Ísland er kristin þjóð og þjóðirkjan er okkar kirkja, okkar samfélag hefur verið byggt upp á kristnum gildum og hefðum og verður vonandi svo áfram.
Það er sorglegt að sjá stjórnmálaflokka. útvarpsþætti og öfgahópa sem berjast gegn siðum okkar og hefðum eins hart og þeir gera.
Ætlar krikjan bara að sitja hjá eða ætlar hún að taka þátt í baráttuni um að kistilegir siðir og hefðir verði hér áfram grunnur að samfélagi okkar íslendinga.
Fimm sækja um Dómkirkjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 888609
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kristin trú og þjóðkirkjan eru ekki einn og sami hluturinn. Fjölmargir eru á móti þjóðkirkjunni vegna fjármála hennar og forréttinda framyfir aðra söfnuði, þar á meðal ég. Það hefur ekkert með kristni að gera, enda eru fjölmargir kristinnar trúar í þeim hópi. Aðrir eru á móti þjóðkirkjunni vegna afstöðu hennar í málefnum samkynhneigðra og eins í innflytjendamálum. Þetta eru flestir hægri öfgamenn í trúmálum. Og svo er líka hópur sem er á móti trúarbrögðum og berst þessvegna á móti öllum trúarhópum. En búum við líka ekki í þjóðfélagi þar sem allar skoðanir eru jafnréttháar og réttu allra til að halda fram sinni skoðun og vinna þeim fylgi? Hvað finnst þér?
Jósef Smári Ásmundsson, 19.8.2017 kl. 10:22
Já þú segir rétt.
Kirkjan erum við fólkið.
Þó að okkur þyki rúsínukökur góðar, það er að við eltum girndir okkar, þá þykir Guði vænt um okkur.
Við skulum snúa til baka, og biðja um hjálp.
Við skulum hjálpa öllum.
Nóg er til.
Munum hvað Tesla sagði, að allt sem hann færði þjóðunum, kæmi frá kjarnanum.
Einstein sagði að innsæi hugans er heilög gáfa, en hinn rökvísi hugur er tryggur þjónn.
Við notuðum alltaf orðin frá heilögum anda og Guði.
Egilsstaðir, 19.08.2017 Jónas Gunnlaugsson
Það virðist sem Albert Einstein segi eins og Nikola Tesla að allt komi frá kjarnanum, the Core, eins og Nikola Tesla sagði. Við erum vanir að nota orðin, frá heilögum anda, og frá Guði.
Þraukaðu, ég ætla að endurskipuleggja veröldina. Varastu að ofmeta hugsanir þínar og dómgreind, margir hafa hugmyndir um mig sem eru ekki réttar. Núna er allt mögulegt fyrir þá sem leita mín. Þú verður að draga frá slæðuna þína, sem skyggir á mig.
Það er reynt að koma í veg fyrir að við heyrum eða sjáum, til þeirra sem eru að segja okkur satt. Blaðamennirnir virðast vera í böndum hjá New World Order, ""Elítunni,""Deep State.
Jesú kenndi sannleika, vísindi. Nústaðreyndatrú er það, sem við höldum að sé rétt , til dæmis Einstein og tómið, var áður eterinn, nú sagt súpa og svo efnið, sem er aðeins orka. Holograph þrívíði skjárinn sem við lifum í, er aðeins, sýndarveruleiki.
Never mind that Nikola Tesla spoke 8 languages, had 700 patents, Invented 80% of our modern technology, or that almost every thing electric is his inventions...the one thing that he talked about in depth, that nobody seems to mention is "Intuition".
Við lærðum akademisku háskóla trúna, nústaðreynda trúna, í skólunum fyrir 70 árum, heyrðum kennarana tala um hvað fólkið hefði verið vitlaust hér áður fyrr, að trúa á eterinn. Svo hló kennarinn og nemendurnir. Nú er eterinn orðin akademisk trú aftur.
Hann er þarna skaparinn, gamli karlinn með skeggið, og hlær, fellir tár, hvenær ætlar þú að koma og leita ráða hjá mér? - Bestu fisksölufyrirtæki í heimi, og Orkuveita Suðurnesja, voru seld af FJÁRFESTUM, til Kanada.
Nikola Tesla had an interview with a certain journalist John Smith, when Tesla said “Everything is the Light“. In one of its rays is the fate of nations, each nation has its own ray in that great light source, which we see as the Sun.
Þetta bendir til að í micro cosmos, smáheiminum, sem við sjáum með einhverjum tækjum, með einhverri tækni, höfum við punkt sýn, eða opnum örsmáan glugga. Þetta verður til að við lýsum því sem við sjáum sem punkti, eind, öreind.
Jónas Gunnlaugsson, 19.8.2017 kl. 10:29
Jónas Ómar - umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum er það sem skiptir okkur mesti máli, á því byggist þá réttarríki og það frjálsa samfélag sem við búum í.
Hitt er svo annað ef þú ert með öfgahópa sem vinna að því að skemmma og eyðileggja það samfélag sem ísland er byggt á þá leyfi ég mér að taka málefnalega umfærðu gegn því fólki.
Ef þú hefur sjálfur upplifað einhverja neikvæða umræðu innan kirkjunnar í málefnum samkynhneygðra og innflytjenda þá er leytt að heyra það.
Óðinn Þórisson, 19.8.2017 kl. 12:04
Jómar G - auððvitað eigum við að hjálpa sem flestum sem við getum en ísland getur ekki bjargað heiminum. Við þufum að fara að hugsa meira um okkar minnstu íslensku bærður og systur.
Takk fyrir málefnalegt og gott innlegg í umræðuna
Óðinn Þórisson, 19.8.2017 kl. 12:07
Vandi Kirkjunnar (ath.ég skrifa með stóru Ki því ég á hér við allar kristnar kirkjur í landinu) er sá að hún hefur ekki tekið afstöðu til málefna sem skipta siðferði þjóðarinnar máli. Kirkjan hefur verið upptekinn við að vera umburðarlind og ekki þorað að rugga bátnum. Afleiðingin er sú að hópar fólks leyfir sér að valta yfir Kirkjuna og Kristni í landinu. Það er mjög sorglegt. Kirkjan þarf að fara að taka á málefnum samfélagsins út frá Guðs Orði og boða fagnaðarerindið um dauða, upprisu og endurkomu Jesú Krists, að Hann kom til að frelsa synduga menn og leiða þá frá villu síns vegar. Við þurfum öll á því að halda að upplifa náð Hans og fyrirgefningu. Snúa okkur frá því líferni sem hryggir Guðs Heilaga Anda.
Tómas Ibsen Halldórsson, 19.8.2017 kl. 23:11
Óðinn. Það er flókið þetta trúarbragðanna ólíkra veraldarvafstur, sýnist mér.
Ég tel það tryggast fyrir velferð hvers og eins, að spjalla í huganum og í einrúmi við almættisgóðu ósýnilegu öflin. Og biðja þau öfl um hjálp, styrk og leiðbeinandi og verjandi hugboð hvern morgun. (þ.e,a.s. þegar maður í breyskleika sínum man eftir því). :)
Ef það dugar ekki til góðra verka minna hvern dag, að biðja almættis góðu orkuna og allar góðar vættir (sem stundum er kölluð styttingarnafninu guð), milliliðalaust um að stýra mér rétta vegin til góðs fyrir tilveru mína og allra annarra, þá dugar ekkert til betrumbóta. Ég verð að sjálfsögðu að reyna fyrst að bjarga mér sjálf á vegferðinni eftir bestu getu, og svo tekur guðsorkan við mér þegar ég gefst upp og kemst ekki lengra hjálparlaust. Guð hjálpar þeim sem reyna að hjálpa sér sjálfir, var einhver sem sagði réttilega.
Engin fræðirit geta komið í staðinn fyrir milliliða-lausa og einlæglega umbeðna leiðbeiningu á hverjum morgni, frá alheimsviskunnar góða almættinu. Þetta er mín reynsla, en ekki heilagur sannleikur fyrir neinn nema þann sem er á ca. þeim sama stað núna, sem ég er í lífinu flókna.
Trúarbrögð eru að mínu mati hættuleg öfgastríðsáróðurs heilaþvottavopn. Öfgar trúarbragða í tafli jarðlífsins leiða okkur ekki til friðar og kærleika.
Milliliðalaus trú á bænarinnar kærleiks-viskuleiðbeiningar og hjálp almættisins góða í alheimsgeimi er leið hvers og eins til að lifa sem réttast í mennskri trú á virðingarverða náungavelferð. Eða það meina ég, vegna eigin reynslu.
Kirkjan er og á að vera í mínum huga samkomustaður kærleiksboðskaps-ræktunar. Söfnuður án kærleiksvilja í kirkju, er ekki á réttum stað, til að meðtaka friðar og kærleiksboðskap. Reyndar er líkamshulstrið okkar trygga kirkja sálartrúar okkar hvers og eins. Kirkjur eru að mínu mati friðsamleg félagsheimili, sem ætlaðar eru til kærleiks og friðar-dæmisöguboðskapar. Og ekki veitir af í sundrungaraflanna tætingslegum valdagræðginnar heimi.
Trúarfélög eru réttlætanleg, ef réttur til friðar og frelsis er virt á löglega réttlætanlegan og heiðarlegan ólíkra og misjafnlega skilningsríkra einstaklinga hátt. Þar reynir á umburðarlyndi, auðmýkt, lítilæti og raunverulegan hugarfarslegan náungakærleika. (það er ekki svo auðvelt, og reynir á hugarfarins viljastyrkinn).
Engum ó-heilaþvegnum og heilbrigt hugsandi einstaklingi dettur í hug að þetta jarðlíf eigi að vera bara sjálfvirkt auðvelt. Ja, nema þeim sem hafa verið blekktir í pólitískum áróðursgrunnskólum í áratugi, án virðingar fyrir raunverulegum karma-lögmálum lífsins í guðsorkunnar alheimsgeimi og á jörðinni.
Þetta er að sjálfsögðu ekki heilagur sannleikur sem ég er að segja hér, en þetta er mín sýn á þessi mál. Ég sé bara frá mínu skilnings og reynslu-sjónarhorni. Sjónarhorn almennings í heiminum eru jafn mörg eins og reynsluskilningur hvers og eins sjálfstætt og frjálst hugsandi er.
Goðsorkan viskumikla og góða blessi alla jarðarbúa, og leiðbeini hverjum og einum til friðar og náungakærleika á sinni lífsvegferð.
Kirkjan verður aldrei heilagari né betri en misjafn söfnuðurinn sem að henni stendur og heimsækir. Kirkjan er sem betur fer ennþá til á Íslandi, og á að mínu mati að vera áfram aðgengileg fyrir þá sem vilja heimsækja hana í friðsamlegum tilgangi.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.8.2017 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.