29.1.2017 | 12:36
VG alltaf verið andsnúnir Bandaríkjunum
VG hefur alltaf talað gegn vestrænni samvinnu og hefur alltaf stillt sér upp gegn Nató og Bandaríkjunum.
Þetta er sama kommaliðið og labbaði Keflavíkurgönguna á sínum tíma og öskraði ísland úr Nató herinn burt.
Það er sjálfsagt að utanríkisnefnd fundi og utanríkisráðherra mæti á þann fund og ræði það sem Trump er buinn að gera og ætlar eða ætlar ekki að gera.
Utanríkismálanefnd ræði aðgerðir Trumps | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En aðal málið er nú samt að þessi tilskipun Trump er algjörlega gagnstætt stefnu ríkisstjórnarinnar í innflytjendamálum svo það er eðlilegast að hún mótmæli þessum gjörningi eins og allar aðrar vestrænar þjóðir.
Jósef Smári Ásmundsson, 29.1.2017 kl. 16:40
Jósef Smári - Trump var kjörinn til að taka á þessum málum í BNA.
Óðinn Þórisson, 29.1.2017 kl. 17:03
hefurðu eitthvað spáð í Sameinuðu þjóðirnar Óðinn. Á að meina fulltrúum þessara þinga að sækja allsherjarþingið? Og ætlar Trump að meina íslenskum ríkisborgurum sem eru ættaðir frá þessum löndum og eru kannski múslimar að koma til Bandaríkjanna? Svo talar þú eins og okkur komi þetta ekkert við.
Jósef Smári Ásmundsson, 29.1.2017 kl. 17:38
Jósef Smári - þessi tilskiptun á við alla sem heyra undir hana, hvort þeir séu frá ísl eða öðrum þjóðum.
Óðinn Þórisson, 29.1.2017 kl. 18:30
Var ekki einn leiðtogi kosinn í Evrópu upp úr 1930 til að taka til í sínu landi ? Byrjaði ekki sá að úthúða/mismuna einum kynþætti á kostnað annarra ? Kannski mun leiðtogi höfundar afnema lýðræðið líkt og þessi sem lést í Berlín í júní 1945.
Ekki hugnast mér aðgerðir DJ Trump.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 29.1.2017 kl. 18:32
Sigfús Ómar - þessi samlíking þín er ekki boðleg.
Óðinn Þórisson, 29.1.2017 kl. 19:28
afhverju er hún ekki boðleg ? Er sannleikurinn sár ? Auðvitað eru DJ Trump að mismuna fólki eftir trúaskoðunum (auðvitað er hann svo að í krafti valds síns, að brjóta stjórnarskrávarin réttindi þeirra sem hafa nú þegar landvistarleyfi [enda einn dómstóll búinn að vísa banninu frá]).
Líkt og hann vinnur nú, þá með forsetatilskipununum [sem forseti hefur rétt á en dreifir ekki eins og fríum pizzum á útvarpsstöð] dag eftir dag, þá er hann að fara framhjá löggjafarvaldinu, sem hann er hluti af, er ekki einráður.
Því má ætla að markmið hans sé það sama og átrúnaðargoð margra hér gerði í Þýskalandi, að afnema lýðræði og stýra með ótta.
Því á þessi samlíking algerlega við, að mínu mati.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 29.1.2017 kl. 19:40
Sigfús Ómar - hvaða sannleikur, það hafa ýmsir í gegnum tíðina talið sig vera boðbera hins eina sanna aannleika, það á ekki við hér frekar en hjá öðrum.
Trump var kjörinn vegna þess að hann sagðist ætla að gera ákveðna hluti, það sem hann er að gera ætti ekki að koman neinum á óvart frekar en hvað VG myndi gera kæmust þeir aftur í ríkisstjórn.
Hann er að fara mjög bratt í þetta, hann nálagst málið eins og rekstur fyrirtækis sé að ræða og með þessum tilskiptunum er hann að styrkja stöðu sína, hvort sem þér eða örðum líkar við aðferðir hans eða ekki.
Óðinn Þórisson, 29.1.2017 kl. 20:26
,,uðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, telur það fjarri lagi að bann við komu flóttafólks og íbúa ákveðinna ríkja sé besta leiðin til að tryggja öryggi Bandaríkjanna, sem er yfirlýst markmið tilskipunarinnar.
„Hún er svo þvert á það sem við eigum að venjast frá Bandaríkjunum. Bandarísk þjóð er ung þjóð, samastendur af stórum hluta, jafnvel stærstum hluta, af innflytjendum,“ sagði Guðlaugur í sjónvarpsfréttum RÚV.
Kallar þetta ekki á mjög hörð viðbrögð stjórnvalda hér?
„Ég er nú búinn að láta í mér heyra fyrir hönd íslenskra stjórnvalda frá því í morgun og í allan dag. Við munum koma þessum skilaboðum okkar og athugasemdum og mótmælum skýrt á framfæri við bandarísk stjórnvöld með réttum leiðum. Það er augljóst að við verðum ekki ein í því. Norrænir kollegar mínir - án þess að við höfum haft neitt samráð um það, það koma á sjálfu sér - hafa gert það líka,“ segir Guðlaugur."
http://www.ruv.is/frett/islensk-stjornvold-harma-tilskipun-trump
Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.1.2017 kl. 21:59
Ómar Bjarki - takk fyrir þetta copy/paste innlegg í umræðuna, var búinn að lesa þetta.
Óðinn Þórisson, 29.1.2017 kl. 22:25
Punkturinn er, að utanríkisráðuneytið er greinilega óssammála þér en sammála Katrínu.
Katrín tók í lurginn á sjöllum og skipaði þeim að haga sér eins og menn!
Þeir hlýddu allavega í bili.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.1.2017 kl. 08:38
Ómar Bjarki - í þessari færslu og ath.semdum hef ég ekki tekið afstöðu með Trump, heldur bent á hans stefnu og afstöðu VG gegn BNA.
Óðinn Þórisson, 30.1.2017 kl. 10:07
Já. Mér datt í hug að þú snarsnerist þegar yfirmaður þinn hefði snarsnúist.
Fyndnir einstaka sinnum sjallar.
Það er einstaka sinnum hægt að hlægja að þeim.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.1.2017 kl. 12:05
Ómar Bjarki - lesu færsluna og svo svör mín við ath.semdum og gerir þú þér grein fyrir hvað ég er að tala um , hefur ekkert með afstöðu GÞÞ að gera.
Katrín Jak. er andsnúin aðild islands að Nató og hefur alltaf talað gegn BNA enda er hún sósíalisti.
Óðinn Þórisson, 30.1.2017 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.