Er Rúv " allra " Landsmanna einn af fjölmiðlunum ?

rúvÞetta verður spennandi að fylgjast með hvaða fjölmiðlar hann mun hefja málsókn gegn og verður Rúv einn af þeim fjölmiðlum ?

Fjölmiðlar eru 4 valdið , það yrði mjög slæmt fyrir trúverðugleika ríkisfjölmiðilinn ef þeir eru í Sigmundar - Fjölmiðlapakkanum.


mbl.is Undirbýr málsókn gegn fjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Eru ekki sterkar líkur á að útvarp "sumra landsmanna" sé þarna fremstur í flokki? vonandi verður þetta til þess að grenið verður svælt og sjúki hlutinn skorinn í burtu.  

Hrossabrestur, 3.10.2017 kl. 07:55

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Byst við að þetta séu, RUV, Kjarninn og hugsanlega Fréttablaðið.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.10.2017 kl. 08:14

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Enginn lögfræðingur með viti mun taka að sér þetta mál. Orðin tóm í von um að fá stuðning fyrir kosningar. Hér höfum við einstakling sem vegna eigin belgings og sjálfsálits hefur misst öll tengsl við veruleikann, og sem telur að hann sé hafinn yfir lög og framgang við rannsóknir á skattamálum. Þegar um forsætisráðherra þjóðarinnar á við, er skiljanlegt að fjölmiðlar sýni málinu áhuga. Á Ísland að vera eina landið í heiminum þar sem stjórnmálamenn geta framið alls kyns hundakúnstir án þess að fjölmiðlar sýni því áhuga? Í Panamamálinu fór RÚV ekki yfir línuna. Forsætisráðherrann gerði það sjálfur. Menn sem taka forætisráðherraembættið að sér verða að vera tilbúnir fullkomnu gegnsæi í sín mál. Annars treystir þjóðin þeim ekki. Forsætisráðherrar mega ekki vamm sitt vita.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.10.2017 kl. 09:30

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hrossabrestur -

Sýndi Rúv ekki sín vinnubrögð í Sjanghæmálinu ?

Óðinn Þórisson, 3.10.2017 kl. 10:00

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Steinar – Kemur Stundin líka sterklega til greyna ?

Óðinn Þórisson, 3.10.2017 kl. 10:02

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Vilhjálmur – er hann ekki að reyna að endurheimta sitt mannorð sem hann telur að þessir fjölmiðlar sem hann ætlar að fara í málsókn gegn.

Það hefur ekki verið vandamál að fá lögfræðinga til vinnu, nóg er til af þeim.

03.04.2016 er dagsetning sem Rúv held ég að viljji gleyma, en hver veit nema þeir verði minntir á þá dagsetningu á næstu vikum. Rúrv fór yfir stikið og rúmlega það í því viðtali, var þetta ekki fyrirsát ?

Óðinn Þórisson, 3.10.2017 kl. 10:13

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Reykjavík Media gæti líka verið í sigtinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.10.2017 kl. 11:40

8 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Bara allir að spá í hvaða sendiboða er hægt að taka af lífi, fólk alveg lúgandi saman höndum, hjá ykkur má ekki segja sannleikann, hann verður að vera í þögn. Reyndar bara sumir.

Jónas Ómar Snorrason, 3.10.2017 kl. 16:10

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Steinar - blaðamaður þess fjölmiðils fékk verðlaun fyrir þessa lágkúru, held að þeir verði pottþétt á listanum.

Óðinn Þórisson, 3.10.2017 kl. 16:35

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - held að það væri mjög hollt fyrir Rúv að farið yrði yfir allt þetta mál hjá þeim , þetta er ríkisfjölmiðill og fólk á kröfu um að vita allt um þeirra vinnubrögð.

Óðinn Þórisson, 3.10.2017 kl. 16:37

11 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Óðinn, fólk veit vel um vinnubrögð RUV, sem eru vönduð, enda 80% þjóðarinar sem vill halda því við lýði. Málið er þetta í hnotskurn, SDG og frú áttu félag í skattaskjóli, reyndar fleiri þám formaður þíns flokks og borgarstjórnarfulltrúi. SDG var tekinn í bólinu. Hann sem aðrir þjóðkjörnir aðilar geta ekki og mega ekki leyna slíku. Að upp komist um svona athæfi þvert á amk siðferði er ólíðandi. Hafir þú ekki þor til að andmæla slíku, þitt mál. En pottþétt er, þú myndir láta beittar pílur rigna yfir t.d. formann Samfylkingarinar, væri hann í sömu aðsöðu og SDG, Bjarni Ben, eða Júlíus. Það virðist skipta máli hvaðan vibbinn kemur.

Jónas Ómar Snorrason, 3.10.2017 kl. 18:03

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég mæli eindregið með því að fólk lesi úrskurð yfirskattanefndar áður en það kýs að tjá sig um innihald hans: https://yskn.is/urskurdir/skoda-urskurd/?nr=5843

Guðmundur Ásgeirsson, 3.10.2017 kl. 18:09

13 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Óðinn, sé bara ekkert að því hvernig innlendir miðlar hafa fjallað um mál SDG.

Í lok dags snýr þetta að trausti og því hvernig menn sem fara fyrir þjóð haga sér. Líklega má deila alla leið inn að Hæstarétti um það hvort hann gerði e-ð ólöglegt. Ekki ætla ég að eyða kílóbitum í það hér. Nóg samt. Hitt stendur eftir, að meðan hann "barðist með kjafti og klóm" gegn kröfueigendum á íslenkst bankakerfi þá var maki hann einn af kröfuhöfum. Auðvitað átti hann að segja frá því. 

Hitt svo líka að hann kaus að fremja gerning korteri fyrir lagatöku þar sem viðskipti voru viðhöfð á milli tengdra aðila upp á eina krónu. Ekki trúverðugt, frekar en þegar Utanríkisráðherra vor vann að gríðalegri styrkjasöfnun fyrir ykkar flokk allt haustið 2007 þó svo að allir vissu af þrengri löggjöf um slíka söfnun tæki gildi 3 mánuðun síðar. Kannski ekki sambærileg mál en lýsa hugarfari að mínu mati.

Minni á og leiðrétt hann Jónas hér að ofan, að samkvæmt könnun Gallup frá því des ´16, þá bera 67% þjóðar mest traust til Fréttastofu RÚV, af öllum miðlum og var það þó eftir Winstriskellinn. 

Máli margra hér að ofna um skillning á vinnubrögðum RÚV og skillningsleysi SDG; þá er vert að skoða og lesa frétt MBL um málíð síðan í dag; http://www.mbl.is/frettir/kosning/2017/10/03/sigmundur_david_var_tekinn_i_bolinu/

Var ekki sagt hér í denn "sjaldan lýgur Mogginn" ? Ef svo er, þá hittir vel á vondann, MBL og SDG :)

Sigfús Ómar Höskuldsson, 3.10.2017 kl. 18:27

14 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Þakka þér fyrir ábendinguna Sigfús Ómar, samt góður meirihluti. 

Jónas Ómar Snorrason, 3.10.2017 kl. 20:13

15 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - það eitthvað rangt við það að 20 % þjóðarinnar sé skylduð til að borga fyrir eitthvað sem það hefur engan áhuga á.

Siðferði og ábyrð skipta miklu máli í stjórnmálum, það gengur ekki upp fyrir vinstri - menn að benda á eitthvað sem einhver annar sem þeim er ekki þóknanlegir hefa gert og líta svo framhjá t.d SS og JS ,þæru voru báðar dæmdar. 

Óðinn Þórisson, 3.10.2017 kl. 20:16

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - ég á ekki von á öðru en að SÓS geri það.

Óðinn Þórisson, 3.10.2017 kl. 20:18

17 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar H - ´við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála varðandi fréttaflutning sumra íslenskra fjölmiðla að máli SDG. 

Það er mikilvægt að setja ekki alla fjölmiðla undir sama hatt, það eru til trúverðugir og traustir íslenskir fjölmiðlar sem er hægt að treysta.

Sammála , vissulega snýt þetta um traust, það er ekki að ástæðulausu að margir lita á Rúv sem fréttastofu vinstri - manna.

Aftur að tausti fjölmiðla / blaðamanna, þá er ég ekkert heilagt við Morgunblaðið / Mbl. þar eru  vinstri - menn , því miður.

Óðinn Þórisson, 3.10.2017 kl. 20:24

18 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Það er rétt, menn og konur mega að vera ósammála. 

Þú talar reyndar um traust en vísar svo til annarra miðla sem koma þá verr út í trausti þjóðar, samkvæmt áðurnefndri könnun. 

Svo segir þú ofar og gefur þér að þessi 30% (með leiðréttingu) að allir þeir vilji sjá RÚV vera komið fyrir kattarnef.

Hvernig færðu það til að ganga upp ? 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 3.10.2017 kl. 20:32

19 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Óðinn, yfir 50% landsmanna þurfti að búa við aumingjastjórn sjálfstæðisflokksins nú síðast. Trúðu mér, flestir sem studdu hana ekki greiddu margfallt það gjald. Vandamálið hjá þér er það, þú villt handvelja hvaða fréttir eru sagðar. Vilt hafa stærstu miðlana á fororði séhagsmunana, það vill stór meirihluti íslendinga EKKI. 

Jónas Ómar Snorrason, 3.10.2017 kl. 20:34

20 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfus Ómar H - Rúv - er ekki eins og hver annar fjölmiðill, Rúv - er ríkisfjölmiðill sem fólk er skyldað til að borga fyrir og er á auglýsingamarkaði sem skekkir alla samkeppnisstöðu frjálsra fjölmiðla.

Hringbraut, INN, Stöð 2, og líka Stundin og Kjarninn eins og furðulegir og þeir fjölmiðlar eru ásamt öllum flökksbundinum Sjálfstæðismönnum myndi vilja sleppa skylduskattinum.

Næst spyrð þú mig út í IG og KÞJ  - menntamálaréðherra x - d, því miður verð ég að viðukenna að þeir ollu mér miklum vonbrygðum, þeir áttu að minnka Rúv - með hagsmuni frjálsu fjölmiðlana að leiðarljósi.

Óðinn Þórisson, 3.10.2017 kl. 20:56

21 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar S - ég mun aldrei styðja ríkisfjölmiðilinn Rúv.

Hvað með Sjanghæ Rúv - málið ? eigum við skattgreiðendur að barga ef það tapast ?

Óðinn Þórisson, 3.10.2017 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband