Miðflokkurinn - leiði breytingar og nýtt upphaf fyrir Reykjavík

Kerfisflokkarnir eru ekki líklegir til að geta leitt alvöru breytingar í sveitarstjórnum og sérstklega ef litið er til Reykjavíkur.

Miðflokkurinn er launsamiðaður flokkur em leitast við að finna raunsæjar lausnir á málum og er óhræddur við taka á málum og koma fram með tillögur og framkvæmda alvöru breytingar.

Það þarf flokk eins og Miðflokkinn sem skilur hlutverk Reykjavíkur sem höfuðborgar og er reiðubúinn að bjóða upp á alvöru lýðræði og myndi aldrei hundsa yfir 60 þús undirsktifir fyrir að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni.

X-M.


mbl.is Í viðræðum um sameiginleg framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ekki að ég ætli mér að tuða lengi og oft um þetta en þú vísar í undirskrif 60.000 manna um viðveru og óbreyttrar flugvallamyndar. 

Höfum í huga að þeir sem réðu þá í borginni, ráða enn og vonandi ráða áfram, lofuðu aldrei að skoða með að skipta um skoðun eða hlusta á skoðanir annarra í þessu máli, þetta var og er þeirra stefna, enda fengu þeir umboð til þess árið 2014.

Vert hinsvegar að rifja upp að þegar þinn nýji foringi stýrði hér ríkisstjórn, þá var því lofað að kjósa um áframhald á viðræðum við ESB, að þjóðin kæmi að því.

Þá komu fram 53.000 undirskriftir sem fóru fram á að sú ríkisstjórn myndi standa við það loforð.

Auðvitað var ekki staðið við það. 

Skiptir þá engu máli um hvað efnið var. Ég er einfaldlega einn af þeim að ef ég segi e-ð þá stend ég við það.

Það gerði ekki núverandi formaður Miðflokksins, þáverandi formaður Framsóknar.

Hví skyldi Miðflokkurinn standa þá við sín kosningaloforð ?

Spyr sá sem ekki veit.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 5.2.2018 kl. 09:57

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómaar - það að DBE hafi hundsað vilja yfir 60 þús íslendinga í flugvallarmálinu sýnir í hnotskurn að hann skilur ekki hlutverk höfuðborgarinnar gagnvart landsbyggðinni.

Eftir að ríkissjórn vg og samfó tapaði þjóðaratkvaæðagreislunni um Icesavs 98 % sögðu NEI þá átti sún ríkisstjórn að segja af sér.

Samfól lofaði þjóðinni 2009 að flokkurinn myndi skila samning fyrir þjóðina að kjósa um en stoð ekki við það, setti viðræðurnar á ís haustið 2012.

Óðinn Þórisson, 5.2.2018 kl. 19:12

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Þú mátt hafa þína skoðun á Degi og Samfó. 

Það breytir því ekki að ríkisstjórn SDG og BB lofaði að þjóðinni yrði gefinn kostur að kjósa um áframhald viðræðna við ESB við lok þess kjörtímabils. 

Þessu er ekki hægt að snúa sér út úr, þetta var sagt hér: https://www.youtube.com/watch?v=x7CK7-N-iT8&t=3s

Gott að skoða vel og hlusta á tímapunktinum 1:13.

Kýrskýrt.

Þarna liggur munurinn á því sem þú sakar Dag um og svo það sem þinn foringi sveik. Dagur lofaði aldrei þjóðaratkvæðagreiðslu né að tiltekinn hluti undriskrifta myndi fá hann og hans fólk til að breyta um stefnu. Enda var Dagur kosinn af íbúum RVK, ekki þeim sem skrifuðu undir téðan lista að mestu.

Hvað svo mönnum og konum finnst um að hann ætti að gera með téðan lista hjá sér er svo bara allt annað mál

Hitt stendur skýrt, þinn foringi lofaði. Dagur gerði það ekki.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 5.2.2018 kl. 19:58

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - ok Dagur þurfti ekki að hlusta á vilja yfir 60 þús íslendinga um flugöryggi.

Skoðum þá þjónustu við íbúa reykjavúkur , falleinkun og neðst af öllum sveitarfélugum landsins í öllu sem snýr að þjónstu við borgarana.

Aldrei gengið betur samt safnar reykjvaík skuldum.

Dagur o.félgar hafa sett 900 milljónir á ári í að bæta srætó undanfarin 4 ár, var 4 % nýting og er það enn í dag. Engar vegaframkvæmdir í reykjvaík nema þrengja götur til að sýna fram á hvað einkabíliinn er ömurlegur ferðaksotur en það sem þeir skylja ekki er að það er ekki hægt að kúga fólk í strætók Fólk vill ráða sjálft hvernig það ferðast um borgina en Dagur er að berjast á móti því.

Þetta kemur í ljós í vor, þá munu Dagur og félgar fá sinn pólitíska dóm frá reykvíingum.


Óðinn Þórisson, 5.2.2018 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband