12.9.2020 | 07:59
Skoðanabrenglun Borgarstjórnar"meirihlutans" með Reykjavíkurflugvöll
"Að mati Sjálfstæðisflokks liggi þó fyrir að ekkert verði byggt í Vatnsmýrinni á næstu 10 til 20 árum enda hafi ekki verið ákveðið hvar annað flugvallarstæði yrði staðsett. Enn fremur sé útlit fyrir að vegna efnahagslægðar í kjölfar heimfaraldursins muni tæplega verða ráðist í framkvæmdir við lagningu nýs flugvallar, framkvæmd sem oddviti Sjálfstæðisflokks segir að muni kosta um 100 milljarða"
Þetta er sú raunstaða sem blasir við og það er bara skoðanabrenglun hjá borgarstjórnar"meirihlutanum" að halda í áætlun um að halda að Reykjavíkurflugvelli verði lokað á næstunni, það mun ekki gerast næstu 10 - 20 árin.
Samgöngumálaráðherra hefur sagt það skýrt að ekki sé á döfinni að loka Reykjavíkurflugvelli.
Reykjavíkurflugvöllur er samgöngumál, atvinnumál og öryggismál.
Gat upp á 4.000 íbúðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
30.9.2019:
"Gengið verður úr skugga um það að hægt verði að tryggja hagkvæmar íbúðir á Keldnalandi líkt og kveðið er á um í lífskjarasamningnum, að sögn borgarstjóra.
Fyrirhugað er að ríkið selji landið til hæstbjóðanda.
Samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var kynntur í síðustu viku.
Þar kemur fram að ein leið til að fjármagna uppbyggingu á samgönguinnviðum sé að selja Keldnalandið.
Borgarlína verður lögð þar í gegn og samhliða því á að byggja íbúðarhúsnæði."
Munu tryggja hagkvæmar íbúðir á Keldnalandi
Þorsteinn Briem, 12.9.2020 kl. 08:44
Meirihluti sveitarstjórnarmanna í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nær allt Alþingi styður Borgarlínuna og að sjálfsögðu sættir Óli Björn Kárason sig ekki við lýðræðið, enda þótt hann eigi sæti á Alþingi.
Byggð verður þétt við Borgarlínuna, til að mynda á Vatnsmýrarsvæðinu og Reykjavíkurflugvöllur fer af svæðinu, enda er nú verið að þétta byggð á öllu höfuðborgarsvæðinu og íbúum svæðisins mun fjölga um tugi þúsunda næstu áratugina.
Í Reykjavík einni hefur til að mynda heil Akureyri bæst við íbúafjöldann síðastliðna tvo áratugi.
Þorsteinn Briem, 12.9.2020 kl. 08:48
Landið undir norður-suður flugbraut Reykjavíkurflugvallar er í eigu Reykjavíkurborgar, bæði sunnan við og norðan við austur-vestur flugbrautina, en landið undir þeirri braut er í eigu ríkisins.
Ein flugbraut hefur hins vegar ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu en ríkið getur selt landið til að fjármagna flugvöll í Hvassahrauni.
Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.
Og frá þeim tíma hefur verið 92% verðbólga hér á Íslandi.
"Áætlað er að fullbúinn innanlands- og varaflugvöllur í Hvassahrauni, sem jafnframt þjónaði sem kennslu- og einkaflugvöllur, kosti um 44 milljarða króna en kostnaður við nauðsynlega uppbyggingu í Vatnsmýrinni er um 25 milljarðar króna."
Mismunurinn er því einungis 19 milljarðar króna, sem fást með sölu á landi ríkisins undir austur-vestur flugbraut flugvallarins á Vatnsmýrarsvæðinu.
Flugvallakostir á suðvesturhorni landsins - Nóvember 2019
Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.
"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og meina öðrum að nota hann."
28.11.2019:
Samkomulag Reykjavíkurborgar og ríkisins um Hvassahraun
Þorsteinn Briem, 12.9.2020 kl. 08:50
Með lögheimili á Seltjarnarnesi, samkvæmt Hagstofu Íslands:
Árið 2001: 4.673,
árið 2020: 4.726.
Þeim sem eiga lögheimili á Seltjarnarnesi, þar sem Óli Björn Kárason býr, hefur því fjölgað um 53 síðastliðna tvo áratugi, eða 0,01%.
Með lögheimili í Reykjavík:
Árið 2001: 111.544,
árið 2020: 131.136.
Þeim sem eiga lögheimili í Reykjavík hefur því fjölgað um 19.592 síðastliðna tvo áratugi, eða 17,6%, rúmlega fjórum sinnum fleiri en þeir sem eiga lögheimili á Seltjarnarnesi, og færri eiga lögheimili á Akureyri, eða 19.025 um síðustu áramót.
Ef þeir sem eiga lögheimili á Seltjarnarnesi ættu lögheimili í Reykjavík væru þeir einungis 3,6% þeirra sem þar ættu lögheimili.
Og nú vill þessi fámenni hópur ráða því hvað er í miðbæ Reykjavíkur.
Þorsteinn Briem, 12.9.2020 kl. 08:52
14.8.2020:
Meirihlutinn í Reykjavík fengi þrjá borgarfulltrúa til viðbótar
Þorsteinn Briem, 12.9.2020 kl. 08:53
Sjálfstæðisflokkurinn var að enda við að veita þegjandi samþykki fyrir viðvarandi lokun Laugavegarins. Það er kannski von að fáir líti á þennan flokk sem eitthvert mótvægi við stefnu meirihlutans, eða hvað?
Þorsteinn Siglaugsson, 12.9.2020 kl. 10:34
Þorsteinn Briem - það er risamál fyrir alla íslendinga að loka Reykjavíkurflugvelli áður en liggur fyrir hvar nýt flugvöllur verður byggður.
Reykjavík er höfuðborg Íslands og þar af leiðandi mjög miklar skyldur gagnvart landsbyggðinni allri.
Stjórnsýslan er öll í Reykjavík og það að kippa undan landbyggðarfólki samgöngum eins miklvægum og flugvöllur er ekki valkostur.
Hvað varðar Borgarlínuna, strætó , er 19 aldar hugmynd og 19 aldar hugmyndafræði og alveg sama hver á í hlut þá er þetta ekki lausnin fyrir samgöngum framtíðarinnar.
Því miður hafa borgaryfivöld með Dag B. þar í forystu staðið í vegi fyrir að Sundabraut verði að veruleika sem myndi t.d auka öryggi allra Reykavínga ef hamfarir myndu gerast hér í borginni.
Óðinn Þórisson, 12.9.2020 kl. 14:40
Þorsteinn Sig. - bæði í þessum borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins og á síðasta kjörtímabilin hafa verið kjörnir fulltrúar flokksins sem hafa ekki framfylgt landsfundarályktunum Sjálfstæðisflokksins.
Mótvægið við þessa gjaldþrota og hugyndaræðilega stefnu er borgarlega sinnað fólk sem vinnur með hagsmuni fólksins að leiðarljósi og er ekki í gæluverkefnum.
Óðinn Þórisson, 12.9.2020 kl. 14:43
Flokkurinn brást í aðdraganda síðustu kosninga þegar þaulreyndum og stefnuföstum fulltrúum var ýtt út fyrir gluggaskraut.
Þorsteinn Siglaugsson, 12.9.2020 kl. 15:04
Þosteinn Sig - það var ákveðið að fara leiðtogaprófkjörsleiðina og velja svo hina á listann í Valhöll, niðurstaðan kosninganna var að Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í borgarstjórn.
Viðreisn gerðist hækja Samfylkingarinnar sem flokkurinn mun fá í bakið í næstu borgarstjórnarkosningum eins og gerðist hjá Bjartri Framtíð.
Kjartan Magnússon hefði átt að vera á listanum í stað þess fulltrúa sem er nr.2 í dag.
Óðinn Þórisson, 12.9.2020 kl. 15:45
Þorsteinn Breim - skoðanakannanir eru eins og þær eru, Brexit / Trump, held að það sé fullsnemmt fyrir Samfó og hina flokkana í borgarstjórnar"meirhlutanum " að fagna sigri í næstu borgarstjórnarkosningum. Frammiðstan þar sem af er þessu kjörtímabili er hræðileg fyrir hagsmuni borgarinnar.
Óðinn Þórisson, 12.9.2020 kl. 15:48
Þorsteinn Brieim - kom mér ekki á óvart að þú hafðir ekkert fram að færa í mótrökum. Þetta snýst um fólk og að ísland er eyja. Eitthað sem "meirihlutinn" í Reykjavík hefur engan skylning á.
Óðinn Þórisson, 13.9.2020 kl. 07:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.