Landsréttarmálið alfarið á ábyrgð Guðna Th.

Virkur forseti sem læsi og horfði gagnrýnin á þau lög sem hann væri að skrifa undir hefði einfaldlega ekki skrifað undir.

Það þurfti að kjósa um hvern og einn dómara, alþingi brást þá eigum við íslenska þjóðin að eiga öryggisventil á Bessastöðum en ekki stimpilpúða.


mbl.is Berjast um embætti forseta Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Var einhver að velta því fyrir sér á þeim tíma hvort kosið væri um hvern og einn dómara sérstaklega. Og voru einhverjir að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um skipun í Landsdóm? Er ekki frekar kjánalegt að reyna að velta ábyrgðinni á þesu máli, sem reyndar má efast sterklega um að eitthvað hafi yfirleitt verið athugavert við, yfir á forsetann? Er ekki verið að seilast ansi langt út í ómálefnaleikamóann með því?

Þorsteinn Siglaugsson, 17.6.2020 kl. 12:35

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn - er það ekki málefnalegt að benda á það ef forsetinn hefði ekki skrifað undir Landsréttarmálið og sent það aftur til alþingis til að gera þetta rétt værum við í betri málum en við erum í dag.

Það er vont að alþingi brást í landsréttarmálinu þessvegna þurfum við forseta sem er öryggisventill fyrir þjóðina.

Óðinn Þórisson, 17.6.2020 kl. 14:57

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þorsteinn, finnst þér að forsetinn eigi bara að skrifa undir allt athugasemdalaust og beri ekki nokkra ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut?  Þá er alveg eins hægt að leggja forsetaembættið niður og forsætisráðherra eða forseti Alþingis geta  þá tekið að sér að vera veislustjóri á Bessastöðum.......

Jóhann Elíasson, 17.6.2020 kl. 15:58

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - sammála þér að ef eina hlutverk forseta er að taka á móti veislugestum á Bessastöðum þá hefur þetta embætti engan tilgang og er bara kostnaður fyrir íslensku þjóðina sem við getum svo sannarlega verið án.

Óðinn Þórisson, 17.6.2020 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband