Rúv - stóra vandamálið

Rúv er risaeðlan í íslenskum fjörlmiðlum sem er að hafa hve mest áhrif á rekstur frjálsra fjölmiðla.

Ekki var vilji hjá Illuga fyrrv. menntamálaráðherra að gera neitt varðandi Rúv en nú verður mjög spennandi að fylgjast með þvi hvað Kristján Þór gerir. 

Mun hann t.d leggja til að Rás 2 verði seld ?


mbl.is Rekstrarmódel fjölmiðla víða brostið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

80% landsmanna vill hafa RUV Óðinn, þú veist það vel. En greinin sem þú vitnar í fjallar ekki um ljósvakamiðla, heldur blaðaútgáfu, sem margt hefur fjarað undan, eðlilega. Gunnar vitnar ekki bara til íslenskrar blaðaútgáfu, heldur sé það sama að gerast víða um lönd. Það er allt í lagi að fara rétt með, þegar þú vitnar til einhvers.

Jónas Ómar Snorrason, 27.1.2017 kl. 17:15

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Omar - það er í raun bara eitt dagblað gefið út í dag og það er Mogginn, Fréttablaðið er bara auglýsingabæklungur 365 og eitthvað sem fólk flettir en fólk les Moggann. En það skiptir í raun engu máli þar sem blaðaútgáfa verður hætt hér á landi innan nokkurra ára.

Fjölmiðlar eru að breytast og 1980 hafi Rúv hlutverk en ekki í dag.

Rúv - er skylduáskrift og samkv. þér þá eru 20 % skyldaðir til að borga fyrir eitthvað sem það hefur engan áhuga.

Óðinn Þórisson, 27.1.2017 kl. 19:00

3 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

það eru líka 55%-60% landsmanna sem vilja ekki núverandi ríkisstjórn, sennilega 75%(í könnunum), samt lafir hún á óeðlilegum kostningareglum, sem þið sjálfstæðismenn viljið halda í fram í rauðan dauðann. Mogginn var blað, í dag snepill, sem er ekki mark á takandi sökum sérhagsmuna. Aðalmálið er það, að blaðaútgáfa fer höllum fæti í flestum löndum, er ekkert launungarmál, þó þú kjósir að bendla það við RUV.

Jónas Ómar Snorrason, 27.1.2017 kl. 22:56

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - það voru alþingskosningar 29 okt. og eftir mikil fundarhöld öxluðu 3 flokkar pólitíska ábyrð og mynduðu meirihlutastjórn.

Það má alveg ræða kosnignakerfið, ég styð 1 maður 1 atkvæði.

Það er ekki hægt að ræða um fjölmiðla án þess að minnast á  Rúv  - skylduáskriftina, ef það eru 80 % þjóðarinnar sem vilja borga fyrir Rúv þá er málið leyst og þá sleppa þessi 20 % við að borga sem hafa engin áhuga á efni sem þar er.

Óðinn Þórisson, 28.1.2017 kl. 00:24

5 identicon

Kristján Þór mun ekki gera neitt. Kristján Þór er áskrifandi að laununum sínum og hefur verið lengi. Skil ekki hvers vegna Sjálfstæðismenn eru að púkka uppá þennan ónytjung.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 28.1.2017 kl. 01:22

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður Helgi - ég held að flestir séu sammála um að KÞJ hafi staðið sig vel sem heilbrigðisráðherra, a.m.k voru laun lælna og hjúkrnarfræðinga hækkuð í hans ráðherratíð.

Kristján Þór er nýtekinn við sem ráðherra menntamála, við skulum gefa hoonum séns að vera hægri menntamálaráðherra, þvi miður vildi/tóksst Illuga ekki að taka á Rúv.

Óðinn Þórisson, 28.1.2017 kl. 09:16

7 Smámynd: Baldinn

Þetta með skylduáskrift að þá er það nú þannig að maður ræður ekkert hvaða skatta maður greiðir.  Ég t.d. á ekki barn.  Á ég þá að fara fram á að ég greiði ekki fyrir leik- og grunnskóla með sköttunum mínum.  Tölum þá um ríkistrúnna.  Ég er ekki kristinn, er trúlaus.  Samt þarf ég að greiða fyrir þá vitleysu.

Það er búið að benda þér á það oft Óðinn að það er varla gerlegt að selja Rás 2.  Hvað ætlar þú að selja, Starfsfólkið.

Spilltir stjórnmálaflokkar og þeyrra fylgjendur þola illa að geta ekki stjórnað umræðunni og hvað fjölmiðlar segja.  Sjallar og Framsóknarmenn margir bölva RUV mikið.  Það eitt segir okkur hinum að RUV er að gera eitthvað rétt.  Það fer líka lítið fyrir rökum eða að þessir aðilar geti bennt á einhver sérstök dæmi um að RUV gæti ekki hlutleysis í sinni umfjöllum.

Gott dæmi um þetta er umfjöllun RUV um ESB.  Þar hefur þessi hópur haft hátt um að RUV sé ESB sinnuð.  Síðan tók Credid info að sér að greina þessa umfjöllun yfir lengri tíma.  Niðurstaðan var að mun fleirri neikvæðar fréttir voru fluttar um ESB á þessu tímabili sem greint var.

Mjög margir sem gagnrýndu RUV út af þessu máli halda bara áfram með sömu gagnrýni þrátt fyrir þessar upplýsingar.

Ég mæli með því Óðinn að þú farir bara í kirkju á þeim tíma sem fréttir RUV eru fluttar.  Ég get fullyrt að nóg er plássið í þeim húsum og sætið niðurgreitt af mér meðal annars.

Ég vill hafa RUV og hryllir við þeirri hugsun ef ég hefði ekki þann möguleika að geta horft eða hlustað á það efni sem þar er boðið upp á.

Annars ert þú ágætur Óðinn, samt mjög fyrirsjáanlegur en ég er það eflaust líka.

Baldinn, 28.1.2017 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband