Tökum afstöðu með frelsi í verslun - sjá mynd

áfengiÞað er min skoðun að ríksverslun með sölu á áfengi sé úrelt fyrirkomulag.

Það eru löngu tímabært að breyta þessu verslunarformi og gefa öðrum tækifæri til að selja þessa vöru.

Það eru borgarleg réttindi að fólk fái að kaupa þessu vöru annarsstaðar en Vín ( ÁTVR - verslanirnar þar sem gluggar eru þannig að allir geti séð vörunar.

Vín ( ÁTVR ) - verslanirnar hafa farið í mikla aulýsingaherferð og stígið skref til að markaðssetja sig betur.

Ríkið sér ekki um rekstur Lyfjaverslana á íslandi og því spyr ég hversvegna á það ekki sama um sölu á þessari vöru.


mbl.is „Æi, elsku Brynjar minn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég get verið sammála því sjónarmiði að ríkisrekstur með sölu áfengis sé úrelt, en ég sé ekki nokkuð sem mælir með því að áfengi verði selt í matvöruverslunum,það væri bar skref afturábak.  Miklu nær væri bara hreinlega að afnema einkarétt ríkisins á áfengissölu og bjóða núverandi rekstur út.

Jóhann Elíasson, 5.2.2017 kl. 12:40

2 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Sé ekki tilgangin, frekar en að einkaaðilar fái að kaupa fasteignir ríkisins til leigu til ríkisins, sem gafst svo vel í Reykjanesbæ, eða hitt þá heldur. Ertu alger pilsfaldarkapitalisti Óðinn? Sérðu aldrei gróðaleið nema gegn um ríkið?

Jónas Ómar Snorrason, 5.2.2017 kl. 12:47

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er ekki Óðinn sem vill bjóða þetta út. Það er Jóhann Elíasson.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.2.2017 kl. 14:40

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - sala lyfja er alfarið í höndum einkaaðila, það sem ég sé er vínversalnir en ekkert sérstaklega að fólk geti nálgast þetta í Hagkaup nema búið aé að innrétta og skerma áfengið vel frá öðrum vörum en er ekkert sérsaklega hrinn af því að bjóða þennan rekstur út.

Óðinn Þórisson, 5.2.2017 kl. 15:27

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - ég er talsmaður þess að minnka aðkomu ríkissins á sem flestum sviðum en ekki eins og vinstri - menn sem vilja að ríkið sé allt í öllu.

Óðinn Þórisson, 5.2.2017 kl. 15:31

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þórsteinn - rétt ábending til Jónas Ómars.

Óðinn Þórisson, 5.2.2017 kl. 15:32

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég get ekki séð að áfengisdrykkja í þeim löndum sem ég hef átt heima í sé eitthvað meira vandamál og áfengi er á boðstólnum í matvælaverslunum þar.

Ef eitthvað er, þá tel eg að áfengisdrykkja sé vandamál á Íslandi, þrátt fyrir að áfengi er ekki á boðstólnum í matvælaverslunum.

Okkur var sagt að ef bjórdrykkja væri gerð lögleg á Íslandi, þá færi landið á algjört fyllirí og yrði þannig um aldur og ævi.

Reindin varð önnur, ef eitthvað gerðist, þá hefur Vínmenning batnað á Íslandi, eftir að bjórinn var leifður.

Frjalst söluleyfi held ég að komi ekkert til með að breyta áfengisdrykkju Íslendinga og ég held að fólk sé alveg treystandi til að fara með frjálst val á áfengi með ábyggilegan hátt.

Treystum almenningi og hættum að láta siðapostula taka ákvarðanir fyrir almenning.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.2.2017 kl. 16:24

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - ef aðrar þjóðir eins og Fra, Þýsk o.fl þjóðir geta haft áfengi í almennum matkvöru - verslunum þá sé ég enga ástæðu fyrir því að það geti ekki verið eins hér á landi.

 


Hér á landi getur þú keypst bjór t.d í Ikea, flestum veitingastöðum og það þarf bara núna að taka þetta lokaskef, loka Átvr - verslununum og hér gætu komið upp flottar sérverslanir með áfengi, osta o.sfrv. 

Sammmála leyfum fólki að ákveða þetta sjálft, boð og bönn virka ekki í þessu, frelsi í verslun skiptir öllu máli.

Óðinn Þórisson, 5.2.2017 kl. 17:16

9 identicon

Einu sinni var mjólk bara seld í mjólkurbúðum,en svo fór hún í matvöruverslanir. Það sama ætti að gilda um annan vökva.  

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.2.2017 kl. 19:39

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég er líka með því að svokölluð eiturlyf eigi að vera til sölu á frjálsum markaði t.d. í sjoppum.

Það á að treysta fólki að það geri það sem því er fyrir beztu, en því miður þá eru alltaf einhverjir sem að detta í ofurneyslu, hvort sem að það er frjáls sala eða hreinlega bannað að selja.

Frelsi til að velja og sinna er það sem á að vera númer eitt.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.2.2017 kl. 19:57

11 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Óðinn, vandamálið hjá þér er það að fara að flokka fólk vinstri-hægri þegar engin eru rökin. Ég er viss um að ég sé ekkert minni hægri maður en þú, bara hart á litið. Ég t.d. flokka ekki pilsfaldarkapitalisma sem hægri, heldur öfugan vinstri væng, sem þíðir í raun ekkert. Þeir eru afætur, skapa ekkert, nema þá sjálfum sér oftast á kostnað samborgara sinna. Það má vel vera að þér þyki það ekkert mál, en að sama skapi ekki tilbúinn að taka hugsjónina alla leið. Ég er til í það, en ert þú til í það. Mér er það til efs, því á sumum sviðum ertu argasti kommúnisti, þannig að ríkið hlutist til, að halda verndarhendi yfir vissum atvinnugreinum, örfáum til heilla. Hvað er þetta annað en argasti pilsfaldar kommúnismi. 

Jónas Ómar Snorrason, 5.2.2017 kl. 19:59

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú ert enn að rífast við rangan mann Jónas Ómar laughing

Þorsteinn Siglaugsson, 5.2.2017 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 888608

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband