Ísland er byggt á kristnum gildum

Ég er sammála Áslaugu Örnu dómsmálaráðherra að það geti aldrei orðið nein breyting með þjóðkirkju okkar íslendinga án aðkomu þjóðarinnar sjálfrar.

Ef það verða gerðar breytingar á fyrirkomulagi þjóðkirkjunnar okkar þá er mikilvægt að það verði borgalegir flokkar sem leiði þær breytingar.


mbl.is Aukið sjálfstæði sé betra fyrir kirkjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Spurningin sem að mætti vera oftar á lofti

hjá almenningig og fjölmiðlum er;

Hvað mætti Þjóðkirkjna bæta í sínum starfháttum

til að auka sínar vinsældir á ný?

Jón Þórhallsson, 17.11.2019 kl. 12:17

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón - þjóðkirkjan getur gert betur en hafa ber líka í huga að anarkistar/trúleysingjar/ákveðnir stjórnmálaflokkar hafa verið í mikilli og ósanngjarnri baráttu gegn þjóðkirkjunni okkar.

Óðinn Þórisson, 17.11.2019 kl. 12:45

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Styður þú gaypride-sóknina hjá sitjandi þjóðkirkju-biskup íslands?

(hjónabönd samkynhneigðra)  Y/N?

Jón Þórhallsson, 17.11.2019 kl. 14:12

4 Smámynd: Óli Jón

Enginn talar um breytingu á Ríkiskirkjunni sjálfri, heldur aðeins því styrkjakerfi sem nú er við lýði þegar kemur að fjármögnun hennar. Kirkjunni er í lófa lagt að haga sinni starfsemi nákvæmlega eftir eigin höfði, en annað gildir um fjármögnunina sem er arfavitlaus og ósanngjörn gagnvart öllum öðrum félögum á landinu.

Látum kirkjuna innheimta sóknargjöldin með útsendingu gíróseðla og látum gera raunhæft mat á stöðu kirkjujarðasamningsins og gerum hann upp í samræmi við það. Eftir standa svo hlutir eins og kirkjugarðar sem ríkið ætti að sjá um og þurfa því ekki að koma Ríkikirkjunni við. Þetta er því einfalt mál og auðvelt í framkvæmd.

Eftir aðskilnað þarf ríkið ekki að bregðast við þegar kirkjunni tekst ekki að fjármagna sig með útsendingu gíróseðla því þannig munu Hagstofutrúaðir tjá sig um samband sitt við Ríkiskirkjuna. Því þarf enginn að stressa sig þótt hagræða þurfi í rekstrinum, enda verður það bara nauðsynlegt til þess að hann samræmist raunveruleikanum.

PS. Ríkið á að halda áfrma að borga prestalaunin eftir aðskilnað, en þá til þess að útvega þjónustu sálfræðinga og geðlækna þar sem áður var borgað fyrir presta. Þetta á ekki að snúast um sparnað heldur tilfærslu og umbreytingu á þjónustu.

Óli Jón, 17.11.2019 kl. 16:17

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón - ég fagna fjölbreytileikanum.

Óðinn Þórisson, 17.11.2019 kl. 17:22

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ólí Jón - sálfræðingar/gæðlæknar skipta okkur miklu máli en þeir koma ekki að mínu mati í stað þá þjónustu sem prestsar veita þegar áföll eiga stað hjá fjölskylsum.

Íslenska þjóðin er eins og kemur fram í heiti færslunar byggt á kristilegum gildum.

Hvað felst í aðskilanði, aðalatriðið er að gengið verður frá málum að þjóðkirkjan okkur bíði ekki varanlegan skaða af. 

Óðinn Þórisson, 17.11.2019 kl. 17:27

7 Smámynd: Jón Þórhallsson

KRISTUR / NÝJA-TESTAMENTIР

fordæma samkynhneigð.

Jón Þórhallsson, 17.11.2019 kl. 18:50

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kærleikurinn og virðing fyrir náunganum er það sem kristin trú boðar.

Óðinn Þórisson, 17.11.2019 kl. 22:46

9 Smámynd: Óli Jón

Óðinn: Þú getur ekki neitað því að í kristinni trú er samkynhneigð dauðasynd. Biblía 21. aldar segir: Leggist karlmaður með karlmanni eins og þegar lagst er með konu fremja þeir báðir viðurstyggilegt athæfi. Þeir skulu báðir líflátnir. Blóðsök þeirra skal koma yfir þá. Mós3, 20:13. Það fer lítið yfir kærleik og virðingu fyrir náunganum í þessari ritningargrein. Í gegnum tíðina hafa afsökunarmenn Biblíunnar farið í loftfimleika til þess að útskýra að þetta sé alls ekki svona, en það er ekki hægt nema með einbeittum og Trömpískum vilja að lesa neitt annað úr þessu en að samkynhneigð sé dauðasynd. Þær eftiráskýringar að samkynhneigðin sem slík sé ekki dauðasynd, heldur aðeins holdleg birtingarmynd hennar, er aumlegt yfirklór.

Ef það á að reyna að halda því fram að kristin trú sé einhver grunnur í íslensku samfélagi, þá verður líka að horfast í augu við það að t.d. hefur hún kynt undir leiftrandi hatri og óvild í garð samkynhneigðra og grafið undan stöðu konunnar í gegnum árhundruðin. Reyni fólk að gera annað þá er það sambærilegt við að lesa sætu berin af lynginu, en skilja þau súru eftir.

Óli Jón, 18.11.2019 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 888612

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband