" Mér skilst að hún sé að reyna að færa mikið af þessum einkareknu fyrirtækjum undir ríki "
Það er mjög mikilvægt að formaður eða varaformaður Sjálfstæðisflokksins komi fram og skýri út afstöðu flokksins til þessa niðurrifs VG á einkarekstri í heilbrigðiskerfinu.
Karitas gegnir mjög mikilvægu hlutverki í okkar samfélagi en þessi ákvörðun Svandísar er í samræmi við stefnu VG gegn einkarekstri.
Hvernig bregst Sjálfstæðisflokkurinn við þessu, flokkur sem hefur talað fyrir einkarekstri og frelsi einsaklingsins ?
Hrafnhildur ósátt við Svandísi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 96
- Frá upphafi: 888608
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sem stóð í þeirri trú að bæði Miðflokks- og Sjálfsstæðismenn vildu að vel væri farið með skattfé okkar allra.
Get skilið afstöðu ráðherrans ef ætlunin er að nýta féð í fjárvana ríkisstofnun sem er að þjóna sama hlutverki.
Menn hljóta að skilja að á litla Íalandi er aðeins pláss fyrir eitt heilbrigðiskerfi, ekki mörg.
Ef menn, Miðflokksfólk og Sjallar vilja hér annað, rekið á forsendum einkaaðila með þeim hagnaði sem það kann að búa til, gera menn þá á sínum forsendum ekki á forsendum skattfés almennings.
VIð hljótum öll að vilja gott heilbrigðiskerfi, fyrir alla. Þá setjum við ekki aukið fé í einkareknar heilbrigðiseiningar en skerum niður hjá því sem á að þjóna meirihlutanum.
Vija menn og konur mismunun þar líka ?
Sigfús Ómar Höskuldsson, 24.4.2018 kl. 20:55
Sigfús Ómar - einkarekstur er og hefur verið víðsvegar í heilbrigðiskerfinu, tannlækningar, fótaaðgerðir, Orkuhúsið, Klíníkin o.s.frv.
Það hefur enginn hægri/miðju maður/flokkukr talað um að einkavæða LSH, en hann mun aldrei geta sinnt allri heilbrigðisþjónustu á íslandi, heilbrigðiskerfið getur ekki verið rekið alfarið af ríkinu hvað svo sem Svandís og sósíalistar vilja.
Stefna hægri ( mið ( jafnaðar flokka og það var líka stefna gamla góða Alþýðuflokksins að ríkið sé ekki allt í öllu.
Óðinn Þórisson, 24.4.2018 kl. 21:23
Rétt, einkarekstur hefur verið lengi til en með misgóðum árangri. Sumir taia um sjálftöku, aðrir um nauðsyn að hafa val.
Hitt ber þó að benda á það ávallt pólitískur vilji sem stýrir áherslunum. Ljóst er að síðan 2013 hefur verið skorið niður í "almenna" helibrigðiskerfinu en 40% aukning til "einkageirans".
Hvað sem Alþyðuflokkurinn eða aðrir sögðu, þá er það mín skoðun að best sé að reka eitt gott kerfi og koma því á lappir í stað þess að reka hér tvö kerfi sem þjóna sitthvorum markhópnum.
Á meðan það er gert, er illa farið með skattfé okkar beggja, að mínu mati.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 24.4.2018 kl. 22:55
Sigfús Ómar - ég held ég sé búinn að finna flokk fyrir þig, Alþýðufylkiningn hans Þorvaldar Komma.
Óðinn Þórisson, 24.4.2018 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.