Sterk staða Miðflokksins

Miðflokkurinn er lausnarmiðaður flokkur ólíkt gömlu kerfisflokkunum sem geta ekki breytt um stefnu / skoðun hversu svo slæmar afleiðginar sem það mun hafa í för með sér í  framtíðinni. 

En halda áfram í blindni í t.d að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús á kolvitslusum stað sem mun leiða til skipulagsslys af þeirri stærðargráðu sem áður hefur vart sést.

Það er mikilvægt að rödd skynsminnar og framtíðarinnar komist að í sem flestum sveitarfélgum.

X-M


mbl.is Stefnan tekin á sveitarstjórnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Þetta var óvænt. 

Hættur að styðja Sjálfsstæðismenn ?

Ég skil svo ekki þessa bólu sem SDG kom upp með. Það sést ef rýnt er í verkefnið að margt af því sem hann hefur rætt um sem ætti að hindra uppbygginguna, er einfaldlega rangt.

En það má hafa skoðanir.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 30.1.2018 kl. 10:57

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - það kom fram í fréttum um dagin að DBE vill að stór hluti starfsfólks LSH ferðist í framtíðinni með strætó / hjóli til vinnu, þetta gengur ekki upp , fólk verður að fá að ráða því sjálft hvernig það ferðast um borgina.

Án stórfelldra vegaframkævmda eins og við Snorrabraut / Hringbrautar gengur þessi staðsetning ekki upp, því miður.

Óðinn Þórisson, 30.1.2018 kl. 17:24

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Þú ert að misskilja, þó svo það sé fróm ósk okkar ágæta borgarstjóra um að fleira starfsfólk fari á hljólum til vinnu, þá gleymir þú því að mörg fyrirtæki og stofnanir umbuna starfsfólki sínu með því að nýta sér almenningssamgöngur og annan flutningsmáta. Það er búið að vera til lengi.

Ég sé að þú ert á sama vegi og leiðtogi þinn, SDG  að reyna halda því fram að nauðsynlegur nýr lSH verði byggður á Snorrabraut. Það er því miður ekki þannig. Þeir sem hafa e-ð kynnt sér málið sjá að þannig verður það alls ekki. Sjá hér: http://www.nyrlandspitali.is/images/islenska/verkefnid/samkeppni/samkeppni_um_forhonnun/vinningtillaga_=_spital/02-landspitali-1af[1].jpg

Sigfús Ómar Höskuldsson, 30.1.2018 kl. 18:07

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - rétt mörg fyrirtæki bjóða upp á þennan valkost að styrkja starfsmanninn ef hann vill sjálfur taka strætó, ekki þvinga hann , það er stór munur.

Umferðar / bílastæðamál við LSH við Hringbraut eru spungin og mun þetta skelfilega ástand þarna bara versna. Það verður að hyggja að neyðarakstri sjúkrabíla að þeir lendi ekki fastir í umferðarteppu með fárveikan sjúkling.

Ég á ekki von á því en vona að kerfisflokkarnir sem þora vart að taka ákvarðanir staldri aðeins við og sjá að þetta er framkvæmdaslys í uppsyglingu, horfum til framtiðar og byggjum nýtt þjóðarsjúkrahús á stað þar sem gert ráð fyrir fólki.

Óðinn Þórisson, 30.1.2018 kl. 19:45

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Getur þú bent á það hvar ágætur DBE á að hafa hótað/þvingað téða starfsmenn ? Held því enn fram að þú og margir séu að oftúlka, jafnvel ýkja, málstað ykkur til heilla.

Ég get bara ómögulega séð þá vá sem þú vísar til. Það er rétt, já á tvisvar á sólarhring er umferðin ansi þung um Sæbraut, Miklubraut, Breiðsholtsveg, Bústarðarveg, Flókagötu og margar aðrar götur. 

Það eitt og sér getur ekki hindrað framkvæmdir við nýjan LSH. Þar á bak við liggja fátæk rök að mínu mati.

Það er ljóst á myndinni sem ég vísa til hér að ofan að meginþorri framkvæmdanna mun eiga sér stað á milli Miklubrautar og þeirra gömlu. Eins verða það bílastæðin sem snúa að Snorrabraut, þannig ekki verð kranarnir þar.

Auðvitað er flokkum eðlilegt að hafa nokkur mál á takteinunum en þetta er undarlega smjörklípa þegar styttist í kosningar og ljóst að nýr LSH mun rísa við Miklubraut, alveg sama hvort SDG nær manni einn eður ei. 

Ekki einu sinni Sjallar munu stöðva málið komist þeir í oddaaðstöðu. Ekki frekar að þeir skipti út handónýtum og dæmdum Dómsmálaráðherra.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 30.1.2018 kl. 20:06

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - LSH - er þjóðarsjúkrahús okkar allra og það verður að tryggja góðar samgöngur við hann , bæði umferðar og flugsamgöngur.

Bæði þessi og fyrrv. borgarstjornarmeirihluti hafa unnið gegn þessum þáttum , aðeins þrengt götur og reynt að loka Reykjavíkurflugvelli. M.a hundsað yfir 60 þús undirskiftir , ekki mjög lýðræðislegt.

Ef samgöngur verða ekki lagi við nýjan LSH hverng á þá að fá fólk til  vinna þar, fólk mun ekki láta þröngsýna forræðishyggjustjórnmálamenn ráða þvi hvernig þsð ferðast til og frá vinnu.

Teitur Atlason var i mogun í viðtali við þá x- bræður og þar sagði hann að Samfylkingin væri sósíalistaflokkur. og frelsi einstaklingsins hefur alddrei verið þar ofarlega á blaði.

Óðinn Þórisson, 30.1.2018 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband