10.5.2017 | 07:14
Rauði meirihlutinn og gatnakerfi Reykjavíkurborgar
Götur Reykjavíkur eru bara ekki illa farnar heldur er orðið verulega erfitt vegna þrengina og lokana að keyra um borgina.
Aukin mengun verður í Reykjavík þar sem bílar eru stopp núna í löngum röðum á Miklubraut.
En þetta er jú víst allt gert í nafn betri " almenningssamgangna "
Geirsgata lokuð tímabundið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 888611
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessar framkvæmdir við Geirsgötu hafa ekkert með almenningssamgöngur að gera.
Framkvæmdirnar við Miklubraut tengjast vissulega almenningssamgöngum, þ.e. verið er að búa til strætóakrein, það greiðir fyrir strætóumferð, sem greiður fyrir annarri umferð líka í leiðinni. Líka verið að laga göngu- og hjólastíga og bæta götulýsingu.
Einar Karl, 10.5.2017 kl. 11:52
Einar Karl - Ólafur Guðmundsson hjá FÍB mætti í viðtal í Bítinu í morgun. Hlutaðu á það viðtal.
http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP54362
Óðinn Þórisson, 10.5.2017 kl. 12:27
Ekki gleyma að hluti framkvæmdanna við Miklubraut felast í því að búa til hljóðmön milli götunnar og Hlíðahverfis sem er löngu orðið nauðsynlegt vegna umferðahávaða frá Miklubraut.
Sigurður M Grétarsson, 10.5.2017 kl. 18:06
Það eru nokkrir hlutir sem Ólafur Guðmundsson virðist ekki átta sig á.
Í fyrsta lagi þá er það rangt hjá honum að ekki hafi verið gerð umferðamódel þó hugsanlega hafi þau sem gerð voru ekki verið eins nákvæm niður í smáatriði eins og hann nefndi. Þessir dönsku ráðgjafar sem hann nefndi hafa gert þetta með sama hætti og heima hjá sér auk þess sem Vegagerðin er með reiknilíkan í sambandi við bílaumferð.
Í öðtu lagi þá áttar hann sig ekki á því að það hefur reynst óvinnandi vegur að láta alla bílaumferð flæða í borgum því ef götur eru breikkaðar þá leiðir það til meiri bílaumferðar vegna þess að þá fer það mikið pláss undir umferðamannvirki að það þarf að byggja borgina dreifða sem eykur meðalvegalengdir auk þess sen ekki er hægt að halda úti almennilegum almennigssamgöngum við slíkar aðstæður. Því fer allt fljótt aftur í sama farið og umferðatafir aukast aftur. Niðurstaða ráðgjafa sveitafélaganna á höfuðborgarsvæðinu var sú að ef farin væri sú leið að breikka götur þá myndu umferðatafir þrefaldast til ársins 2040 þó varið væri 150 milljörðum kr. í breikkun gatna og mislæg gatnamót. Þetta er sama niðurstaða og verið hefur á flestum stöðum sem þetta hefur verið skoðað og þess vegna eru flestar borgir að stefna að því að auka hlut almenningssamgangna í umferðinni og þær ætla flestar að gera það með aukinni þéttingu byggðar.
Í þriðja lagi þá er umferð á stofnbrautum minni á sumrin en veturna og því eru sumrin rétti tíminn til að vera með framkvæmdir sem leiða til þess að það þarf að þrengja að umferð. Þess vegna eru þessar framkvæmdir sem hann talaði um á sama tíma það er yfir sumarið. Reynslan er sú að þessar umferðatafir sem þarna verða munu minnka þegar líður á sumarið bæði vegna minni umferðar og þess að ökumenn fara smátt og smátt að velja aðrar leiðir til að komast milli staða eða annan tíma en mesta annatimann.
í fjórða lagi þá eykur það verulega kostnað og þann tíma sem framkvæmdin tekur að áfangaskipta þessu og leggja bráðabyrðavegi eins og hann talar um. Þar sem reikna má með að umferðatafirnar minnki þegar líður á sumarið hafa menn komist að því að þeim peningum sé betur varið í áframhaldandi samgöngubætur.
I fimmta lagi þá standast ekki þessar tölur hans um þrefalda mengun. Það er ljóst að þá tölu miðar hann við að bílarnir gætu haldið jöfnum hraða ef þessar umferðatafir væru ekki til staðar en þannig verður það aldrei inni í borgum.
En ég er hins vegar sammála honum um að við ættum að skoða meira þann möguleika að setja stofnbrautir í stokk.
Sigurður M Grétarsson, 10.5.2017 kl. 18:46
Sigurður M - „Til hvers höfum við samgöngukerfi? Það er til að koma fólki og vörum á milli staða. Það er ekki til þess að koma þessum járnhylkjum sem heita bílar á milli staða.“
Hjálmar Sveinsson , þetta lýsir viðhorfi einstaklings sem ég tel að eigi ekki að koma nálægt að skipuleggja gatnakerfi höfuðborgarinnar.
Óðinn Þórisson, 10.5.2017 kl. 21:31
Sigurður M - vegna ath.semdar nr.5 þá finnst mér nauðsynlegt fyrir fólk að skylja það viðhorf sem er í rauða meirihlutanaum í garð einkabílsins.
Rauði meirihlutinn hefur sjálfur unnið að því að hér er dreifð byggð vegna lóðaskortsstefnu sem hefur verið í Reykjavík allt frá tíð R - listans.
Gatnakerfi borgarinnar er í dag nánst ónýtt, ekki hefur verið gert neitt undanfarin ár í að halda við gatnakerfinu, holur út um allt, götur þrengdar og lokað og út um alla borg og virðist engin skipulagning hafa farið fram nema þetta sé í raun ávörðun Hjálmars og félaga að skemma fyrir samgöngun sem mest , búa til umferðarteppur til að sína fram á hvað einkabílinn er vondur samgöngumáti.
Það er að sjálfsögðu erfitt að láta bílaumferð ganga ef það er einbeittur vilji til staðar hjá borgaryfirvöldum að gera ekkert í gagnamálum engin mislæg gatnamót, 170 milljónir í að þrengja Grensásveg, sem hefur aukið umferð um Breiðagerði og Sogaveg, gerir bara samgöngur um þetta hverfi erfiðari.
Óðinn Þórisson, 10.5.2017 kl. 21:42
Eitt í viðbót Sigurður M.
"Hann segir að möguleg lausn sé að breyta ferðavenjum einhvers hluta borgarbúa " Hjálmar
Fólk á að fá að ákveða það sjálft hvernig það ferðast , það er ekki ákvörðun Hjálmar en þannig vilja nú vinstri menn hafa þetta, taka ákvarðarnir fyrir fólk það greynir þá frá hægri og miðju fólki sem vill að fólk fái að ráðu sér sjálft.
Óðinn Þórisson, 10.5.2017 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.