18.1.2018 | 07:13
SamgönguKúgunarstefna Meirihlutans í Reykjavík ?
Við búum í landi þar sem fólk á að hafa frelsi til að ákveða hvernig það ferðast en ekki sagt að það eigi að ferðast á þennan máta frekar en annan, það kallast tær sósíalismi.
Vilja Reykvíngar láta Dag B.Eggertsson ráða því hverning það ferðat um borgina ?
Taki strætó á spítalann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 888612
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það sem kemur næst er það að sjúklingar verða fluttir á sjúkrahús með strætó eða Borgarlínunni þegar hún verður komin í gagnið. Tær snilld, er það ekki?
Tómas Ibsen Halldórsson, 18.1.2018 kl. 11:40
Jú, Tómas, það segir sig sjálft. Þegar hjartaskurðlæknirinn verður að skrölta í strætó úr úthverfi upp á spítala, þá er það tilgangslaust að keyra með hjartasjúklingana með sjúkrabílum í forgangsakstri með lögreglufylgd eins og gert er í dag fyrst skurðlæknirinn verður ekki kominn hvort eð er fyrr en eftir dúk og dissk. Sjúkrabílar nota jarðefnaeldsneyti (ljótt orð) sem drepa hundruð manns daglega (að vísu í Peking, en engin ástæða til að ætla að það gerist ekki líka hér í Rvk.). Mótorhjólalöggurnar, sem ekki lengur munu aðstoða við forgangsakstur þegar búið verður að breyta sjúkrabílunum í blómakassa, eiga síðan að vera út um allt og sekta ökumenn sem eru svo ósvífnir að nota ekki strætó.
Annars eru bjánarnir í meirihluta borgarstjórnar ekki einir um að vera þröngsýnir, heldur einnig núverandi og undanfarnar ríkisstjórnir sem hafa ekki spurt neinn nema verktakana álits á staðsetningu nýs spítala. Og eins og kunnugt er, er byggingarverktökum skítsama um hagkvæmni notenda (í þessu sambandi starfsfólks spítalans og sjúklinga). Bezta lausnin, sem misþroska ráðherrar neita að velja er auðvitað að afhenda Landsspítalanum höllina við Efstaleiti þegar búið verður að selja RÚV og síðan byggja það sem upp á vantar fyrir sunnan og austan Borgarspítalann.
Í dag er algjör ringulreið í bílastæðamálum við Hringbrautina. Læknar verða stundum að keyra út að Njarðargötu til að fá bílastæði, meðan sjúklingarnir bíða. Þegar búið verður að leggja öll bílastæðin við núverandi spítala undir fleiri álmur, þá verður stríð um síðustu bílastæðin við íbúagöturnar í Þingholtunum, sem þá munu ganga kaupum og sölum, 1000 kall á tímann.
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur mannað sig upp í að velja oddvita sem er ekki lifandi lík, þá er kannski hægt að vippa Degi af prikinu og snúa við núverandi skipulagsstefnu. Auðvitað á að styrkja almenningssamgöngur (strætó, ekki andvana borgarlínu) fyrir þá sem ekki hafa afnot af bíl. En það er hreinn hugarburður að strætisvagnar geti verið í samkeppni við einkabílana, þeir geta það ekki frekar en árabátar geti keppt við millilandaþotur.
Aztec, 18.1.2018 kl. 13:35
Tómas - þetta endurspeglar brenglaða hugmynd borgarstjórnarmeirihlutans um samgöngur.
Það verður a.m.k nóg pláss í þessari borgarlínu enda enginn að biðja um hana.
Óðinn Þórisson, 18.1.2018 kl. 17:22
Actec - þetta dæmi sem þú tekur um hjartalækninn er einfaldlega raunvörulegur möguleiki í framtíðnni að gerist verði af þessum brenguðu hugmyndum borgarstjórnarmeirihlutans.
Borgarlínan verður borguð af almenningi, í því felast miklar skattahækkanir á heimilin sem geta vel notað ráðstöfunartækjur sínar í annað en framkvæmd sem mun aldrei ganga upp.
Það sem þessi og fyrrv. meirihluti hafa gert í samgöngumálum er að þrengja götur, fara ekki í nauðsynlegar gagnaframkvæmdir til að sýna hvað vonlaust er komst áfram á einkabílnu, hatrið á einkabílnum hjá þeim er algert.
Öll bílastæðamál við LSH Hringbraut eru í tætlum, og mun versna þegar alvöru framkvæmdir hefjast við nýjan LSH.
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur verið algerlega meðvitunarlaus á þessu kjörtímabili og það þarf algera uppsokkun þar til að flokkurinn geti mögulega aukið við sig fylg og verið raunvörulegur valkostur gegn þessum vonda og getulausa meirihluta DBE.
Óðinn Þórisson, 18.1.2018 kl. 17:34
Það verður ekki upp á þá logið sem skrifa hér að ofan.
Það er auðvitað hægt að fara niður í pollinn ykkar og taka þátt í slagnum en strákar, ég hreinlega nenni því ekki.
Því segi ég einfaldlega, þið vaðið í villunni en látið pólitíkina blinda ykkur sýn en ju, þessi áætlun er studd í glænýjum stjórnarsáttmála, þannig Sjallar hér í borg geta þá lítt tuðað yfir spennandi Borgarlínu.
Það vita þeir sem e-ð vilja vita að fólki mun fjölga, ekki fækka, við förum ekki í fortíðina, heldur framtíðina
Ljóst er að fjölgun íbúa mun ekki rýma þá bílaeign sem gæti fylgt því.
Því munum við, líkt og borgir í sama stærðarflokki , koma upp framtíðarfaramáta.
Minni mengun, meiri hraði, minna vesen.
En svo er kannski bara best að vera í fortíðarpollinum.
Þegar þið farið upp úr, muna að þurrka sér.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 18.1.2018 kl. 18:47
Sigfús Ómar - þetta hefur verið mjög vont kjörtímabil fyrir rauða meirihutann sem nú siðast var að fá á sig staðfestingu í þjónustukörnnun Gallup á því að þjónsta við borgarana er verri en léleg.
Hversvegna t.d varðandi gatnamál var farið í að eyða yfir 170 milljónum í að þrengja/eyðileggja Grensásveg, framkvæmd sem enginn var að kalla eftir og enginn er að nota hjólreiðastíginn í dag, bara býr til umferðarstýflu en var það ekki tilgangurinn að eyðleggja fyrir einkabílnum.
Það hefur aldrei virkað í lýðræðislegum löndum að beita gamaldags sósíalístum aðferðum og kúga ibúana, þeir munu ekki taka því vel.
DBE má eiga það að enginn hefur stuðlað eins mikið að dreifari byggð og hann, gríðarleg stækkun t.d Kópavogs, Hafnarfjarðar, Akranes, Árborgar þar sem fólk fær ekki lóðir í Reykjavík.
Óðinn Þórisson, 18.1.2018 kl. 19:53
Gott og vek, menn mega svo sem vera á móti DBE og hans fólki og já, kalla þá "gamaldags sósíalista" sem þeir augljóslega eru ekki.
En ég hnaut um þessa staðhæfingu;" enginn er að nota hjólreiðastíginn í dag". Þér velkomið að hafa þessa skoðun en það sem ég hef séð, þá eru íbúar nokkuð sáttir við umferðarminnkuna og hraðalækkuna sem hefur fylgt í kjölfarið. Ég fylgdist með umræðunni fyrir breytingar og já mikið rétt, þá voru það harðir Sjálfstæðismenn ásamt flugvallarvinum með SGG í fararbroddi sem mótmæltu, fæstir af þeim einu sinni íbúar í hverfinu.
Þér til upplýsinga, þá gerðu þínir menn nkl eins breytingu á Lönguhlíð í Hlíðinum, alveg nákvæmlega eins. Hef ekki heyrt mikla ónægju með þær breytingar, íbúum og hjólafólki tilhanda.
Gott ef ekki var gefin úr snemm árs 2010 áætlun í nafni þess meirihluta undir stjórn Hönnu Birnu um betri samgöngur og færri bíla.
Hvað snýr að meiningum þínum um "ólýðræðishætti" núverandi meirihluta, þá er vert að minna á árlega íbúakosnigar um alvöru mál, þar sem einmitt íbúar fá að velja um þau mál sem þá kann að varða, frábærlega vel af því staðið og í mínu tilfelli auðgað líf mitt og minnar fjölskyldu í mínu nágrenni.
Vissulega ætla ég mér ekki að smiða geislabaug um títtnefndan Dag, það verða aðrir að gera það.
Í maí fæ ég að velja, velja um hvort ég vil áframhaldandi sama meirihluta eða meirihluta undir stjórn þess flokks hefur reynt að koma OR í hendur einkaaðila, meirihluta sem vill koma upp einkaskólum, vill reka fólk í unvörpum, meirihluta sem hefur mótmælt lækkun á leikskólagjöldum og meirihluta sem hafði á að skipa kjörinn fulltrúa sem kom í ljós að reyndi að komast hjá því að leggja sitt fram til samfélgasins.
Veit ekki með þig en ég hef ekki áhuga á að fá slíkan hóp til þess að stýra mínu nærumhverfi. Mögulega offramboð af slíkum stjórnmálamönnum.
Takk samt fyrir umræðuna Óðinn :)
Sigfús Ómar Höskuldsson, 18.1.2018 kl. 20:19
Ég held ekki að neinn sem gagnrýnir þessar hugmyndir um svonefnda "borgarlínu" geri það vegna andstöðu við almenningssamgöngur. En vandinn er að þetta mun ekki virka. Þetta er byggt á hugmyndum erlendis frá þar sem aðstæður eru allt aðrar, en hönnuðir verkefnisins hafa því miður ekki vit til að gera sér grein fyrir því að það skiptir grundvallarmáli hversu dreifð byggðin er hér. Gjarna er vísað í svipað verkefni í Stavanger. Þar búa 3000 manns á ferkílómetra en í Reykjavík 450. Því er ólíku saman að jafna. Það er einfaldlega háalvarlegt mál ef fara á af stað með rándýrt verkefni eins og þetta sem veldur verulegu óhagræði í almennum samgöngum, á grundvelli áætlana frá fólki sem hefur því miður greinilega ekki vit til að átta sig á einföldum staðreyndum.
Þorsteinn Siglaugsson, 18.1.2018 kl. 20:49
Sigfús Ómar - Hanna Birna átti ekki gott mót sem borgarstjóri sem á endanum kostaði flokkin mikið fylgi , líklega 2 borgartulltrúa ásamt Áslaugu og Hildi sem stóðu ekki lappirnar gegn DBE í skipulagsmálum, samþykktu hans stefnu þvert á stefnu flokksins.
" Lýðræðisást " meirihutans felst í að leyfa þér að ákveða hvsr einhver bekkur er settur meðan þeir hunsa vilja um 70 þús einstakliga sem vilja Reykjavikurflugvölll áfram í Vatnsmýrinni, = öruggar flugsamgöngur við höfuðborg íslands.
Í mai fá Reykvíingar að velja hvort þeir vilja áframhald að sama getuleysinu við rekstur borgarinnar , fall í þjónustukönnun við borgarbúa eða meirihluta sem vill bæta Reykjavík, samgöngur, leikskóla, skóla, aldraða svo ekki sé talað um halda borginni hreinni og svo er það grundvallarmurinn frelsi einstaklingsins til ákvarðartöku gegn forræðishyggju DBE og félaga.
Takk sömuleiðis fyrir umræðuna.
Óðinn Þórisson, 18.1.2018 kl. 21:18
Þorsteinn - sammála gagnrýnihn á borgarlínuna snýst ekki um anstöðu við almenningssamgöngur, það vilja allir sjá góðar almenningssamgöngur, en raunvöruleikinn er sá að aðeins 3 % nýta sér þjónustu strætó , og hvað hefa DBE og félagr gert fyrir hin rúm 90 % , ekki neitt heldur unnið gegn frelsi fólks til að ákveða hvernig það ferðast um borgina.
Rétt við erum einfaldlega of fá þannig að borgarínan gangi upp en strútarnir eru pikkfastir með hausinn i´jörðinni í sinni forræðishyggju, óskynsemi og veruleikafyrringu.
Óðinn Þórisson, 18.1.2018 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.