23.7.2019 | 07:32
" Lýðæðisást " Birgir Ármanssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins
Þá liggur það fyrir að formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefur engan áhuga fyrir því að flokksmenn fái a kjósa um OP3 innan flokksins en hann ætlar að tala við flokksmenn.
En verður það ekki einfaldlega oft seint.
Ekki tilefni til atkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott hjá þér, Óðinn, sjálfstæðismanni, að veita formanni þingflokksins aðhald.
Æ, hve bágt eiga þessir menn sem voru þvingaðir til að vitna og syngja með í kór Bjarna, Gulla og Þórdísar.
Skyldu þeir ekki eiga sér neinnar björgunarvon, eftir að Elliði Vignisson steig fram af hugrekki?
Elliði Vignisson tekur af skarið með uppreisn í Sjálfstæðisflokknum gegn 3.orkupakkanum
Jón Valur Jensson, 23.7.2019 kl. 07:53
Jón Valur - það hefur komið fram hjá BÁ að það sé fullkomin sátt um OP3 i þingflokknum en hvað með almenna flokksmenn, við fáum víst aldrei að vita það þökk sé " lýðræðisást " elítunnar.
Elliði á hrós skilað en ég held að BÁ verði hreinlegala að fylgja BB og ÞKRG , þau vilja ekki málið til hvorki þjóðarinnar né almennra sjálfstæðismanna.
Óðinn Þórisson, 23.7.2019 kl. 10:28
Hvað hefur komið fyrir, hvað hefur gerst í Sjálfstæðisflokknum?????? Hefur þetta fólk orðið fyrir einhverri svakalegri hótun, hefur þeim verið mútað eða duttu þau öll á hausinn sem hefur valdið þessari breytingu sem maður sér á gamla flokknum sem maður fylgdi af trú og dyggð hér áður fyrr????????? Það er ekki einleikið hversu flokkurinn hefur snúið af braut lýðræðis, heiðarleika og slagorðunum "Íslandi allt", "stétt með stétt" og "gjör rétt þol ei órétt".
Tómas Ibsen Halldórsson, 23.7.2019 kl. 11:58
Nei, við kjósum þingmenn. Sem betur er ekki kosning um þingmál í Sjálfstæðisflokknum. Atkvæðagreiðslur um einsök tæknileg atriði innan Sjálfstæðisflokksins í stað fulltrúalýðræðis er auðvitað hrein bábilja. En líklegast væri skynsamlegt að láta samþykkja aðildina að EES í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða næstu kosningum, nú eða hafna henni. Sú þjóðaratkvæðagreiðsla fór aldrei fram á sínum tíma. Kannski voru það mistök.
Einar Sveinn Hálfdánarson, 23.7.2019 kl. 15:52
Tómas - það er mjög erfitt að átta sig a þessari afstöðu til OP3, v.formaður hefur sagt að þetta sé bara tæknilegt, ekkert merkilegt, ef svo þá hversvegna má hvorki fólkið i landinu né almennur sjálfstæðismaður segja sína skoðun á málinu í lýðræðislegri kosningu.
Kannski höfum við bara ekki leyfi til að segja NEI við OP3 ?
Flokkurinn verður i vanda í haust samþykki þingmenn OP3 án afgerandi skýringa til flokksmanna.
Óðinn Þórisson, 23.7.2019 kl. 18:36
Einar Sveinn - ef þingmenn ætla að breyta um stefnu og hundsa landsfunarálykun þá þarf að staldra við, það er mín skoðun.
Ég styð heilshugar að þjóðin fái að kjósa um EES, líkt og ætti að gera með OR3.
Óðinn Þórisson, 23.7.2019 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.