Íslenska þjóðin átti ekki að fá að sjá Svavarssamnginn

steing1-300x224[1]Rikisstjórn Samfylkingarinnar og VG reyndi að koma í veg fyrir að íslenska þjóðin myndi fá að sjá Svavarssamninginn. 

Og hvar var þá fjármálaráðherra og ábyrðamaður Svavarsamningsins, versta saming í lýðveldisögunni, jú það var Steingrímur J. Sigfússon.


mbl.is Fylgi VG og Sjálfstæðisflokks jafnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Hefði þjóðin átt að fá samningin sem rikisstjórn Geirs Haarde bar á byrgð á? Þennan sem Baldur Guðlaugsson annaðist fyrir hönd Íslands. Bjarni okkar var frummælandi fyrir frumvarpi um að Alþingi samþykkti þann samning og taldi hann vera góðan kost. 

Ríkisstjórnin sprakk nánast strax á eftir og það uppkast hvarf af sjónarsviðinu og líklega dreginn til baka. Sá samningur var gerður við hrikalega aðstæður. En einnig Svavars samningurinn samningsstaða Íslands var hrikaleg, en það tókst að gera samning um að þrotabú Landsbankans í Bretlandi greiddi samninginn eins og hvert annað þrotabú. Það vildi svo til að eignir þrotabúsins erlendis dugðu til þannig að íslendingar sluppu fyrir horn.

Síðan voru gerð tvö önnur uppköst að miklu betri samningum eftir að samningsstaða Íslands hafði gjörbreyst og batnað mjög. Sem þjóðin hafnaði, því miður. Löngu seinna þegar Icsave skuld Landsbankans var að miklu leiti uppgerð féll dómur Íslandi í vil, sem var indælt.

En því sem síðan hefur verið haldið leyndu fyrir þjóðinni er, að Sigmundur Davíð samþykkti að greiða bretum og hollendingum 50 milljarða í viðbót eftir að búið var að gera upp skuldina. Sá samningur hefur aldrei fengið afgreiðslu á Alþingi eða kynningur þar. Þá hefur þjóðin ekki fengið að vita um þanna samning.

Heill og sæll að sinni

Kristbjörn Árnason, 20.10.2017 kl. 22:28

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

En þér að segja Óðinn, er ég viss um að allir hafi reynt að gera sitt besta í þessu máli öllu. Nema kanski formaður Framsóknarflokksins. Bjarni var alla tíð málaefnalegur um allar þessar tilraunir.

Kristbjörn Árnason, 20.10.2017 kl. 22:31

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

 Kristbjörn - 3 júni sagði SJS á alþingi að könnunarviðræður væru í gangi, 5 júní var skrifað undir Svavarssamninginn, það átti ekki einu sinni að leyfa þjóðinni að sjá samninginn og þingmenn fengu að sjá hann í lokuðu herbergi, leynarhyggja VG og Samfó alger, sem betur fer þá lak samingurinn út, besti leki islandsögunnar fyrir hagsmuni okkar góða lands.

98 % þjóðarinnar sögðu NEI við vinnubrögðum Jóhönnustjórnarinnar í Icesave - málinu - þá hefði JS átt að slíta sjórninni og boða til alþingskosninga.

2009 - 2013 er versta ríkisstjórn lýðveldissögunnar , landsdómsmálið, ESB, gjaldborg um heimilin og yfir 100 skattahækkanir allt í boði VG og Samfó, það er rétt að landsmenn hafi þetta bak við eyrað þegar það ákveður sína framtíð 28 okt. Sporin með þessa flokka hræða.

Óðinn Þórisson, 20.10.2017 kl. 22:48

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þar erum við algjörlega ósammála Óðinn minn. Sú stjórn gerði í raun kraftaverk. Skattar lækkuðu á launafólki, en satt er það að fjármagnstekjuskatturinn tvöfaldaðist og hefði mátt hækka miklu meir. Þú verður að átta þig á þeirri staðreynd að sá skattur var lagður á nettótekjur og aðeins 10% heildarskattur. . 

Fólki sem var búið að missa eigur sínar löngu fyrir hrunið var ekki viðbjargandi  En reynt var að bjarga öðrum. Þetta var ekki fyrsta kollsteypan á Íslandi og aldrei áður hafði verið reynt að aðstoða almenning eftir slíka kollsteypu.  

Kristbjörn Árnason, 20.10.2017 kl. 22:56

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kristbjörn - forgangsröðun Jóhönnustjórnarinnar var verulega brengluð, dæmi, aukin útgjöld til utanríkisráðuneytisins meðan útgjöld við LSH voru minnkuð.

Sækja um aðild ESB án samþykkis þjóðarinnar með öllum þeim kostnaði sem því fylgdi meðan fjöldi fjölskyldna á íelsandi var að missa allt sitt sem leiddi svo til fólksflótta var landinu sem hefur vart sést áður í lýðveldissögunni.

Vinstri - stjórnin sagði svo 2010 að ekkki yrði gert meira fyrir heiilin í landinu, svo tók bara önnur ríkissjórn við og fór í skuldaleiðréttinguna, ömurlegt fyrir Jóhönnustjórnina að það var hægt að gera meira fyrir skuldsett heimili landsins.

Óðinn Þórisson, 21.10.2017 kl. 09:30

6 Smámynd: Kristbjörn Árnason

þá fékk eignarfólkið niðurfelldar skuldir á kostnað launafólks Óðinn minn. Skattar hækkuðu um leiða á láglaunafólki ef þú vilt fá línurit sem sannar það er velkomið. 

En auðvitað gera allar ríkisstjórnir mistök og þetta með ESB umsóknina var skelfilegt fyrir þjóðina og í andstöðu við vilja VG. Því var varnaglinn settur inn um þjóðaratkvæðagreiðslu. VG setti einnig inn þann varnagla að ef kæmi til slíkrar atkvæðagreiðslu að þá myndi flokkurnn beita sér slíkri samþykkt.  

Kristbjörn Árnason, 21.10.2017 kl. 11:49

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kristbjörn.

"Bjarni okkar var frummælandi fyrir frumvarpi um að Alþingi samþykkti þann samning og taldi hann vera góðan kost. "

Vinsamlegast vísaðu okkur á þetta meinta frumvarp með tengli eða númeri þingskjals. Það er að segja ef þetta er þá ekki tóm þvæla sem þú heldur fram.

"En því sem síðan hefur verið haldið leyndu fyrir þjóðinni er, að Sigmundur Davíð samþykkti að greiða bretum og hollendingum 50 milljarða í viðbót eftir að búið var að gera upp skuldina."

Hvaða heimildir hefurðu fyrir þessu? Hvenær á þetta að hafa gerst og hvaðan komu þessir meintu 50 milljarðar? Ég held að þú sért nefninlega hér að rugla með lokagreiðslurnar sem komu annars vegar úr þrotabúi Landsbankans og hins vegar úr B-deild innstæðutryggingasjóðs, en ekki úr ríkissjóði og komu þar af leiðandi ekki úr vasa almennings. Það eina sem stjórnvöld þurftu að samþykkja í því sambandi var að erlendu kröfuhafarnir fengju að fara með þá peninga úr landi og slíkar undanþágur veitti seðlabankinn en ekki Sigmundur Davíð.

"aldrei áður hafði verið reynt að aðstoða almenning eftir slíka kollsteypu"

Leiðrétting: Aldrei áður hafa nein stjórnvöld sýnt jafn einbeittan vilja til að láta almenning blæða eins mikið vegna gjaldþrots einkafyrirtækja.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.10.2017 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband