2.4.2017 | 12:58
Ekki hægt að treysta lækni sem lokar neyðarbraut
Læknirinn Dagur B. Eggertsson sem í dag er borgarstjóri Reykjavíkur fyrir Samfylkinguna lét loka neyðarbrautinni auk þess sem hann gaf yfir 60 þús einstaklingum puttann varðandi undirskriftarsöfnun um að Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram í Vatnsmýrinni.
Því má ekki gleyma því að Dagur B. var varaformaður Samfylkingarinnar þegar ákveðið var að fara í pólitík réttarhöld yfir GHH.
Það eru borgarstjórnarkosningar vorið 2018 og þar verður Dagur B. að falla sem borgarstjóri.
Dagur: Mér finnst þetta ódýrt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:01 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innaríkisráðherra Sjálfstæðisflokks var settur í það að koma með úrræði við fyrirsjáanlegri lokun neyðarbrautarinnar. Engar tillögur komu.
Tiltölulega auðvelt er að lengja neyðarbrautina út í sjó með uppfyllingu og leysa málið þannig, en það var ekki gert heldur fjasað og fjasað um málið.
Dagur þarf að vinna nýtt land á góðu svæði undir lóðir því Sjálfstæðimenn eru alltaf að skamma hann fyrir lóðaskort.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 2.4.2017 kl. 16:34
Þorsteinn - bæði þessi og fyrrv. borgarstjórnarmeirihluti hefur unnið markvisst að því að loka Reykjavíkurflugvelli þrátt fyrir ítarleg rök liggja fyrir um að loka honum ekki.
Dagur B. hefur ekki sýnt neinn sáttavilja í þessu máli, hann ber mikla ábyrð á stöðunni sem er uppi varðandi Reykjavíkurflugvöll allra landsmanna.
Lóðaskortsstefnan er frá R - listanum og hafa vinstri - menn farið með stjórn borgarinnar síðustu 20 ár fyrir utan um 3.ár og þurfa borgarleg öfl að taka aftur við stjórn borgarinnar vorið 2018.
Óðinn Þórisson, 2.4.2017 kl. 18:23
Talandi um að fara í manninn en ekki boltann. Getur þú ekki rökrættu það sem Dagur segir í þessu viðtali án þess að fara út í ómerkilegt skítkast í garð Dags og að við halda þeirri sögufölsun að Samfylingin hafi staðið að lándsókskærunni á hendur Geir Haarde?
Í fyrsta lagi er lokun neyðarbrautiarinnar einmitt hugsuð til að ná í byggjnlalóðir á góðum sað í borginni þennig að hún er ekki að þvælast fyrir.
Það er kjafæði að lóðskortur í dag sé frá R listanum. Frá hruni þangað til nýlega hefur verið nægt framboð af lóðum og nánast allir verktakar eru með fjölbýlishúsalóðir sem þeþir eru að byggja á núna. Það er fyrst og fremst tafsamt skipulegsferli við þéttingu byggðar, sem var samþykkt af samtökum sveitafélaga á höfuðborgasvæðinu af öllum sveitafélögum þar en þar er Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta í öllum nema Reykjavík. Þetta er því ekki ákvörðun Reykavíkurborgar að fara ekki út fyrir núverandi þéttbýli heldur einungis skipulegga inn á við.
Það versta sem gæti komið fyrir bogrina er að Sjálfstæðisflokkurinn kæmist þar til vadla miðað við málflutning þeirra í skipulagsmálum sem eru leið 20 aldrarinnar sem hefur hlotið skipbrot, sem er ástæða þess að 7 bæjarfélög þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meiri hltua í 6 þeirra eru einhuga um að fara ekki þá leið að halda áfram að þenja byggðina út.
Hvað varðar kæru á hendur Geir Haarde fyrir Landsdómi þá er það sölgufölsun að kenna eða þakka Samfylkngunni fyrir hans. Það var fagnefnd sem var skipuð af Alþingi sem lagði þá kæru til og síðan var það þverpólitísk nefnd á vegum Alþingis sem ákvað að fara eftir þeirri ráðleggingu en bæta einum sakborningi við það er Ingibjörgu Sólrúnu. Meirihluti þingmanna Samfylingarinnar greiddi atkvæði gegn málshöfðun á hendur Geir Haarde eða 11 af 20 þingmönnum flokksins. Þar á meðal voru allir ráðherrar flokksins og þar með allir leiðtogar flokksins aðrir en varaformaðurinn Dagur B Eggertsson sem var ekki á þingi og gat því ekki greitt aktkvæði. Eina ákvörðunin sem var tekin af flokknum var að taka ekki afstöðu í málinu heldur láta hvern þingmann fyrir sig taka ákvörðun út frá eigin sannfæringu.
Fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn var andstaðan við kæru mest hjá Samfylkingunni og voru það einu flokkarnir þar sem meirhluti þingmanna greiddu atkvæði gegn málshöfðun. Það voru 6 af 9 þingmönnum Framsóknarflokksins og allir þingmann VG og Hreyfingarinnar sem studdu málshöfðun. Það voru því fyrst og fremst þeir flokkar sem eru ábyrgir fyrir málshöfðuninni en ekki Samfylkingin þar sem meirihlut greiddi atkvæði gegn málshöfðun.
Það er því ekkert annað en SÖGUFÖLSUN að segja Samfylkinguna ábyrga fyrir ákæruni á Geir Haarde.
Sigurður M Grétarsson, 3.4.2017 kl. 08:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.