Sjálfstæðisflokkurinn vill verja stjórnarskrárvarið frelsi einstaklingsins

"Ég tel að menn þurfi að stíga skref sem skerða stjórn­ar­skrár­varið frelsi ein­stak­lings­ins afar var­lega" Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Það er eðlilegt að innan stærsta sjónmálaflokks íslends séu efasemdir settar fram sérstklega þegar kemur að stjórnarskrá íslenska lýðveldsins.

Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem hefur barist hve mest fyrir að farið verði varlega í allar breytingar og hafnar alfarið að stjórnarskrá íslenska lýðveldsisns verði rifin.


mbl.is Engin óeining en efasemdir innan flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sammála Páli. En mér finnst samt ekki rétt að tefla persónufrelsi og viðbrögðum við faraldri hvoru á móti öðru. Ef um er að ræða einhvers konar neyðarástand getur það réttlætt skerðingu persónufrelsis tímabundið.

Það er hins vegar annað grunngildi Sjálfstæðisflokksins sem skiptir hér gríðarlegu máli. Það er íhaldssemin - sú stefna að ákvarðanir séu varfærnar og byggðar á heildarmati, sér í lagi þegar um er að ræða íþyngjandi breytingar. Þessu gildi hefur ekki verið fylgt. Þess í stað er vaðið af stað með óafturkræfa ákvörðum (Ísland er mikið til komið úr sölu erlendis nú þegar) án þess að neitt mat á áhrifunum hafi farið fram.

Efist einhver um þetta þarf ekki annað en að skoða nýlegar fréttir af stofnun starfshóps til að vinna þetta mat. Með því viðurkenna stjórnvöld í raun glæpsamlega fljótfærni sína. Skjóta fyrst og spyrja svo!

Þorsteinn Siglaugsson, 30.8.2020 kl. 18:32

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn - Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf lagt mikla áherslu á frelsi með ábyrgð.

Íslenska þjóðin hefur sýnt það að mestu leyti að hún hefur farið eftir þeim fyrirmælum sem hafa komið frá stjórnvöldum varðandi 2.metra regluna og sóttvarnir.

En ef það er einhver vafi á að stjórnvöld séu á einhvern hátt að ganga á frelsi einstaklingsins þá er það mjög alvarlegt mál.

Sjálfstæðisflokkurinn er að benda á að stjórnvöld geti ekki skert frelsi fólksins í landinu og höfum i huga að þessi síðasta aðgerð um lokun landamæranna er að skapa bæði stórkostelegan efnahagslegan og andlegan vanda. 

Óðinn Þórisson, 30.8.2020 kl. 19:28

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Betur væri að það væri Sjálfstæðisflokkurinn sem væri að benda á þetta Óðinn. En því miður er það ekki svo. Einstakir þingmenn flokksins láta til sín heyra. En flokksforystan skellir við skollaeyrum. Gömul saga og ný.

Ég var hins vegar ánægður með einfalda spurningu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í þinginu í vikunni: "Hvert er markmiðið?"

Þorsteinn Siglaugsson, 30.8.2020 kl. 20:28

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn - Sigríður Andersen, Birgir Ármanns og Brynjar N. hafa verið dugleg að koma fram með ákveðnar spurningar og efasemdir um ákvarðanir stjórnvalda.


Vandinn er annarsvegar eins og ég minntist á í fyrri færslu er að Bjarni Ben er búinn að vera formaður flokksins í 12 ár og hinsvegar að forystu flokksins liður of vel með samstafið við sósíalista.

Sigmundur Davíð er einfaldlega að spyrja sömu spurningar og við hin, hver er framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar og því miður er fátt um svör.

Óðinn Þórisson, 30.8.2020 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband