40 fyrirtæki á Laugavegi og Skólavörðustíg farin á 2 árum

Því miður þá held ég að það sé algerlega tilgangslaust að reyna að eiga samtal við borgarstjóra um að hætta við lokun gatna þó svo að hann viti það að lokunun hafi skelfileg áhrif á reksur kaupmanna á svæðinu.

Dagur B. sturtaði niður yfir 60 þús undirskrifum um Reykjavíkurflugvöll sem er öryggismál, samgöngumál og atvinnumáll og maður spyr sig hversvegna ætti hann að taka mark á kaupmönnum.


Dagur B. ætlar að loka Reykavíkurflugvelli og loka miðborg Reykjavíkur fyrir einkabílnum, hverjar svo sem afleiðingarnar gætu orðið.


Ég vil Dag B. burt, nægar eru ásæðurnar.


mbl.is Uppgefnir á lokun gatna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 71% Reykvíkinga eru ánægðir með göngugöturnar í miðbæ Reykjavíkur, samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Maskínu.

Meirihlutaflokkarnir í borgarstjórn Reykjavíkur og allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu síðastliðið haust að gera hluta Laugavegar að göngugötu allt árið og fjölga göngusvæðum í Kvosinni.

Sautján þúsund manns ganga eða hjóla í Bankastrætinu og á neðsta hluta Laugavegarins að meðaltali á degi hverjum, eða 6,2 milljónir manna á ári.

Þriðjungur Reykvíkinga býr vestan Kringlumýrarbrautar og þar eru langflest hótel, gistiheimili og veitingastaðir á höfuðborgarsvæðinu, að eigin ósk.

Og þar vilja flestir Reykvíkingar búa samkvæmt skoðanakönnunum.

Undirritaður gisti á fínu og dýru hóteli við göngugötu í gamla miðbænum í Tallinn í Eistlandi, Vanalinn, þar sem bílaumferð er óleyfileg, einnig leigubíla, þannig að ég varð að ganga síðasta spölinn að hótelinu.

Og hálft árið 2017 leigði ég íbúð við langa göngugötu í miðborg Búdapest, þar sem bílaumferð er einnig óleyfileg, nema snemma á morgnana til að koma vörum til allra veitingahúsanna, verslananna og hótelanna sem eru við götuna.

Þorsteinn Briem, 9.2.2019 kl. 17:03

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.6.2015:

"Lengsta mögulega vegalengd sem fólk þarf að ganga frá bíl sínum til að komast í alla verslun og þjónustu á Laugaveginum í miðbæ Reykjavíkur er 350 metrar þegar lagt er í bílastæðahúsi, sem jafngildir um þriggja mínútna gangi miðað við meðalgönguhraða.

Þetta kemur fram í úttekt sem Andri Gunnar Lyngberg arkitekt hjá Trípólí arkitektum og Björn Teitsson upplýsingafulltrúi unnu."

Þorsteinn Briem, 9.2.2019 kl. 17:04

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.2.2015:

"Marg­falt dýr­ara er að leggja í bíla­stæðahús­um í miðborg­um höfuðborga annarra landa á Norður­lönd­un­um en í Reykja­vík.

Í Osló er það frá þris­var og hálf­um sinn­um til sjö sinn­um dýr­ara en hér, jafn­vel þó miðað sé við fyr­ir­hugaða hækk­un á gjald­skrá bíla­stæðahúsa Reykja­vík­ur­borg­ar."

Margfalt ódýrara að leggja bílum í bílastæðahúsum í Reykjavík en miðborgum annarra Norðurlanda

Þorsteinn Briem, 9.2.2019 kl. 17:05

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.9.2013:

"Þeir sem eiga er­indi í miðbæ­inn virðast síður vilja leggja bíl­um sín­um í bíla­stæðahús­um miðborg­ar­inn­ar ef marka má mynd­ir sem ljós­mynd­ari Morg­un­blaðsins náði síðdeg­is í gær.

Á meðan bíla­stæðapl­an við Tryggvagötu, ná­lægt Toll­hús­inu, var þétt­setið og bíl­arn­ir hring­sóluðu um í leit að stæði var aðeins einn bíll inni í bíla­húsi Kola­ports­ins við Kalkofns­veg.

Svo vildi til að það var bíll frá embætti toll­stjóra."

"Bíl­stæðin við Tryggvagötu voru full og mörg­um bíl­um var lagt ólög­lega."

Tómt bílastæðahús en troðið bílastæði

Þorsteinn Briem, 9.2.2019 kl. 17:06

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kosning um Reykjavíkurflugvöll fór fram og spurt var hvort flugvöllurinn ætti að fara af Vatnsmýrarsvæðinu eftir árið 2016 og eftir því hefur verið unnið og samningar gerðir á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins.

20.3.2001:

kosningunni, sem var rafræn, var hægt að kjósa á milli þriggja kosta.

Í fyrsta lagi að flugvöllur yrði áfram í Vatnsmýri eftir 2016.

Í öðru lagi að flugvöllur færi úr Vatnsmýri eftir árið 2016 og í þriðja lagi var hægt að skila auðu."

Meirihlutinn vill flugvöllinn burt í kosningum um framtíð Vatnsmýrarsvæðisins og staðsetningu flugvallarins

Þorsteinn Briem, 9.2.2019 kl. 17:27

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson segir að ekkert sé að marka kosningarnar í mars 2001 um flugvöllinn á Vatnsmýrarsvæðinu, þar sem þessar kosningar séu ekki nýlegar.

Skipulag á flugvallarsvæðinu er að sjálfsögðu gert til langs tíma en ekki til nokkurra ára og fimm borgarstjórnarkosningar hafa farið fram hér í Reykjavík á þessu tímabili.

Meirihluti borgarfulltrúa hefur allan tímann viljað að flugvöllurinn fari af Vatnsmýrarsvæðinu og þetta mál var eitt stærsta málið í öllum  þessum borgarstjórnarkosningum.

Þar af leiðandi hefur að sjálfsögðu verið kosið um flugvallarmálið í öllum kosningunum.

Sumir skoðanabræðra Ómars Ragnarssonar í þessu máli hafa reynt að tefja það að flugvöllurinn fari af Vatnsmýrarsvæðinu með löngum málaferlum, sem þeir hafa tapað en vilja að sjálfsögðu ekki sætta sig við það.

Og þá kemur að sjálfsögðu söngur þeirra um að langt sé liðið frá kosningunum um flugvöllinn.

Því meira sem þeir tefji málið því betra að þeirra dómi, því þá sé lengra liðið frá sérstökum kosningum um málið.

Þorsteinn Briem, 9.2.2019 kl. 17:29

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirskriftir árið 2013 um Reykjavíkurflugvöll voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í alþingiskosningum.

20.9.2013:

"Rétt rúmlega 20 þúsund Reykvíkingar skrifuðu undir á síðuna lending.is.

Að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns undirskriftarsöfnunarinnar höfðu 20.626 Reykvíkingar skrifað undir en um tvö prósent þeirra eru yngri en 18 ára og hafa því ekki náð löglegum kosningaaldri.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru tæplega 88 þúsund manns á kjörskrá í Reykjavík árið 2009, engar nýrri tölur er að finna á síðunni.

En ef miðað er við þær tölur má ætla að tæplega 23% kosningabærra Reykvíkinga hafi skrifað undir til þess að mótmæla flutningi flugvallarins."

Þorsteinn Briem, 9.2.2019 kl. 17:38

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reykjavíkurborg á meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, til að mynda landið undir norður-suður braut flugvallarins, og þar gildir stjórnarkrárvarinn eignarréttur.

"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og meina öðrum að nota hann."

Og ein flugbraut á Vatnsmýrarsvæðinu nægir ekki.

Reykjavíkurborg fer einnig með skipulagsvald á svæðinu, þannig að enga þýðingu hefði fyrir ríkið að reyna að taka landið eignarnámi.

Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.

Og frá þeim tíma hefur verið um 80% verðbólga hér á Íslandi.

"78. gr. Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.

Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 9.2.2019 kl. 17:42

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn, takk fyrir innlitið og öll innleggin.

Þetta snýst um hagsmuni fólks, verslanir eru að hætta rekstri, lítið sem ekkert samráð hefur verið haft við kaupmenn/hagsmunaaðila á svæðinu, lokanir á Laugavek einn og einn dag þegar gott er verður , er bara hið besta mál en hitt leiðir og hefur leitt til þess eins og fyrirsögnin færslunnar bendir á.

Að hundsa yfir yfir 60 þus undirskiftir er bara ólýðræðislegt en kannnski í samræmi við aðra stjórnunarhætti þessa fólks.

Það er ekkert annað á borðinu en Reykjavíkurflugvöllur, og hvar á að taka peningna ca 100 - 180 milljarða til að byggja nýjan flugvöll ?

Óðinn Þórisson, 10.2.2019 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 888612

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband