Heiðursmaðurinn Sigmundur Davíð kveður Framsókin.

images[4]Stundin er runnin upp, Sigmundur Davíð er hættur í Framsókn og skilur hann eftir sig stórt skarð sem erfitt verður fyrir flokkinn að fylla.

Hann kom eins og stromsveipur inn í íslensk stjórnmál, var reyðubúinn til að bretta upp ermar gegn vogunarsjóðum sem höfðu fengið að starfa óáreittir gegn íslenskum heimilum í tíð Jóhönnustjórnarinnar.

Hann var einn af aðalbráttumönnun gegn Icesave Jóhönnustjórnarinar og fyrir það getur þjóðin verið honum mjög þakklát.

Nú er hans ferðalagi innan Framsóknar lokið en eftir stendur minning um formann sem lét til sín taka.


mbl.is Sigmundur Davíð hættir í Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Gott að maðurinn sé hættur í Framsókn, skýrir línur og hreinsar loftið, hjá báðum aðilum sem áttu í deilum.

Hvernig þú færð það svo út að kalla viðkomandi "heiðursmann" fæ ég ekki skilið. Vissulega vann hann að því að endurheimta fé frá bönkum og fjármálastofunum, sem ég þori að fullyrða, að allir stjórnmálamenn hefðu unnið að, þegar björgunarhlutanum var komið frá. 

Með heiðurinn, þá verð ég að segja það, algerlega óháð því hvar maðurinn stendur í pólitík, ESB eða ekki ESB. RúV eða ekki RúV, að ég hef hlýtt á mörg viðtöl við alþingismannainn og í hvert einasta sinn koma upp aðstæður þar sem hann er inntur eftir skoðunum, staðreyndum eða samskiptum við aðra þingmenn eða embættismenn, þá einatt kemur í hvert einasta sinn "tja, ég ætla ekki að tjá um það núna, ég mun gera það seinna". Maðurinn hefur að mínu viti ekki sagt neitt annað en "vondu fjármálamennirnir" eða "Icesve" síðustu 4 árin eða svo.

Það finnst mér ekki verða mikill heiður. 

Heiður getur verið fólginn í því að segja það sem einum finnst og meina það sem einn segir. Kannski ekki ósvipað þér sjálfum. Þú er fylginn þér í skoðunum og segir það sem þér finnst og rökstyður. Þingamaðurinn fráfarandi Sigmundur Davíð talar meira. Gerir minna að mínu viti.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 24.9.2017 kl. 14:06

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - ég held að þetta hafi í raun verið óhjákvæmilegt , þetta var uppgjör milli nýrra og gamallar hugmyndafræði og niðurstaðan er að gamli tíminn vann, því miður.

Það skiptir máli fyrir stjórnmálamann það er að gera þjóð sinni gagn og standa með henni, það gerði SDG í tíð Jóhönnustjórnarinnar, bæði gegn Icesave og ESB.

Í ljósi þess er mjög sérstakt að þjóðin ætli samkv. síðustu skoðanakönnun að verðlauna flokk sem ber ábyrð á Icesave, landsdómsmálinu, endalausum skattahættunum á fólk og fyrirtæki . http://veggurinn.is/21/10/2016/abyrgd-katrinar-a-erfidleikum-heimila-eftir-hrun-er-mikil/ - ábyrð Katrín Jak. sem fær seint hjá mér - að hún sé heiðurskona.

Varðandi Rúv og SDG bendi ég þér á grein, http://sigmundurdavid.is/gagnalaust-rikisutvarp/


Óðinn Þórisson, 24.9.2017 kl. 17:50

3 Smámynd: Hrossabrestur

Þá gerist væntanlega það sem hefði gerst fyrir nokkrum árum ef Sigmndur Davíð hefði ekki komið til, Framsóknarflokkurinn hverfur.

Vonandi kemur Sigmundur Davíð með vaska sveit fólks sem hækkar hæfni og greind þingsins, ekki veitir af að hreinsa eitthvað af hænsnahópnum sem þar situr núna út. 

Hrossabrestur, 24.9.2017 kl. 18:51

4 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Óðinn,SDG er ásamt Bjarna Ben. ofl. bastarðar íslenskra stjórnmála. Sannast sagna þá skammast ég mín fyrir að hafa þvílík óbermi manna sem víla ekki fyrir sér að ljúga og bera á borð fyrir almenning hreinlega lygi. En þetta villt þú Óðinn, og verður að lifa með því, þá sennilega sammála þeirra gjörðum.

Jónas Ómar Snorrason, 24.9.2017 kl. 21:02

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hrossabrestur - það er mjög líklegt að saga Framsóknarflokksins sé senn á enda.


Það munu margir fylgjast grannt með hvað SDG gerir.

Óðinn Þórisson, 24.9.2017 kl. 21:48

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - nú hefur komið í ljós t.d með BB að umboðsmaður alþingis telur ekki þörf á að gera neitt.

Varðandi SDG viriðst Rúv hafa verið stóra breytan á hans stjórnmálaferli, og þá er ég að tala um fyrirsátið. Eftir það missti ég allt álit á Rúv.

Óðinn Þórisson, 24.9.2017 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 888619

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband