held Óðinn, að þið ættuð að fara að berjast fyrir auknu öryggi í nær læknisþjónustu í hverjum fjórðungi fyrir sig, í stað þess að að kvabba endalaust um löngu ákveðna aðgerð varðandi flugvalla ræfil, sem er gagnslaus í viss slæmu veðri hvort eð er. Setjið öryggið á oddinn, krefjist betri nær læknisþjónustu, og ég er með:)
Jónas Ómar Snorrason, 12.1.2017 kl. 13:14
Sigfús Ómar - þegar yfir 60 þús skrifuðu undir að flugvöllurinn yrði áfram í vatnsmýrinni sýndi hann henni algera lýtilsvirðingu með því að gera ekkert.
DBE hefur ekkki sýnt neinn sáttarvilja.
Óðinn Þórisson, 12.1.2017 kl. 14:55
Jónas Ómar - það er ekki enn verður byggður flugvöllur sem óhæður veðri, verður er mesti áhrifavaldur varðandi flugöryggi.
Það kostur um 80 - 100 milljarða að byggja nýjan flugvöll, ef við lokum Reykjarvíkurflugvelli og það verður ákveðið að fara í byggingu nýs flugvallar þá verða minni peningar í ríkisskassanum.
Við erum rétt um 300 þús og erum með einn öflugan spítla sem er LSH og eigum við í basli með að reka hann.
Óðinn Þórisson, 12.1.2017 kl. 15:01
Við erum alltaf svo blönk þegar kemur að almenningi Óðinn, og öryggi honum tengdum. Það þarf ekkert að byggja nýjan flugvöll, hann er til staðar í Keflavík, þarf einungis að laga lítillega eina braut sem liggur í sömu stefnu og 06/24, case closed.
Jónas Ómar Snorrason, 12.1.2017 kl. 15:18
PS Óðinn, fyrsta línan í #8 er gersamlega út úr kú, skiptir kannski engu máli
Jónas Ómar Snorrason, 12.1.2017 kl. 15:30
Jónas Ómar - það hefur komið fram hjá nýjum samgöngumálaráðherra að ekki komi til greyna að flytja innanlandsflugið til Kef.
Það er ekkert case closed - lokabaráttan um Reykjavíkurflugvöll er rétt að hafjst og hófst með tilnefningu Jóns Gunnarssonar.
Óðinn Þórisson, 12.1.2017 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.