29.8.2020 | 21:43
Borgarlínan úrelt fyrirbæri , Áskorun til Fjármálaráðherra
Ég skora á fjármálaráðherra með hagsmuni íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi að strika út öll fjárframlög til borgarlínunnar á næsta ári.
Með þvi er fjármálaráðherra að sýna gott fordæmi og forgangsraða í það sem skiptir okkur íslendinga mestu máli.
Borgarlínan er eins og kemur fram og ég er sammmála Dóru hefði verið góð hugmynd fyrir stórborg fyrir 30 árum.
Ef svo illa fer að farið verði af stað í þetta verkefni þá er það fyrst og siðast borgarstjórnar"meirihlutinn " sem er að senda unga fólkinu óútfylltan tékka.
Borgarlína eins og fegurðarsamkeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 96
- Frá upphafi: 888608
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég skora á Sjálfstæðismenn að velja sér nýjan formann sem lætur ekki móðursjúka kommúnista koma landinu á vonarvöl. Mér finnst það óvart mikilvægara núna en þessi fjárans borgarlína, með fullri óvirðingu fyrir henni.
Einhvern tíma var varfærin íhaldsstefna eitt af grunngildum Sjálfstæðisflokksins. Heildarhagsmunir væru hafðir í öndvegi þegar ákvarðanir væru teknar, ekki einungis ótti við hálfbrenglaða vísindamenn í Vatnsmýrinni.
Þorsteinn Siglaugsson, 29.8.2020 kl. 22:35
Þorsteinn, Bjarni er búinn að vera formaður flokksins í 12 ár og ég er farin að hallast að þeirri skoðun að hans fromnnstíð sé að ljúka.
Ef Bjarni stikar ekki út borgarlínuna úr þeim fjárlögum sem hann er að vinna er hann ekki að fylgja grunnastefnu flokksins að fara varfærnislega í svona stóra framkvæmd sem allt bentir til að klúðrist.
Mun taka 15 - 20 ár að framkvæma þetta úrelta fyrirbæri og kosta skattreiðsundur yfir 1000 milljarða, sen betur væri varið ti grunnstoða þjóðfélagsins , eins og LSH.
Óðinn Þórisson, 29.8.2020 kl. 22:51
Það er örugglega áratugur síðan ég hef haft mig í að mæta á almennan flokksfund, en ég hugsa að ég geri það næst. Landsfund jafnvel. Það er mál að linni.
Þorsteinn Siglaugsson, 30.8.2020 kl. 00:18
Þorsteinn - ég held að margir flokksmenn séu farnir að ökyrrast út í forystu flokksins og stefnuleysi hennar.
Óðinn Þórisson, 30.8.2020 kl. 07:55
Það virðist sama vandmál alls staðar - allt verður grátt í stað svart og hvítt og fók hleypur meira eftir dægurm´laum líðandi stundar en samþykktum stefnum
Vona að fólk fari samt ekki að snúa sér til Viðreisnar þar sem forystufé vill endilega taka upp evru til að tryggja virði sinna peningaeigna
Grímur Kjartansson, 30.8.2020 kl. 09:20
Grímur - ég hef miklar áhyggjur hvað forystu Sjálfstæðisflokksins líður vel í samstarfi við Sósíalista.
Sigríður Andersen hefur komið sterk inn á síðustu vikum og talað gegn þeim ákvörðunum sem ríkisstjórnin t.d varðandi að loka landinu. Ákvörun sem var kolröng.
Enginn alvöru Sjálfstæðismaður sem styður þá hugmyndafræði og stefnu sem flokkurinn stendur fyrir mun ganga til liðs við Viðreisn.
Óðinn Þórisson, 30.8.2020 kl. 09:33
Ég er reyndar ekki endilega viss um að það sé á endanum svo mikill munur á grunngildum Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar. Í báðum tilfellum eru meginatriðin einstaklingsfrelsi og íhaldsstefna. Munurinn liggur held ég fyrst og fremst í afstöðu til aðildar að ESB. Og sá ágreiningur liggur fremur í ólíku hagsmunamati en ólíkum grunngildum.
Þorsteinn Siglaugsson, 30.8.2020 kl. 11:56
Það er merkilegt að sjá þá sem eru pólitískir andstæðingar VG, Samfylkinginu, Viðreisnar og Pírata hamast á verkefninu um Borgarlínu sem nýju Landhelgisstríði.
Sjá má ýmis rök eins og "fortíðarverkefni", "ekki horft til framtíðar" , "gamaldags" og svo framvegis.
Það gleymist hinsvegar í umræðunni hjá þeim sem vilja veg einkabílsins sem mestan, að frá því 2002 hefur fólki fjölgað um 24% en bifreiðum um 68%.
Það gleymist líka að fram til 2050 er reiknað með að fjölgun um 70.000 íbúa á höfðuborgarsvæðinu (sem augljóslega þarf svo að sameina í einn sveitarfélag, eina borg).
Fyrir þá sem vilja veg einkabílsins sem mestan, þá ættu þeir að styðja við Borgarlínuverkefnið. Það tryggir aukið flæði fyrir þá sem vilja, ætla ekki að nýta sér nýjar leiðir í samgönguþjónustu á höfuðborgarsvæðinu.
Menn og konur , fræðingar og fávitar (menn velja sér hvað sem hentar :) ) mega svo færa þetta upp á formann þess flokks sem hefur unnið mest að misskiptingu í okkar samfélagi.
Gott að muna að forssvarsmenn Sjálfsstæðisflokks í Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabær og Mosfellsbæ hafa samþykkt sina aðkomu að málinu fyrir sitt leyti og þá væntanlega íbúa og kjósendur þar.
Þreytist ekki á því að benda á mögulega munu allir hér ekki nýta sér Borgarlínu, þá af vana, þvermóðsku eða af öðrum ástæðum.
Mun meiri líkur á að börn ykkar (og mín) og mögulega barnabörn , ef e-r verða, munu nýta sér þjónustu Borgarlínu.
Borgarlína er til framtíðar, rafmagn, dísel, eða bensín.
Mun verra að sitja eftir í fortíðinni. Ég mun taka mér far í framtíðarvagninum. Tek svo skiptimiða til að ferðast áfram.
Góða skemmtun á næsta landsfundi Sjálfsstæðirflokks, ég verð ekki þar.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 30.8.2020 kl. 11:58
Þorsteinn - rétt hjá þér ESB - er stóra málið sem aðskilur flokkana,Sjálfstæðisflokkurinn vill að auðlyndir okkar verði áfram á okkar forræði.
Viðrein er Nató flokkur líkt og Sjálfstæðisflokkurinn.
Óðinn Þórisson, 30.8.2020 kl. 12:48
Sigrús Ómar - " Menn og konur, fræðingar og fávitar ( menn velja sér hvað sem hentar " þetta er á mjög lágu plani hjér þér en ég mun leyfa þinni ath.semd að standa þar sem ég styð tjáninarfrelsið.
Óðinn Þórisson, 30.8.2020 kl. 12:50
Ágæti Óðinn, þér hefur e-ð yfirsést broskallinn sem fylgdi með í sviganum.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 30.8.2020 kl. 17:42
Sigfús Ómar - ef þú vilt eiga málefnalega umræðu um stórmál þá er mikilvægt til að umræðan fari rétt fram og þú fáir svör við þínum spurningum og hægt sé að ræða ólíkar skoðanir að ath.semdir sé rétt settar fram.
Óðinn Þórisson, 30.8.2020 kl. 18:24
Held að ég þurfi litlar leiðbeiningar hér á þessum um stað um hvernig eigi að ræða einstök mál. Til þess, hér á þessum vegg, hafa margir slegið ríflega í klárinn það sem hefur hér komið fram.
Menn verða svo að ákveða sig hversu stórt þeir líta á sjálfan sig og um leið hversu alvarlega þeir líta málin.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 30.8.2020 kl. 19:31
Sigfús Ómar - Almenn kurteisi er alltaf góð byrjun til fá fram málefnalega og góða umræðu.
Það er mjög alvarlegt þegar það er verið að hugleiða að eyða skattpeningum almennings í úrelt verkefni.
Óðinn Þórisson, 30.8.2020 kl. 19:56
Nú verðum við bara að vona að fjármálaráðherra geri það rétta og striki út alla peninga til borgarlínunnar sem er fyrirfram vitað er úrelt verkefni. LSH i forgang.
Vil þakka fyrir góða og málefnalega umræðu hjá flestum.
Sigfús Ómar - þó svo að við höfum ólíkar skoðanir og hugsjónir verður þú að eins og allir aðrir að virða almennar reglur um kurteisi og virðingu.
Óðinn Þórisson, 30.8.2020 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.