Verjum stjórnarskrá íslenska lýðveldsins

íslandÞað rétt að byrja á því að leiðrétta algengan misskilning sem er í gangi að það sé til einhver ný stjórnarskrá. Svo er ekki.

Hæstiréttur hefur útskurðað varðandi 20 okt. 2012 þannig að þjóðin getur því miður ekket notað þær tillögur og vinnu þeirra nefndar.

Það á að vera mjög erfitt að breyta æðsta plaggi þjóðarinnar, stjórarskánni sjálfri.



mbl.is Hyggst leggja fram stjórnlagabreytingar að hausti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvað hefur Hæstiréttur úrskurðað varðandi 20. okt. 2012 ?

Guðmundur Ásgeirsson, 25.7.2020 kl. 21:25

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - hversvegna eru flokkar á íslandi eins og píratar og samfó að reyna að telja fólki trú um það að það sé til ný stjórnarskrá ?

Óðinn Þórisson, 25.7.2020 kl. 21:59

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er svarið sem ég fékk sent áður en þú breyttir því:

"Guðmundur - Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að kosning til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010 er ógild. Reynt var að búa til Stjórnlagaráð sem var algert klúður enda hafði það ekkert umboð frá íslensku þjóðinni. Tíma og peningasóun."

Þetta alveg er rétt. En hvað hefur Hæstiréttur úrskurðað varðandi 20. okt. 2012 ? Þú svaraðir því ekki.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.7.2020 kl. 22:45

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Óðinn, stjórnarskráin er úrelt plagg og óskiljanleg flestu fólki, enda þarf helst löglærðan miðil til að túlka merkingu hennar. Hún er furðu lítið breytt frá árinu 1874 þegar hún fyrst leit dagsins ljós á Íslandi. Allir flokkar á Alþingi lofuðu því við lýðveldisstofnun að hún yrði einungis til bráðabirgða og að forgangsverkefni yrði að setja Íslandi nýja stjórnarskrá. Síðan er liðin 75 ár. Getur þú fært rök fyrir þeirri skoðun þinni að verja skuli þessa stjórnarskrá?

Sigurður Hrellir, 25.7.2020 kl. 23:20

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Óðinn, þar sem þú virðist eiga erfitt með að svara skal ég gera þetta aðeins auðveldara fyrir þig.

1. Það er enginn misskilningur að til sé ný stjórnarskrá Íslands. Hún tók gildi árið 1944 og leysti af hólmi þá eldri frá 1874. Helsta breytingin var lýðveldi í stað einveldis.

2. Hæstiréttur hefur aldrei úrskurðað neitt um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. okt. 2012. Þú ert greinilega að rugla dagsetningum við kosningarnar til stjórnlagaráðs.

3. Já það á að vera mjög erfitt að breytta stjórnarskránni. Það á til dæmis ekki að gerast framar án samþykkis stjórnarskrárgjafans.

Stjórnarskráin okkar ber enga ábyrgð á því þegar stjórnvöld framfylgja henni ekki. Það er hinum brotlegu stjórnvöldum að kenna en ekki fórnarlambinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.7.2020 kl. 00:11

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður Hrellir - það hafa verið gerðar breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins, hefði átt að vera búið að gera fleiri, það getum við verið sammála um.

Það er eitt að breyta ákveðnum greinum í  stjórnarskrá íslenska lýðveldisins , allt annað rífa hana fyrir tillögur frá einhverri nefnd. 

Ég mun aldrei styðja það að stjórnarská íslenska lýðveldsins verði rifin, það er ótrúleg vanvirðing við æðsta plagg okkar íslendinga.

Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins bar ekki ábyrð á að alþjóða fjármálahrunið skall á okkur haustið 2008,  eftir það hafa verið haldnar, sveitar, alþings og forsetakosningar.

Óðinn Þórisson, 26.7.2020 kl. 09:00

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - " þar sem þú virðist eiga erfitt með að svara skal ég gera þetta auðveldara fyrir þig "  að tala niður til fólks skilar engum árangri.

Ef þú ert ekki sáttur við þau svör sem ég svara þér er lítið sem ég get gert við því, og jú ég hef leyfi til að breyta mínum svörum.

Óðinn Þórisson, 26.7.2020 kl. 09:10

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þá er það spurningin; eru valdhafar lamdsins alltaf að fara eftir Stjórnarskránni? Eða eru sum ákvæði Stjórnarskrárinar sniðgengin þegar það hentar ekki valdhöfum lamdsins það sem steudur skýrum stöfum í Stjorarskranni?

Ef það er tilfellið að núverandi Stjórnarskrá er sniðgengin, hvað kemur í veg fyrir að það haldi ekki áfram með nýri Stjórnarskrá?

Lög eru yfirleitt góð ef það er farið eftir þeim, ef um er að ræða olög, þá um að gera að útrýma þeim ólögum eða breytta, en ekki hemda öllum eða brenna allar lagaskruddurnar.

það er nauðsynlegt að allir viti hvaða leikreglur eru í gildi og er farið eftir, hvort sem það er í knattspyrnuleik eða grunlögum landsins, eða hvað?

Kveðja frá Montgomery Texas

Jóhann Kristinsson, 26.7.2020 kl. 14:20

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - takk fyrir málefnalga og góða ath.semd.

Grundvallaratriðið er að við erum með stjórnarskrá og að tala um að það sé til einhver önnur stjórnarskrá er beinlíns rangt.

Allir þingmenn sverja eið að stjórnarskrá íslenska lýðveldsins og það er algert lágmark að þingmenn brjóti ekki þann eið

Að þingmenn fari ekki gegn stjórnarskránni eða tala fyrir einhverju sem er ekki til.

Óðinn Þórisson, 26.7.2020 kl. 15:29

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Eitt af stóru kosningamálum haustið 2021 verður klárlega um að verja stjórnarskrá íslenska lýðveldsins. 

Það er vitað hvaða flokkar munu fara mest gegn stjórnarskrá íslenska lýðveldsins og munu reyna koma inn hjá fólki að það sé til einhver ný stjórnarskrá.

Það er engin ný stjórnarskrá , hæstiréttur hefur talað.

Þjóðin gerir þá kröfu til þingmanna að tala ekki gegn stjórnarská íslenska lýðveldsins. Eina leiðin til að berjast gegn þessum öfgaöflum er að tala skýrt fyrir að sjótnarskrá íslenska lýðveldsins verði ekki rifin og eitthvað marklaust plagg verði kynnt til sögunnar sem ný stjórnarskrá. Það er stjórhættturlegt fyrir lýðveldið ísland.

Óðinn Þórisson, 26.7.2020 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband