Áslaug Arna Ljósið í Ríkisstjórn Íslands

Ég var einn af þeim sem var mjög svekktur yfir því að Bjarni hafi ekki skipað Sigríði Andersen aftur sem dómsmálaráðherra, hún hefði verið fremst allara ráðherra í ríkisstjórninni.

Áslaug Arna er ljósið nú þegar hillir undir að valdatíma Bjarna Ben fer að ljúka og uppstokkun er nauðsynleg.


Næsti landsfundur ætti að kjósa Áslaugu Örnu sem næsta formann flokksins, hún hefur allt til að bera til að leiða Sjálfstæðisflokksinn aftur á þann stað sem hann á að vera.


mbl.is Vonast til að komast af gráa listanum í febrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvað áttu við, Óðinn minn, með því að tefla þarna fram Áslaugu Örnu, sástu ekki hörkulega framgöngu hennar í þágu þriðja orkupakkans (sem mikill meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins var alfarið á móti)?!

Jón Valur Jensson, 19.10.2019 kl. 00:33

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Valur - ég var á móti því að alþingi myndi samþykkja OP3 en við búum við fulltrúalýðræði og þar sögðu 46 þingmenn JÁ og 13 NEI.

Áslaug Arna rétt barðist fyrir OP3 og þar var ég ósammála henni en það eru fleiri mál sem skipta máli, t.d utanríkismál, frelsi í viðskiptum þar sem ég er henni sammála og tel hana besta einstakinginn til að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í ramtíðina og sækja fylgið til baka. 

Óðinn Þórisson, 19.10.2019 kl. 08:46

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ágæti Óðinn, lestu það, sem Styrmir Gunnarsson segir í Mannlífi gærdagsins (s.16,a): 

"Ég held að skýringin á uppgangi Miðflokksins snúist fyrst og fremst um orkupakkamálið. Það vissu það allir þegar þetta mál fór af stað að upp undir helmingur af þingflokki Sjálfstæðisflokksins var á móti því að samþykkja orkupakkann og það var sterk andstaða við það í þingflokki Framsóknarflokksins og einhver andstaða í þingflokki VG. Síðan gerðist það sem alltaf gerist að þingflokkarnir berja sig saman með einhverjum hætti og þessi andstaða hvarf. Þá gengur Miðflokkurinn fram á sjónarsviðið og tekur upp þessa baráttu og nýtur þess auðvitað með ýmsum hætti og þar á meðal í fylgisaukningu ..."

Þarna kemur Styrmir inn á refjar stjórnmálanna, í innra flokksstarfi, sem ekki fer oft í hámæli, en mun hafa gerzt hér: að hörðum flokksaga var beitt, eins og Bjarni Ben. reyndi líka í Icesave-málinu gagnvart þingmönnum sínum, út frá sínu "kalda mati" gegn stefnu Landsfundar flokksins og vilja þjóðarinnar.

Og að 46 þingmenn af 63 hafi "sagt já" í orkupakkamálinu er ekki frekar virðandi fremur en hitt, eldra tilfellið, þegar 75% alþingismanna sögðu já við Buchheit-samningnum! -- þeim sem tugþúsundir mótmæltu og forsetinn Ólafur Ragnar synjaði staðfestingar og fór því til þjóðaratkvæðis, þar sem hartnær 60% höfnuðu þeim ólögum Jóhönnustjórnar! Eins hefði getað farið nú, ef Guðni Th. hefði tekið þjóðarákalli um að hindra það að orkupakkinn kæmist inn í lagaverk okkar, en hann skorti til þess annaðhvort vilja eða þor!

Jón Valur Jensson, 19.10.2019 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband