29.4.2018 | 14:15
Samfylkingin vill loka Reykjavíkurflugvelli
Reykjavíkurflugvöllur er öryggismál, samgöngumál og atvinnuál.
Lýðræðisást Samfylkingarinnar er ekki meiri en svo varðandi Reykjavíkurflugvöll að flokkurinn tók ekkert mark á yfir 60 þús undirskrifum um að Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram í Vatnsmýrinni.
Dagur og Eyþór tókust á | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Enn þreyjir þú þorrnna með að téð atkvæðisgreiðsla hafi haft e-ð vægi. Ég styð allt svona en menn og konur, andstæðingar og samherjar verða að átta sig á því á meðan þinn fyrrum flokkur kemur ítrekað í veg fyrir lýðræðislegar breytngar á stjórnarskrá, þannig að almenningur geti komið málum á dagskrá með beinum hætti, undirskriftum eða öðru, þá telur þetta lítið.
Eins var þetta ekki e-ð sem þeir sem ráða höfðu áhuga á pólitíkst og því bar þeim engin skylda að horfa í þennan lista, ekki frekar en þinn núverandi leiðtogi og sá fyrrv. tók ekki markt á þessuim 53.000 sem vildu halda áfram með viðræður við ESB.
Þér er tamt um að ræða skattfé og meðferð þess. Á einum tímapunkti verðum við, þá líklega afkomendur okkar, að velja á milli þess að byggja upp íbúabyggð þar sem innviðir eru fyrir eða hefja upp á nýtt að útbúa ný hverfi með tilheyrandi kostnaði.
Svo því sé svo haldið til haga, þá geta ekki allar gerðir þeirra farþegaþotna sem eru skráðar í eigu íslenskra flugfélaga, nýtt sér flugvöllin hér í RVK, þannig að flugvöllurnn tikkar alls ekki í öll boxin, ef á að horfa til öryggisþáttarins. Skil svo ekki tenginguna við atvinnumál, ef flugið færist, þá einfaldlega færasta störfin með.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 29.4.2018 kl. 14:33
Sigfús Ómar - ef Samfylkiningin í raun styður atkvæðagreiðslur um stór mál þá ætti flokkurinn í þessu máli risastóra hagsmunamáli allra íslendigna að sýna frumkvæmið og leyfa henni að segja sína skoðun.
Það skiptir miklu máli hvernig farið er með skattpenigna almennings, framkvæmdir við Milubraut kostuðu um 500 milljóir og nú vill Samfylkingin setja Miklubraut í stokkk. Þarna var illa farið með peninga almennings.
Nýr flugvöllur kostar a.m.k 100 milljarða, skattgreiðdndur munu borga það ekki Samfylkingin. Viltu taka þá peninga frá LSH ?
Þar liggur engin niðurstaða fyrir um hvar eigi að byggja nýjan flugvöll pg nákvæmlega hvað hann myndi kosta er rétt að Reykjavíkurflugvöllur verði þar um ókomna framtíð.
Allar B-757 og B-737-800 vélar Icelandair geta lent þarna.
Hvað með náttúruhamfarir hér á höruðborgarsvæðinu, ef þarf að flytja fólk úr borginni ? Við getum ekki og eigum ekki að spila með líf fólks með því að loka Reykjavíkurflugvelli.
Óðinn Þórisson, 29.4.2018 kl. 16:01
Mér finnst þú skauta yfir kjarnann, ef þetta er e-ð sem á að gilda, þá þarf að breyta stjórnarskrá. Það vill alls ekki þinn gamli flokkur, því þá fyrst fer að halla undir fæti.
Þú getur ekki bara valið að sumar undirskrifir gildi á meðan aðrar má bara ekki ræða. Ljóst er þinn gamli flokkur notar sitt frumkvæði við að koma í veg fyrir beint lýðræði. Byrjum þar.
Merkileg þessi imugust þín og margra á verkum meirihlutans hér í borg. Ef ekki hefði verið farið í síðustu breytinga á Miklubraut til að bæta umferðarflæðið, þá hefði líka kórinn sungið. Held að breyti því bara ekki hvað þeir gerðu, ef það er ekki alveg eins og Miðflokksmenn vilja, þá það verra.
Skondið samt að sjá hvernig þinn gamli flokkur vill nákvæmlega sömu ráðstöfun og núverandi meirihluti boðar með Borgarlínu, einu munurinn er að það má ekki Borgarlína, þó´svo að allir sjái að það er það sama.
Við gætum svo náttúrulega öll flutt okkur til Brexit, þá er ekki verið að taka neina áhættu með náttúruöflin. Þetta er auðvitað engin rök í málinu ekki frekar en það nýjasta hjá oddvita Miðflokksins (þessarar sömu og sakaði alla innkaupastjóra hjá ríkinu um þjófnað) þar sem því er haldið fram að "menn hjá Borginni séu vísvitandi að halda öllum umferðarljósunum illa samstilltum, þetta viti allir" og þetta sett fram á allra röksemda.
Ég er einfaldlega að benda á að flugvöllurinn í RVK gerir margt en hann tikkar ekki í öll boxin og jú, það eru fleiri flugfélög en Icelandair.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 29.4.2018 kl. 16:46
Sigfús Ómar - aðeins Píratar og Samfylkinign hafa viljað rífa núverandi stjórnarskrá. Það hefur alltaf verið viji hjá öðrum flokkum vg, framsókn og sjálfstæðisflokknum að breyta stjórnarskránni.
Bara að minna á að stjórnlagaráðskosningarnar voru dæmdar ógildar og það var mikið áfall fyrir allt það ferli sem hafði leitt til þess að þjóðin fékk að kjósa sína fulltrúa í stjórnlagaráð. Eftir þá niðurstöðu þá stóð bara stjórnlaþing sem hafði ekki umboð frá þjóðinni.
Borgarlínan er bara lína í huga Dags sem er algerlega ótúrfærð framkvæmdalega séð og nú sú síðast á slþingi svaraði BB spurningu SDG varðandi fjörmögnun ríkisstjórnarinnar á kosningaloforðum Samfylkingarinnar í Reykjavík að það stæði ekki til enda þröngur rammi.
Ekkert tikkar inn í öll boxin , þá á líka við um Reykjavíkkurflugvöll en að loka honum áður en búið er að ákveða staðsetnigu og fjárm0gnun á nýjum flugvelli er beinlínis stórhættulegt.
Óðinn Þórisson, 29.4.2018 kl. 17:59
Það er undarlegt að lesa skrif manns, sem vill nýja stjórnarskrá af því hún gefi landsmönnum tækifæri til að safna undirskriftum um hin ýmsu mál, afneyta slíkri undirskrift. Þetta hefði einhver tímann verið kallað rugl, en flokkast í dag undir skilgreiningu sem stundum er nefnd Ragnar Reykás heilkennið
Gunnar Heiðarsson, 29.4.2018 kl. 20:22
Gunnar - Samfylkinign hefur talað fyrir þvi að almenningur komi meira að ákvörðun um máefni borgarinnar en þegar flokkurinn fær raunvörulegt tækifæri til að styða það í raun og veru gerir hann það ekki þar sem flokkurinn er beinlínis á móti Reykjavíkurflugvelli eins og er með Sigfús Ómar.
Óðinn Þórisson, 29.4.2018 kl. 21:02
Það má kannski minna á það að allt blaður um "nýju stjórnarskrána" er tómt bull. Það er ekkert til sem heitir "nýja stjórnarskráin" heldur var þarna um að ræða "TILLÖGU UM NÝJA STJÓRNARSKRÁ", sem til allrar Guðs lukku, var fleygt því þessar tillögur voru ekki pappírsins virði, sem þær voru skrifaðar á......
Jóhann Elíasson, 30.4.2018 kl. 09:47
Jóhann - Píratar og Samfylkinign vildu að alþingi myndi samþykkja þessar tillögur án umræðu á alþingi, Þetta stjórnlagaþing og svo ráð var í raun aðför að lýðrðinu.
Óðinn Þórisson, 30.4.2018 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.