Sorgleg afstaða ríkishjúkurnarfræðinganema

Þessir hjúkrunarfræðinemar fóru í ríkisháskóla og hafa þvi verið kostaðir í gegnum  nám sitt í af skattborgunum þessa lands.

Það er fyrirsjánlegur skorur á hjúkrunarfræðingum á næstu árum og ljóst að þetta fólk ætlar ekki gefa neitt til baka til skattgreiðenda að afloknu námi. 

Ég hef talað fyrir því meðan þetta ástand er að skylda þessa ríkishjúrunarfræðinga til að starfa ákveðin fjölda ára á LSH. , borga til baka fyrir ríksstyrkt nám.

Kannski var betra þegar hjúkrunarfærðingar voru hjúkrunarkonur/menn en ekki fólk sem vildi fara í flugfreyjubúning og afgreiða kaffi.


mbl.is Hjúkrunarfræðinemar ekki til Landspítalans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Þór Jónsson

Ég hélt að sjálfstæðis menn vildu ekki ríkisafskipti af atvinnulífinu, eða er það bara þegar það hentar þeim.

Ekki hef ég heirt svona talað um aðrar stéttir, það er mjög mikið af fólki sem starfar á spítala sem tengist klíník ekkert, og á þá að neiða fólk sem útskrifast úr þeim greinum að vinna þar líka?

Landspítalinn er ekki eina sjúkrahúsði á Íslandi og þetta fólk getur alveg verið á leið út á land, eða á bara að neiða fólk til að vinna á landspítalanum.

Ingi Þór Jónsson, 11.2.2017 kl. 09:46

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það eru fleiri stéttir sem eru menntaðar í Háskóla Íslands en eru samt að vinna út á almenna markaðinum. Verkfræðingar til dæmis. En ég er á þeirri skoðun að menntun fólks eigi að vera kostuð af þeirri stétt sem menntunin tilheyrir og að hluta til af þeim sjálfum. Ekki af almenningi.

Jósef Smári Ásmundsson, 11.2.2017 kl. 10:48

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ingi Þór - sjálfstæðismenn vilja sem minnst ríkisafskipti af atvinnulífinu og hefurhann verið eini flokkurinn sem hefur þorað að tala um meiri einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Klíníkin í Ármúla.

Þeir sem eru núna að úrskrifast sem flugmenn með flugpróf hafa borgað allan pakkann sjálfir en þessir hjúkrunarfræðinemar sem núna eru að útskrifst eru að gera þeð með hjálp skattgreiðenda , þarna er grundvallarmunur.

Er ekki að tala um að neyða einn eða neinn til að vinna hér eða þar, vandinn er hinsvegar sá að það er fyrirsjánlegt gríðarlegur skortur á hjúkrunarfræðingum og meðan þetta fólk ætlast til að ég sem skattgreiðandi borgi þeirra nám vil ég vita að þetta fólk ætli að hugsa um mig ef ég verð veikur, ef ekki getur þetta fólk bara borgað sitt nám sjálft og unnið svo við að afgreiða kaffi um borð í flugvélum WOW air eða Icelandir.

Óðinn Þórisson, 11.2.2017 kl. 11:09

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Ingi - það er ekki fyrirsjánlegur skotur á verkfræðingum. 

Landsspítalinn er Háskólasjúkrahús, þarna fá hjúkrunarfræðinemar þjálfun og reynslu undir handleiðsðlu hjúkrunarfræðinga og hvað ætlar þetta fólk svo bara að þiggja allt frá skattgreiðendum og fara svo í eitthvað allt annað, þetta gengur ekki uppp.

Óðinn Þórisson, 11.2.2017 kl. 11:12

5 identicon

Þetta fólk hefur flest fórnað aleigunni sinni fyrir námið sitt, þau skulda ríkinu ekki neitt. Auðvitað ráða þau sig til starfa þar sem þau fá viðunandi laun. 

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 11.2.2017 kl. 13:32

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður Helgi - þú horfir ekki á málið út frá þeim staðreyndum sem ég tala hér um t.d ríkisháskólanám vs. flugnám auk þess að það fyrirliggjandi hjúkrunarfræðingaskortur á LSH.

Óðinn Þórisson, 11.2.2017 kl. 13:45

7 identicon

Og þú ert að hunsa það sem hann Sigurður er að segja Óðinn. Ríkið greiðir jafnt fyrir allt háskólanám í viðurkenndum Háskólum á Íslandi en þú ert að leggja sérstaka áherslu á að krefja eina stétt um að lúfsa á réttindum sínum, atvinnufrelsi, til þess að ríkið geti sparað sér launakostnað.

Afhverju ætti ríkið þá ekki að gera svipað með allar þær stéttir sem það styrkir námið fyrir: lögfræðinga, verkfræðinga, efnafræðinga, lífræðinga og tungumálasérfræðinga. Ímyndaðu þér hvað ríkið gæti sparað með því að neyða þetta fólk að vinna fyrir sig.

Og varðandi flugmenn, ríkið styrkir þá líka með því að gera þeim kleift að taka hagstæðustu lán sem möguleg eru á Íslandi, námslán í gegnum LÍN. Þar að leiðandi er það dálítið kjaftæði að halda því fram að flugmenn stundi nám sitt eingöngu á sínum forsendum.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.2.2017 kl. 16:03

8 identicon

Og já Kliníkin er ekki einkarekstur, það er pilsfaldar kapitalismi þar sem starfseminn er niðurgreidd af ríkinu. Einkavæðum gróðan og ríkisvæðum tapið.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.2.2017 kl. 16:04

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elfar Aðalsteinn - rétt eins og Sigurður Helgi þá skautar þú því miður líka framhjá það sem skiptir öllu máli fyrir framttíð LSH.

„Vandamálið er að fólkið kýs önnur störf, sérstaklega hjúkrunarfræðingar eins og við lesum um í blöðum nánast daglega.“
Landlæknir.

Þetta verður að stoppa , annars er þetta LSH - dæmi búið og skoða verður verulega breytingu á rekstarformi heilbrigðiskersins.

Óðinn Þórisson, 11.2.2017 kl. 17:45

10 identicon

Já, hjúkrunarfræðingar eru að kjósa að fara í önnur störf, eins og stjórnarskrárvarin réttur þeirra leyfir þeim.

Þín lausn á því vandamáli, lögbundið þrælahald fyrir eina ákveðna stétt, er ekki lausn heldur yrði það siðasta hálmstráið þar sem engin mundi skrá sig í nám þar sem þeir vita að þeir verði bundnir í að vinna í einhver ár án þess þess að ráða kjörum sínum eða vinnuumhverfi. Sérstaklega vitandi það að engir aðrir nemar í íslenskum háskóla sem fá nákvæmlega sömu styrki frá ríkinu þurfa ekki að færa neinar slíkar fórnir fyrir sitt nám.

Ég hefði haldið sjálfstæðismaður mundi skilja þetta eða er það eina sem skiptir þig máli þitt eigið persónufrelsi og þínir eigin hagsmunir?

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.2.2017 kl. 18:11

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elfar Aðalsteinn - ríkisháskóli er ekki eina leið fólks til að ná sér í menntun, það eru flottir einkaskólar t.d í BNA sem skila góðum prófum fyrir viðkomandi.

Það er rangt hjá þér og vart boðlegt að halda því fram að ég sé að boða eitthvað lögbundið þrælahald.

Eru það einhverjir perslónulegir hagsmunir mínir að veikt fólk sem leggst inn á LSH fái hjúkrun ?

Óðinn Þórisson, 11.2.2017 kl. 19:33

12 identicon

Það sem þú ert að mæla með Óðinn er vistarband e. indentured servitude sem er form af þrælahaldi. Það að skylda einstaklinga um að vinnu á kjörum sem þeir hafa ekkert að segja um án þess að hluteigandi eigi rétt á að hætta til að greiða í þessu dæmi ímyndaða skuld er vistarband og er siðferðislega séð, viðbjóður.

Þessi skylda mundi ekki gera neitt nema fæla fólk frá náminu og auka ergju þeirra sem fyrir eru og þannig flýta fyrir endanlegu hruni stétt íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Leið sem mundi ekki teljast hreint brot á móti stjórnarskránni væri til dæmis að samningsbinda hjúkrunarfræðinema til þess vinna á LSH eða öðrum stofnunum gegn því að á nokkrum árum fyrnast öll námslán þeirra eða þá að þeim eru greidd laun á námstímanum. Þú veist, greiða fyrir verkskylduna.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.2.2017 kl. 21:51

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elfar Aðalsteinn - ég hef ekki og myndi aldrei tala fyrir eða styðja neitt sem snýr að eins og þú orðar það þrælahald og er þetta beinlíns dónaskapur í minn garð að gera skrifa svona en ég þú hefur rétt á þinni skoðun á mér þó svo að hún standist enga skoðun.

LSH er í vanda varðandi hjúkrunarfræðinga í framtíðinni, þetta fólk sem skrifar þessa ályktun er í fullum rétti til þess og á að láta í sér heyra en á mói hef fullt leyfi til þess að hafa mínar skoðanir á henni.

Við erum í grunninn sammála um það kerfi sem verið erum með en það að ef nýjir hjúkrunarfræðingar ætla ekki að vinna á LSH í framtíðnni er ekki góð fyrir framtíð sjúkrahús allra landsmanna.



Óðinn Þórisson, 11.2.2017 kl. 22:27

14 identicon

Engin er að banna þér að hafa skoðun. Bara að benda á galla hennar.

Og til að leysa það vandamál sem er í gangi er ekki hægt að setja plástur á sýningarmynd vandamálsins (hjúkrúnarfræðingar vilja ekki vinna þarna) með því að neyða þá til þess. Eina leiðin er að leysa rót vandans.

Til dæmis er hér hugmynd

    • Hvert er vandamálið?

      • Hjúkrunarfræðingar vilja ekki vinna á LSH.

      • Hvers vegna? (það sem ég heyri oftast í fréttum allavegana)

        • Laun?

        • Álag?

        • Áhætta?

        • Fleira?

        • Hvernig er hægt að leysa málin?

          • Hærri laun, breytt vaktarfyrirkomulag eða annars konar umbunanir.

          • Fjölga hjúkrunarfræði stöðugildum til að minnka álag, ginna fleiri í hjúkrunarfræði nám með fjárhagslegum verðlaunum. Bara að benda á það að HI, HA framleiða ekki nærði því nógu mikið af hjúkrunarfræðingum per ár miðandi við fjölda núverandi hjúkrunarfræðinga sem fara á ellilífeyri á næstu 10-15 árum.

          • Breyta hegningarlögum þannig að heilbrigðis starfsfólk sé ekki í hættu fyrir manndráp ákærur svo lengi sem þau sýndu ekki af sér glæpsamlegt gáleysi (vímuefnaneysla til dæmis).

          • ?

          Þetta kostar allt pening en ef lausnin verður að vera ókeypis þá getur þetta ekki talist það mikið vandamál er það...

          Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.2.2017 kl. 23:33

          15 Smámynd: Óðinn Þórisson

          Elfar Aðalsteinn - það þarf að tækla fyrirsjáanlegan skort hjúkrunarfræðinga á LSH . Háskóasjúkrahús - sjúkrahús allra landsmanna - ef ekki veriður tekið á þessum málum er ljóst að LSH er nánast búið og eins og ég hef sagt þá er rétt að skoða breytt rekstarkerfi heilbrigðiskerfsins.

           

           

           


          Ég spyr einnar sprningar hér í lokin, fólk sem fer í 4 ára hjúkrunarfræðinmám, klárar og fer svo sem flugfreyjur hjá Icelandair og Wow air, hversvegna fór þetta fólk í þetta háskólanám. var ekki humgyndin að hjúkra hinum veiku eða er þetta nám bara hugsað sem stökkpallur að fá að afgreiða kaffi um borð í farþegaflugvélum. ?

          Þetta mél er mér ekkert heilsagt heldur bara þetta , skrifa færslu um þessa ályktun þessar hjúkrunarfræðinema og fá umræðuna - þetta er ekki í fyrsta sinn sem hjúkrnarfræðinemar á síðasta ári skrifa svona ályktun, verður þetta árlegt í framtíðinni frá nemendum sem eru að klára ?

          Óðinn Þórisson, 12.2.2017 kl. 00:11

          16 Smámynd: Óðinn Þórisson

          Hjúkrunarfræðingar við LSH eru að vinna frábært starf og ber ég mikla viðringu fyrir vinnu hjúkrunarfræðinga.

          Það er von mín að það finnist lausn á þeim vanda sem fyrirsjánlegur er varðandi skort á hjúkrunrræðingum því án þeirra verður engin LSH.

          Óðinn Þórisson, 12.2.2017 kl. 08:36

          Bæta við athugasemd

          Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

          Um bloggið

          Óðinn Þórisson

          Höfundur

          Óðinn Þórisson
          Óðinn Þórisson

          Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

          Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

          Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

          Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

          Styð heilshugar baráttu Ísraels.

          Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
          Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

           

          Spurt er

          Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
          Nóv. 2024
          S M Þ M F F L
                    1 2
          3 4 5 6 7 8 9
          10 11 12 13 14 15 16
          17 18 19 20 21 22 23
          24 25 26 27 28 29 30

          Nýjustu myndir

          • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
          • Donald Trump 1
          • Ísrael stend með
          • Halldór Jónsson
          • Samfylkingin 2006

          Heimsóknir

          Flettingar

          • Í dag (22.11.): 0
          • Sl. sólarhring: 4
          • Sl. viku: 48
          • Frá upphafi: 0

          Annað

          • Innlit í dag: 0
          • Innlit sl. viku: 39
          • Gestir í dag: 0
          • IP-tölur í dag: 0

          Uppfært á 3 mín. fresti.
          Skýringar

          Innskráning

          Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

          Hafðu samband