Er þetta ekki ómarktæk könnun um fylgi flokka í borgarstjórn ?

Svarhlutfall er aðeins 51 % þar sem sem aðeins 1200 einstaklingar voru spurðir.

Það verður að teljast mjög ólíklegt að þessi skoðanakönnun endurspegli á nokkurn hátt fylgi flokkana í borgarstjórn.

Ekki ætla ég að rifja hér upp öll klúðurmál borgarstjórnarmeirihlutans sem er með minnihluta atkvæða á bak við sig. 

Virkar þetta ekki eins og falsskoðanakönnun ?


mbl.is Fengju 3 borgarfulltrúa til viðbótar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Könnunin er auðvitað ekki "falsskoðanakönnun". Hún sýnir aðeins að um helmingur kjósenda er óákveðinn. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hysjar upp um sig buxurnar á hann því töluverð sóknarfæri. En til þess verður flokkurinn að hafa skýra og trúverðuga stefnu sem býður upp á valkost við ruglið sem nú er í gangi. Og hann verður líka að hafa nægilega öflugan leiðtoga og frambjóðendur sem kjósendur treysta til að framfylgja stefnunni.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.8.2020 kl. 08:26

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég hélt að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sagt nákvæmlega það sama fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. cool

En flokkurinn er greinilega ennþá með brækurnar á hælunum. cool

Þorsteinn Briem, 14.8.2020 kl. 10:23

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 "Þangað sækir klárinn, sem hann er kvaldastur" 

Sigurður I B Guðmundsson, 14.8.2020 kl. 10:39

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

... eða kannski hefur ekki náðst í helminginn. Átta mig ekki alveg á hvort er um að ræða, en það skiptir auðvitað máli.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.8.2020 kl. 14:59

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn - það fór fram leiðtogaprófkjör og niðurstaða síðustu borgarstjórnarkosninga var skýr.

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur og meirihlutinn féll. Viðreisn tók því miður við af Bjartri framtíð að vera hækja Samfylkingarinnar.

Hver borgagði fyrir þessa skoðanakönnun ? 

Óðinn Þórisson, 14.8.2020 kl. 17:16

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn Briem - ef þú vilt borga háa skatta og farið sé illa með skattpeninga almennings þá styður þú að sjálfsögðu " meirihlutann " í Reykjavík.

Óðinn Þórisson, 14.8.2020 kl. 17:18

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður I - nákvæmlega. Trúverðuleiki þessaarar skoðanakannanar er lítill sem enginn að mínu mati og sýnir ekki rétta stöðu flokkana í borgarstjórn. 

Óðinn Þórisson, 14.8.2020 kl. 17:20

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn - varðandi nr.4, skoðanakannanir geta verið skoðanamyndandi og þannig að sammála það skiptir máli , að 49 % svöruðu ekki , hvernig var úrtakið ? 

Samt gaman að Dagur fagni því að Samfó tapi 2 borgarfulltrúm samkvæmt þessari skoðanakönnun.

Óðinn Þórisson, 14.8.2020 kl. 18:50

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er alveg tilgangslaust að röfla út af skoðanakönnnum og ímynda sér að það sé eitthvert samsæri á bak við þær. Flokkar geta hins vegar reynt að lesa í þær og bregðast við.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.8.2020 kl. 01:09

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn - grundvallarmunurinn á okkar afstöðu til þessarar skoðanakönnunar er að þú tekur mark á henni og telur að það þurfi eitthvað að bregðast við henni.

Það eitt bara að Viðreisn sem er hækjuflokkur sé að bæta við sig fylgi gengur bara einfaldlega ekki upp. 

Óðinn Þórisson, 15.8.2020 kl. 07:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband