Svartur dagur fyrir þjóðina 28.10.2010

"Helgi Hjörvar, Samfylkingu, vill ákæra Geir Haarde en enga aðra. Magnús Orri Schram, Samfylkingu, vildi ákæra alla nema Björgvin G. Sigurðsson. Mörður Árnason, Samfylkingu, vildi ákæra alla en sat hjá þegar greidd voru atkvæði um Björgvin G. Sigurðsson. Heldur vildi Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingu, ekki heldur ákæra Björgvin en alla aðra.  Sömu sögu er að segja af Valgerði Bjarnadóttur og Skúli Helgason vildi aðeins ákæra Geir Haarde."

Samfylkingin lék ljótan leik þennan dag og flokknum til ævarandi minntunnar. 

Sammála Guðna Th. forseta að leggja þetta niður þannig að flokkur eins og Samfylkiniing fái aldrei þetta tækifæri aftur.

Ég skyldi sósíalistana mjög vel þeir vildu pólitísk réttarhöld og hvað snýr að Eygfló Harðardóttur verður hún að eiga það við sjálfa sig hennar lágkúrulega framkomu í þessu máli og sama má segja um Sigurð Inga.


mbl.is Vill leggja landsdóm af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

í öllum þessum ákærum greiddi helmingur eða meirihluti þingmanna Samfylkingarinnar atkvæð gegn ákæru. Hæst hlutfall þeirra greiddi atkvæði með ákæru á Geir Haarde en þá greddu 10 af 20 þingmönnum hennar þar með talið allir ráðherrar hennar atkvæði á móti ákæru. Hærra hlutfall þingmanna VG, Framsóknrflokks og Hreyfingarinnar greiddi atkvæði með ákæru.

En endilega haltu áfram þessari sögufölsun þinni til að koma höggi á Samfylkinguna.

Sigurður M Grétarsson, 6.3.2017 kl. 08:17

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M - Jóhanna var formaður á þessum tíma, gat eða vildi hún koma í veg fyrir þessa niðurstöðu þingmanna sinna, þessu fáum við aldrei svarað.

Þessi atkvæðagreiðsla verður alltaf hluti af vondri sögu Samfylkingarinnar sem núna er með 3 þingmenn, hversvegna ætli það sé ?

Óðinn Þórisson, 6.3.2017 kl. 10:49

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jóhanna greiddi sjálf atkvæði á móti málsókn en hún réði bara sínu atkvæði. Það var aðeins Sjálfstæðisflokkurinn þar sem hærra hlutfall þingmanna greiddi atkvæði gegn málsókn. Af hverju er þetta þá ljótur blettur á Samfylkingunni? Er það ekki lýðræðislegasta leiðin í svona máli að hver þingmaður greiði atkvæði eftir eigin sannfæringu í stað þess að setja einhverja flokkslínu?

Sigurður M Grétarsson, 6.3.2017 kl. 11:34

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M - það er ekkert lýðræðsilegt við að samþinmenn reyni að kom öðrum þingmönnum í fangelsi eins og SJS, Katrín Jak. Birgitta o.fl reyndu að gera.

Sjálfstæðisflokkurinn var eini flokkurinn stóð heill gegn pólitískum réttarhöldum.

Óðinn Þórisson, 6.3.2017 kl. 12:00

5 Smámynd: Pétur Kristinsson

Mín vegna hefði mátt taka Geir og Davíð og loka þá inni. Menn sem nýttu sér hrunið til þess að moka peningum til vina sinna í Kaupþing og hjálpuðu svo vel völdum flokksgæðingum við að koma peningum til skattaparadísa. Bjarni Ben nýtti sér svo innherjaupplýsingar við að koma sínum fjármunum út úr Íslandsbanka með upplýsingum sem hann og fjölskylda hans nýtti sér. Mín vonbrigði voru þau að þessir menn hefðu sloppið við réttmæt réttarhöld. Furðulegt að sjá vel gefið fólk pósta um fólk sem svo augljóslega nýtti áhrif sín til misgjörða á kostnað þjóðarinnar á meðan að heiðursfólk úr samfylkingu og VG reyndi að fá réttlætinu fullnægt.

Pétur Kristinsson, 6.3.2017 kl. 14:40

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Pétur - nú var það þannig að GHH var fundinn sekur um að halda ekki fundi, meira var það ekki sem sósíalistar fengu út úr þessu.

Við erum með lög í þessu landi, ef þú brýtur þau þá erum við með réttarkerfi en það að þingmenn reyna að senda pólitískan andstæðing í fangelsi er eitthvað sem við þekkjum ekki í vestrænum löndum sem við viljum bera okkur saman við.

Eg er sammála Guðna Th. forseta um að það eigi að leggja niður landsdóm, hann er úreltur.

Óðinn Þórisson, 6.3.2017 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband