12.12.2020 | 10:23
Hversvegna Þjóðkirkjan en EKKI Rúv " allra " landsmanna
Ísland er kristin þjóð. þjóðkirkjan hefur verið stærsti hlutinn í að móta okkar hefðir, siði og gildi.
Þjóðkirkjan er til staðar fyrir fólk sem þarf að leyta sáluhálpar þegar erfiðleikar eru í lífi fólks og er líka til staðar á stærstu augnablikum í lífi fólks, giftingar, fermingar o.s.frv.
Það skiptir máli fyrir okkar íslendinga og okkar þjóð að það gangi vel hjá þjóðkirkjunni okkar þannig að við getum verið viss um að hún verði alltaf til staðar fyrir okkur.
Séra Geir Waage hættir og brýnir þjóðkirkjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:24 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 888609
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Með núverandi biskup er það erfitt og það nýtur "góða fólkið" sér.
Sigurður I B Guðmundsson, 12.12.2020 kl. 11:18
Sigurður I - vissulega þá nýta andstæðingar þjóðkirkjunnar sér þau mistök sem biskup hefur gert. Hún er mannleg og fólk gerir mistök en trúin kennir okkar að fyrirgefa fólki.
Óðinn Þórisson, 12.12.2020 kl. 15:42
Jósef Smári - hvernig og með hvaða rökum þú kemst að þeirri röngu niðurstöðu að ég hati Rúv veit ég ekki, en ef þú telur svo vera hefur þú rétt á að hafa þá skoðun, en það er ekki svo þannig að það sé alveg á hreinu.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað gagnrýnt ríkis- fjölmiðils og vonandi í framtíðinni þá verður þingmeirihluti fyrir þvi að taka rúv af auglýsingamarkaði, leggja niður rás 2 og taka út skyluáskriftina, eina leiðin til að tryggja að það verði að veruleika í framtíðinni er að setja x - við við d.
Hálendirþjóðgarður Vg, er grafalvarlegt mál og hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins í umræðu um hann sett marga fyrirvara við þetta mál , við sjáum hvernig þetta mál fer, borgarleg öfl eiga að sameinast um að hafna þessari lokun Vg á hálendi íslands fyrir fólki.
En aftur að færslunni, þá er mikilvægt að fólk geri greinarmun á Þjóðkirkjunni og hvað hún er fyrir íslenska þjóð og hinsvegar rúv sem er tímaskekkja og byrgði á íslenska skattgreiðendur.
Óðinn Þórisson, 12.12.2020 kl. 15:57
Jósef Smári - þessi vinstri slagsíða fréttastofu rúv hefur skaðað trúverðugleika íslensku þjóðarinnar á stofnunni og það er vont.
Það eitt skiptir í raun samt ekki máli með það sem ég er hér að ræða um muninn á rúv og þjóðkirkjunni okkar, t.d þá hafa fjölmiðlar breyst það mikið að rúv er í sjálfu sér úrelt, erlendar og innlendar útvarps og stjónvarpsstöðvar sem hafa að miklu eða ekki öllu leyti tekið við hlutverki rúv.
Það hefur ekkert mun ekkert koma í staðinn fyrir kristna trú og það sem þjóðkirkjan gerir fyrir okkar samfélag. Þetta er grundvallarmunur.
Óðinn Þórisson, 12.12.2020 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.