23.10.2020 | 21:57
Hvert er erindi Viðreisnar í pólitík ?
Ef Viðreisn hafði eitthvað ákveðið erindi var það kannski það að vera hækja Samfylkingarinnar sem endurspeglar tilgangsleysi flokksins að taka við hlutverki Bjartrar Framtíðar..
Viðreisn tók mjög skýra ákvöðrun þegar flokkurinn ákvað í Reykjavík að endurreisa fallinn meirihluta og gjaldþrota stefnu.
Viðrein er með tvö af þremur æðstu embættum Reykjavíkurborgar , forseti borgarstjórnar og formaður borgarráðs, eru með 2 borgarfulltra 4000 atkvæði, 4 fokkar, hversvegna fékk Viðreisn þessi tvö valdaembætti ?
Hversvegna studdi Viðreisn valdnýðslu Samfylkingarinnar 20 okt að heimila ekki skipan stærsta flokksins í borgarstjórn í endurskoðunarnefnd borgarinnar ?
Víglínur með og á móti löggunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.10.2020 kl. 10:50 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sagði ekki formaðurinn að "Viðreisn myndi selja sig dýrt", eftir Sveitastjórnakosningarnar. Segja þessi orð ekki ýmislegt????
Jóhann Elíasson, 24.10.2020 kl. 08:10
Jóhann - þessi orð segja , allt , eða eins og þau gerðu seldu sig pólitísk mjög ódýrt, málefnum fórnað fyrir völd.
Óðinn Þórisson, 24.10.2020 kl. 10:26
Ég get ekki með nokkru móti munað eftir einhverjum "málefnum" hjá Viðreisn fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar, eina sem ég man eftir er þetta ESB og evru væl þeirra á landsvísu.....
Jóhann Elíasson, 24.10.2020 kl. 11:47
Jóhann - 20.03.2018 „Viðtal Sindra Sindrasonar við Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar í borginni, á Stöð 2 var … sérstakt:
Sindri: Nú Þórdís er mætt hérna til okkar, vertu velkomin.
Þórdís: Takk fyrir.
Sindri: Þið mælist með allt að 6% fylgi og einn borgarfulltrúa, segðu okkur frá helstu málunum.
Þórdís: Okkur er mjög umhugað um að setja þarfir borgarbúa í svona fyrsta sæti.
Sindri: Sem þýðir?
Þórdís: Sem þýðir að við ætlum að mæta svona þjónustuþörf fólks í borginni í þessu svona daglega lífi. Við fæðumst og deyjum í þessari borg og við förum í gegnum þessi lífskeið öll og við þurfum ákveðna þjónustu og við höfum ákveðnar þarfir á þessari vegferð okkar. Og þarna viljum við vera. Við viljum bjóða upp á góða þjónustu og framúrskarandi menntun og heildstætt skipulag og samgöngur. Og við erum bara ákveðin í því að gera Reykjavík bara að bestu borg í Evrópu.
Sindri: Þetta var ofboðslega vítt og beitt. Og sagði okkur ofboðslega lítið. Fyrir hverju brennur þú?
Þórdís: Við brennum fyrir fólkinu. Við brennum fyrir iðandi mannlífi, borginni sem er að þroskast og stækka og samt þessari nálægð við náttúruna.
Sindri: Okei.
Þórdís: Og við brennum fyrir að mæta þörfum íbúanna.
Sindri: Okei, svona helsta málefnið sem þú vilt svona ráðast í og telur að ekki sé verið að sinna akkúrat núna?
Þórdís: Við munum setja mikinn fókus á menntamálin.
Sindri: Menntamál, okei. Og númer eitt, tvö og þrjú þarf að ráðast í hvað þar?
Þórdís: Það þarf að koma með nýjar leiðir, við þurfum að vera nýjungagjörn …
Sindri hnussar
Þórdís: … já, við erum bara ákveðin í því að láta til okkar taka.
Sindri: Heyrðu, þetta segir okkur samt ofboðslega lítið. Er ekkert svona eitt sem þú vilt segja áhorfendum; sko, þetta hefur ekki verið nógu vel gert, við viljum ráðast í þetta? Komdu með eitt.
Þórdís: Besta borg í Evrópu, er það ekki flottur mælikvarði.
Sindri: Þórdís, þú segir ekki neitt. Þetta er rosalega lítið.
Þórdís: Við erum í tuttugasta og þriðja sæti núna, borgin á svona alþjóðlegum listum. Og við viljum færa okkur ofar. Það er svo margt sem kemur inn í þetta, það er menntun og það eru skipulagsmál. Þetta viljum við setja fullan fókus á.
Sindri: Okei, er einhver ákveðinn einn … Ég ætla bara að sleppa þér með þetta í dag. Sjáum hvað gerist, sjáum hvað fólkinu fannst. Er einhver einn flokkur sem þú vilt vinna með og eru einhverjir aðrir sem þú vilt alls ekki vinna með?
Þórdís: Við göngum óbundin til kosinga …
Sindri: Okei
Þórdís: … við erum bara að byrja þetta landslag. Nú eru svona ákveðnir flokkar komnir og við erum bara fersk og ný og við erum mætt. Við erum komin með fullan lista og við erum ótrúlega ánægð með það og við erum ótrúlega stolt af þessum sex prósentum og við erum rétt að byrja.
Sindri: Okei, og ætlarðu að verða borgarstjóri?
Þórdís: Já, er það ekki bara?
Sindri: Flott, gangi þér vel og takk fyrir þetta.“
Óðinn Þórisson, 24.10.2020 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.