4.2.2018 | 12:47
SamfylkingarSilfur
Það eru margir á þvi að Rúv hafi spilað stóran þátt í að heiðursmaðurinn Sigmundur Davíð var hrakinn frá völdum.
Silfrið í dag, vettvangur dagsins virðist hafa vera sett upp gegn Sigríði Andersen.
Hverjir voru valdir til að sitja við borðið, hver fékk mest að tala og um hvað, lögmaður hvaða fjölmiðils var þarna og hvaða formaður 1% flokks var þarna og jú Birgir fékk að sitja við borðið og taka við öllu frá öllum við borðið.
Rúv virðist vera í mikilli pólitík.
Nefndin íhugar að hleypa umboðsmanni að | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:48 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 888612
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það er ekki nyrr að Rúv se i kosninfaham ,en fyrst af öllu er það að Sigriður Andersem vill stemma stigu við fjölda hælisleitenda hingað sem er að gera vinsti menn óða og fá sannarlega hepplegan leiknmann sem stendur undir þvi nafni ,sem Helga Vala er !
rhansen, 4.2.2018 kl. 15:14
rhansen - við verðum og eigum að reka ábyrga innflytjendarstefnu og vita hverjum við erum að hleypa inn í landið, þar teysti ég SA.
Óðinn Þórisson, 4.2.2018 kl. 15:25
Auðvitað er í lagi að hafa skoðanir á RÚV, en ég er algerlega ósammála að þinn fyrrverandi flokksfélagi [Birgir]hafi talað minnst. Hann fékk augljóslega að tjá sig mest af þeim sem vildu tjá sig um málefni dæmds Dómsmálaráðherra.
Talandi um það, það er rétt sem kom fram í umrræðunum, þeir sem styðja harðlínuna í Sjálfsstæðisflokknum, þeim hluta flokksins sem dæmdur Dómsmálaráðherra sækir sinn stuðning frá er fátt heilagt, mögulega Valhöll og ritstjóri hagsmunablaðs útgerðarinnar. Ljóst má vera að nú situr pólitískt skipaður Landsdómur. Ljóst er að ég og margir aðrir bera 0% traust til þess dómstigs og mun ég ekki viðurkenna dóma frá honum.
Staðreyndirnar eru skýrar, dæmdur ráðherra fer af stað, notar undanþáguna, byggir það sumari 2017 á röngu mati hæfnisnefndar. Ráðherra hlýtur dóm fyrir og mun þurfa sitja undir frekari skaðabótum af hálfu ríksinsins, okkar, mín og þín. Nú þegar kreppir að og ný gögn koma fram þá er sunginn nýr tónn, að ráðherra hafi verið skylt að breyta út af niðurstöðu hæfnisnefndar út af "jafnréttissjónarmiði". Það frekar hlálegt þegar lesnar eru ræður dæmds Dómsmálaráðherra frá því í Feb 2017 að mati ráðherrans skipti jafnréttissjónarmiðið engu.
ERGO;: Dæmdur ráðherrann ætlar að sitja þrátt fyrir átölur, gagnrýni og dóm Hæstaréttar. Nú mun svo reyna á skaðabætur og svo mögulega ómerkingu allra dóma frá Landsrétti.
Ekki nema þörf að þetta mál þurfi að ræða.
Er ekki RÚV einfaldlega að sinna hlutverki sínu ?
Sigfús Ómar Höskuldsson, 4.2.2018 kl. 15:29
Sigfús Ómar - hlutverk rúv, rúv segir sig& auglýsir sig sem rúv allra landsmanna, en er rúv " allra " landsmanna ? Fréttatofa rúv hefur aðgang að peningum fólksins í landinu og skylda þeirra til að gæta hlutleysis.
Þetta er reyndar Landsréttur sem var kosinn / samþykktur af alþingi.
Það er mjög sérstakt að allaf þegar einhver fær ekki eitthvað starf / embætti hjá ríkinu þá leita menn skaðabóta, ef þú sækir um starf þá er alltaf sá möguleiki að þú verðir ekki valinn, margir þættir hafa áhrif á hvort viðkomandi er ráðinn eða ekki.
Samfó / Pírtara hafa tvo valkosti, leggja fram vantraust eða hætta þessum pólitíska leik og leifa Sigrði Andersen að vinna sína vinnu.
Óðinn Þórisson, 4.2.2018 kl. 18:03
Það getur ekki verið annað en þitt huglæga mat, sem þú mátt hafa, sem metur að RÚV sé jafn hlutdrægt og þú vilt vera láta. A.M.K liggja engar tölur sem staðfesta því sem þú heldur fram. Síðustu tölu sem ég hef séð var þegar þinn foringi stýrði hér málum og þinn fyrrum foringi var sá sem oftast var rætt við i ágætum þætti á RÚV , Speglinum. Þinn núverandi foringi var ekki eins ofarlega á lista, en þá var Framsóknarkonan Eygló í öðru sæti og núverandi Forsætisráðherra í 3 sæti.
En sem fyrr, ef þú átt staðfestar tölur sem sannreyna meinta hlutdrægni, þá væri ég til að sjá slíkt.
Ef við göngum út frá því að það sé eðlilegt að ráðherra skipi dómara, án aðkomu hæfnisnefndar, hvað þá heldur 15 stk og það verði þá að vera samþykkt að meirihluta atlkvæða, ekki auknum meirihluta eða samhljóða, þá hjótum vði að vera sammála um að þeir dómarar að vera pólitískt skipaðir, ekki endilega út frá hæfni. Enda hefur Hæstiréttur Íslands kveðið upp úr með það að dæmdur Dómsmálaráðherra hafi ekki rannsakað hæfi hvers og eins af þeim 15.
Á meðan slíkt er þá er ljóst að margir á Íslandi, þ.á.m ég sem treysta ekki Landsrétti.
Minni á viðkvæmt mál sem sneri að breytingum á stjórnarskrá, þá hélt þinn fyrrum flokkur því hátt á lofti að slíkar breytingar yrðu að gera í sátt, ekki í pólitísku róti og ekki gert með því að þvinga málum í gegnum þingið.
Ljóst er að slikur málflutningur á þeim tíma var þá innihaldslaus nú úr því að hér má útbúa nýtt dómsstig sem skipað er einstaklingm sem sérfræðingurinn og nú dæmdur Dómsmálaráðherra kvað upp úr og þá með þingstyrk á bak við sig á Alþingi, ekki auknum meirihluta eða samhljóða niðurstöðu þingsins.
Þannig er niðurstaða hlýtur þá að vera þessi; Þinn fyrrum flokkur er slétt sama um lýðræði, samkomulag eða pólitískar aðgerðir, bara svo lengi sem sá dapri flokkur ráði, þá er allt í keiinu.
En nú byrjar ballið fyrir alvöru, búið að stefna fyrsta dómaranum fyrir Landsrétt og það fer fyrir Hæstarétt. Vonum það besta, vonum ekki að að það verði staðfest, vonum að þeir meginlandsdómstólar, sem einn af þínum foringjum og vinum hafa leita til, komist ekki að þeirri niðurstöðu sem gæti komið upp, að skipun Landsréttar standist ekki og þjóðin, skattborgara þessa lands sitji ekki upp með 15 verkefnaslausa dómara út sína starfsævi. Því ef það gerðist, myndi núverandi dæmdur Dómsmálaráðherra heldur ekki víkja, þrátt fyrir allt "væl" eins og þú kýst að kalla það.
Slík er auðmýktin.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 4.2.2018 kl. 21:39
Sigfús Ómar - andstaðan við Rúv - birtist reglulega hjér á mogga- blogginu, það er fésbókarsíða sem heitir Lokum - Rúv - o.s.frv.
En aðalatrið er að fréttastofa Rúv býr við það sem enginn annar fjölmiðill býr við endalausa peninga frá skattgreiðendum, þannig að maður hefði haldið að þeir myndu vilja sýna það að þeir væru rúv allra landsmanna en ég tel þá ekki rúr " allra " landsmanna. Þetta i gær var langt frá því að vera hlutlaust.
Traust á Rúv, nei ég bert ekki traust til Rúv, ég ber ekki traust til ráðherra VG vegna Icesave - traust þarf að vinna sér inn, og vonandi sýnir Rúv okkur það og þessir ráðherrar VG að það sé hægt að treysta þeim.
Ég vil Rúv sem litla stofnum , rúv af auglýsingmarkaði og skylduskattinn burt, þeir borga sem vilja borga fyrir rúv , aðrir ekki.
Óðinn Þórisson, 5.2.2018 kl. 07:14
Ok, þetta er þá sjónarmið, að RÚV og þá um leið fréttastofa RÚV séu hlutdræg. Það verður þá að vera huglægt mat þess sem það leggur fram. Á meðan engar tölur, greiningar eða staðfestar rannsóknir á að RÚV í heild sinni eða einungis fréttastofan dragi taum ákveðinni stjórnmálaafla, þá er þetta skoðun þeirra sem það setja fram en ekki staðreynd.
Þó svo að þessi 1. kór 13, þá sömu bloggarar, Jón Valur, Páll Vilhjálmsson, Halldór, og allir hinir 20 skrifi þessa skoðun sína daglega, þá að mínu viti gerir það þær skoðanir að staðreyndum.
Þó svo að lítill minnihluti hafi hátt, þá gerir það ekki hávaðann að sannleika eða hvað ?
Þú treystir ekki RÚV, flott en það er þá þitt álit. Ég treysti RÚV og nýti mér reglulega. Þar er einfaldlega munur á okkur.
Um óskir þínar um að umbylta RÚV, þá er vert að skoða það mál. Tilvalið mál til að spyrja þjóðina.
Nei þá man ég, þínir fyrrum félagar hafa einatt komið í veg fyrir þjóðin komi að beinum ákvörðunum.
En sé að þú hættur að taka til varna fyrir fyrrum flokkksfélega, félaga Andersen.
Sjáum til hvernig þau mál þróast, hvort Hæstiréttur ógildir alla dóma Landsdóms í framtíðinni eða hvort harðlínuöflin í þinum gamla flokkki fái sínu fram og dæmdur Dómsmálaráherra fái að sitja áfram.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 5.2.2018 kl. 09:44
Sigfús ómar - það er ekki hægt að halda þjóðaratkvæðagreisðlu um það hvort það eigi að halda áfram að skylda fólk til að borga fyrir Rúv. Ég er með hugmynd um hvernig er hægt að leyfa þeim að borga fyrir Rúv sem vilja það og þá valkost sem vilja það ekki. Mun skrifa um það fjótlega.
Við skulum sjá hvort Samfó / Píratar hafa þora til að leggja fram vantraust á Sigríði Andersn.
Hvað gerist í framtíðini hvaða dóma Landsréttir ógildi verður bara að koma í ljós.
Þeir sem þar eru , eru þar kosnir / samþykktir af alþingi.
Óðinn Þórisson, 5.2.2018 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.