26.5.2019 | 09:00
Heiðursmaðurinn Bjarni Ben styður að Miðflokksmenn fái að nýta sinn lýðræðislegan rétt
Ég held að það væri mjög vont ef Steingrímur J. sem var annar stjórnarleiðtoginn, hinn Jóhanna Sigurðardóttir sem vildi að þjóðin samþykkti Icesave. myndi stíga skerf gegn tjáningarfrelsinu.
Það var nauðsynlegt að stoppa Jóhönnu í að hér yrði ný stjórnarskrá sem ekki var komin frá löggjafanum.
Ef Steingrímur J. stoppar umræðuna erum við sem lýðræðisleg þjóð þar sem tjáningarfrelsið skiptir öllu máli þá erum við komin á sama stað og lönd sem við viljum ekki bera okkur saman við.
Þingmenn að bregðast þjóð sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 96
- Frá upphafi: 888608
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Óðinn.
Að sjálfsögðu vill Bjarni Ben ekki stöðva svona mikilvægu umræðu Miðflokksmanna úm Orkupakka 3. Umræðan snýst um að fresta beri samþykkt hans á Alþingi og beina honum aftur til nefnda eða einfaldlega hafna honum.
Bjarni Ben veit sem víst að umræður Miðflokksmanna í þessu máli er hans eina von um að hann missi ekki æru sína og þurfi ekki að útskýra fyrir þjóðinni og þá sérstaklega sjálfstæðisfólki, hvers vegna honum hefur snúist hugur frá ummælum sínum útsendingu frá Alþingi þann 22 mars 2018 og segir:
"raforkumál Íslands eru ekki innri-markaðsmál ESB"
Eggert Guðmundsson, 26.5.2019 kl. 11:34
Eggert - forysta Sjálfstæðisflokksins er búin að mála sig út í horn, það kann að vera að málþóf Miðflokksmanna sé það eina sem geti bjargað þeim frá afhroði í næstu kosningum.
Óðinn Þórisson, 26.5.2019 kl. 18:21
Er ekki til tæki til innan flokksins til að stoppa þingmenn í þessari vegferð varðandi Orkupakka 3?
Þarf flokkurinn að þurfa að treysta á dómgreind Miðflokksins engöngu?
Eggert Guðmundsson, 26.5.2019 kl. 18:31
Eggert - það er eitthvað til sem heitir landsfundur, þar eru samþykktar ályktanir sem maður myndi halda að þingmenn flokksins myndu þurfa að fara eftir.
Óðinn Þórisson, 26.5.2019 kl. 19:40
Sæll Óðinn.
Ekki veit ég hvers vegna þú kallar Bjarna Benediktsson heiðursmann, en Miðflokkurinn á sannarlega heiður skilin fyrir málþóf sitt.
Ef ekki væri vegna nærveru fyrrverandi utanríkisráðherra í hópnum, þá væri mér hreinlega skapi næst að styðja flokkinn í næstu kosningum, sem vonandi verða sem fyrst.
Jónatan Karlsson, 26.5.2019 kl. 22:47
Jónatan - ólíkt Loga Einarssyni formanni Sf þá virðir Bjarni Ben lýðræðislegan rétt þingmanna til að tjá sig.
Ég held að timi Gunnars Braga sé liðinn auka Bergþórs, þeir verða að vanda valið vel fyrir næstu kosinngar þá er allt hægt, það er gjá á milli forystu Sjálfstæðisflokksins og almenns flokksmanns í þessu máli, það er enn tækifæri fyrir forystuna að gera rétt og fara að stefnu og hugsjónum flokksins.
Óðinn Þórisson, 27.5.2019 kl. 07:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.