11.10.2017 | 23:44
Steingrímur varð sér til skammar og minnkunnar
"Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og oddviti í Norðausturkjördæmi, sagði á framboðsfundi í Menntaskólanum á Akureyri í gær að Sjálfstæðisflokkurinn væri eins og kunnugt er fatlaður.
Það er hægt að nota ansi mörg ströng lýingarorð en ég held að annaðhvert biður hann alla viðkomandi afsökunar eða hann segi af sér oddvitasætinu.
Hér sýnir Steingrímur J. enn eina ferðina að hann kann ekki mannasiði og almenna kurteisi.
Þetta er málfluningur vinstri - manna í hnotskurn, lágkúra og skítkast.
Sjálfstæðisflokkurinn fatlaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:45 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 888616
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þó Þistilfjarðarkúvendingurinn hafi beðist velvirðingar, á orðum sínum, skömmu eftir að hann lét þau falla, hverfa þau ekki. Þarna kom hans rétta eðli fram, en hann veit að hann má ekki sýna það svo skömmu fyrir kosningar. Það gæti kostað atkvæði og því beit hann í handarbakið og baðst afsökunar.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 12.10.2017 kl. 00:36
Mér finnst þetta skandalamakerí í fjölmiðlum landsins vera komið út í öfgar. Málefni flokkanna eru ekki rædd né nefnd á nafn í skeiniblöðum landsins.
Þetta er ömurleg þróun.
Ég er ekki að verja framkomu neins, hún dæmir sig sjálf við hvert tilefni fyrir sig, en að gera þetta að aðalatriði kosningabaráttu er gersamlega ábyrgðarlaust.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.10.2017 kl. 04:41
Halldór Egill - nýkjörinn v. formaður vg fékk að vera í 4 sæti á listanum og má segja að með þessu er öryggt að hann kemst ekki inn.
Óðinn Þórisson, 12.10.2017 kl. 07:02
Jón Steinar - það er nú sorpfjölmiðilinn Stundin sem hefur leitt lágkúruna um það bara um einn mann BB.
Vissulega vil ég t.d frá Rauðu Katrínu til að svara þvi hvernig hún ætlar að ná í allar þessar tekjur,
. "VG vildi breyta fjármálaáætlun til næstu fimm ára og auka skattheimtu um alls 334 milljarða eða nær eina milljón á hvert mannsbarn"
Það vita allir að VG ætlar að sækja þessar auknu tekjur til millistettarinnar. Að kjósa VG er að kjósa verri lifskjör þ.e minni ráðstöfunartekjur.
Óðinn Þórisson, 12.10.2017 kl. 07:14
Þessi ummæli eru auðvitað móðgun við fatlaða.
Guðmundur Ásgeirsson, 12.10.2017 kl. 09:26
Sé að það er fámennt en góðmenn á kóræfingu vegna SJS, það er bara fínt.
Vissulega eru ummælin ömurleg og til þess fallin að kasta rýrð á það góða fólk sem glímir við fötlun, þekki það sjálfur, eigandi barn sem glímir við fötlun.
Ég hinsvegar tók ekki ummælin mikið til mín eða sonar míns. Skildi sneiðina sem SJS var að senda á Sjallana. Verra er að þeir sjálfir áttuðu sig ekki á sneiðnni, það er verra.
EN vilji menn og konur missa sig yfir þessu máli, þá er vert að rifja upp, alls ekki gamalt mál, þar sem þingmaður leitaði eftir aðstoð til að fremja lögbrot en sá að sér daginn eftir, líkt og SJS og allt virðist hafa falli í ljúfa löð.
Sjá hér: http://www.visir.is/g/2017170839909
Enginn munur á málinu....nema þó að annað varðaði við lög á meðan hitt við siðferði.
En þá veltir maður fyrir sér, þeir FLokksmenn sem vilja nú hía á SJS eru þá ekki samkvæmir sjálfum sér, að mínu mati, þegar þeir tala sinkt og heilagt um "við förum að lögum" og "það er ekkert sem skilgreinir siðferði í lögum".
Hér hittir skrattinn því ömmu sína, þegar kemur að ummælum, afsökunarbeiðnum og mögulegu siðferði.
Líti hver sér nú nær.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 12.10.2017 kl. 11:01
Guðmundur - sammála þetta er móðgun við fatlaða.
Óðinn Þórisson, 12.10.2017 kl. 12:02
Sigfús Ómar – nú er það þannig að Áslaug á systur sem er fötluð og skil ég hana mjög vel að bregðast illa við þessu orðum SJS, kannski hefði hún ekki átt að gera það , þetta var SJS.
Mál Áslaugar er ekki eittvað sem ég ætla að verja en ég var mjög ánægður hverning hún brást við eftir það.
Óðinn Þórisson, 12.10.2017 kl. 12:30
í eðli sínu er mál Áslaugar mun alvarlega [lagalega] en þar sem hún baðst afsökunar og SJS það líka, þá sé ekki hvernig menn geta hér hengt honum e-ð meir en téðri Áslaugu.
En sem fyrr, munur á Jóni og sr Jóni.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 12.10.2017 kl. 14:11
Sigfús Ómar - segir sagan okkur ekki að þetta er eðlilegt háttarlag hjá SJS ?
Óðinn Þórisson, 12.10.2017 kl. 18:00
Er það ágæti Óðinn ?
Hvað vitum við þá um frekari lögbrot varaformanns Sjálfsstæðisflokksins ? Er það venjulegur vilji hjá viðkomaandi að iðka slíkt ?
Það sjá allir að svona umræðað eins og má sjá hér að ofan tengjast ekkert stjórnmála heldur gamla góða skítkastið (fyrirgefðu orðbragðið).
Margir, þar á meðal ég viljum taka stjórnmálin upp úr slíkum pytti. Sumir vilja það síður.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 12.10.2017 kl. 21:31
Sigfús Ómar - sumir myndu kannski segja að ég hafi í raun verið of sanngjarn í umfjöllinn minni um sósíalista.
Þar sem Áslaug Arna er ung hægri - kona þá fær hún harðari og ósanngjarnari umfjöllin en ef hún væri ung vinstri kona. dæmi umræðan um ríksvererslun ÁTVR.
SJS hafði átt að segja af sér eftir að 98 % þjóðarinnar sögðu NEI við hans vinnbrögðum í Icesave - málinu ( Svavarsamningunum )
Óðinn Þórisson, 12.10.2017 kl. 22:19
Sem fyrr, ekki sammála en takk fyrir góðar umræður Óðinn
Sigfús Ómar Höskuldsson, 12.10.2017 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.