26.12.2020 | 21:27
Þurfum við að ræða enn einu sinni siðanefnd alþingis og Þórhildi Sunnu
Held að þjóðin sé orðin full södd á að þurfa að hlusta á Pírata biðja einhverja aðra um að gera eitthvað sem þeir gera ekki sjálfir.
Varðandi stjórnarskrána, þá er engin ný stjórnarskrá til og því ekki hægt að greiða atkvæði um um eitthvað sem er ekki til.
Það stjórnarská í gildi í landinu og þingmenn Pírata eins og aðrir þingmenn sverja eið að henni og það er algerlega óboðlegt að þingmenn séu að reyna að koma i gegn plaggi frá nefnd út í bæ.
Píratar bjóðast til að styðja minnihlutastjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg rétt hjá þér, Óðinn..
Fyrst þegar þeir byrtust þessir Píratar, þá var sagt að George Soros væri á bak við þetta líkt og aðrar Pírata-hreyfingar í Evrópu.
Það eitt ætti að kveikja "aðvörunarljós" hjá kjósendum og vara þá við því, að kjósa þennann flokk.
Þá er íslendska stjórnarskráin ágæt eins og hún er, og þarfnast engra breytinga.
Og eitt höfuð atriðið er það, að það sé farið eftir henni, en á því hefur verið misbrestur.
Þá er einnig ljóst, að allar breytingar á stjórnarskránni þarf að gera með ítrustu varúð.!
Tryggvi Helgason, 27.12.2020 kl. 02:47
Hvað kemur e-r "siðanefnd" málinu við ? Eru allir Píratar viðloðnir hana ? Er það svo ?
Höfum við ekki nú dæmi um formann stjórnmálaflokks sem braut 12 gr laga 19/1997 ?
Höfum við ekki dæmdan f.v dómsmálaráðherra sem braut mannréttindi við skipun heils dómstóls ?
Hvaða vitleysa er þetta Óðinn með nýju stjórnarskrána ? Það voru 49 % atkvæðisbærra manna sem kusu þá stjórnaskrá sem sína stjórnarskrá og Alþingi kaus að gera ekkert með það mál. Ætlar þú að einfaldlega að strika yfir þann vilja , þó svo að þú hafir ekki tekið þátt sjálfur ?
Það þarf að jafna hér atkvæðisrétt manna, einn maður, eitt atkvæði, það þarf að skýra betur hlutverk forseta með 26 gr. það þarf að laga hér auðlindarákvæðið, það þarf að laga og skýra hlutverk Þjóðkirkju.
Það verður og er gert með það sem margir (alltént 49% þeirra sem kusu hana yfir sig) kalla nýja stjórnarskrá.
Skil ekki hvernig Sjálfstæðismenn og aðrir íhaldsmenn ætla sér að réttlæta lögbrot BB.
Það virðst ekki allir gera sér grein fyrir því að hans framganga er nú að hafa áhrif í samfélaginu, þannig að fólk virðir ekki sóttvarnareglur og lög um leið vegna þess að það sér einn ráðherra brjóta lögin og engin viðurlög.
Óðinn, það hafa rífelaga 30 manns látist af C-19. Þurfa fleiri að látars svo að BB og þið hin verið bara glöð og sátt með lögbrot ráðherrans ?
Lundarreykjadalskjaftæði.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 27.12.2020 kl. 07:53
Tryggvi - takk fyrir málefnalegt innlegg.
Íslenska stjórnarskráin er æðsta plagg okkar og það á að fara með það með virðingu og þingmenn eiga vera fremstir til að standa vörð um hana.
Það er sjálfsagt og eðlilegt að það séu gerðar einherjar breytingar á stjórnarskrá íslands en það verður að gera að mikilli vandvirkni og í mikilli sátt.
Píratar hafa sýnt það aftur og aftur við stjórn höfuðborgarinnar að þeim er ekki treystandi.
Óðinn Þórisson, 27.12.2020 kl. 08:49
Sigfús Ómar - viðtalið er við Þórhildi Sunnu og það er hún sem er talsmaður 6 manna þingflokkur Pírata sé reiðubúinn að verja ríkisstjórn Framsóknar og VG falli.
Það bara dugir ekki til, þeir tala um að þessi tillaga sé einhver leið til sátt við Framsókn og VG.
Hef aldrei heyrt frá Framsókn eða VG að þeir vilji rífa stjórnarskrá íslenska lýðveldisins.
Það var vinna í gangi á á þessu kjörtímabili sem allir flokkar áttu fulltrúa um breytingar á stjornarskrá íslenska lýðveldsins, þar náðist ekki samstaða.
Jú vissulega hafa vinstri - menn mikið gagnrýnt fyrrv. dómsmálaráðherra og núverandi formann utanríkisnefndar fyrir landsréttarmálið en eins og þú veist var Viðreisn ekki reiðubúinn til að samþykkja listann vegna kynjajafnréttis á listanum og því var honum breytt.
Auðvitað átti að greiða atkvæði hvern dómara , það var ekki gert, alþingismenn bera ábyrgð á því.
Óðinn Þórisson, 27.12.2020 kl. 08:56
Það vita allir að það sem þú vísar til sem "kynjamisrétti" er bara hjómið eitt og eftiráskýring. Dæmd Andersen er alls ekki mikið fyrir jafnrétti, þannig það er ódýrt að flagga því þegar hentar.
Það var ekki Alþingi sem bar ábyrgð á ferlinu, það var þá í besta falli þ.v forseti Alþingis, Unnur Brá, n.v ritari í stjornarráðinu.
Það vilja allir flokkar gera breytingu á stjórnarskrá nema þínir flokkar, Sjallar og Miðflokkur. Það að hafna breytingum er ekki samráð, það er frekja og yfirgangur.
Það er svo aukaatriði í umræðunni í dag. Þinn formaður braut sóttvaranarlög, hann þarf að víkja úr embætti.
Ég hlýt því að spyrja þig og aðra gesti þina, hvað þarf einn ráðherra að brjóta mikið að lögum til að segja af sér embeætii ?
Sigfús Ómar Höskuldsson, 27.12.2020 kl. 14:27
Sigfús Ómar - Píratar og Samfylkingin hafa sagt að þeir vilji breyta stjórnmálum og betra siðferði.
Nú þekkja allir Siðanefndarmál Þórhildar Sunnu, ekki sýnir hún gott fordæmi og segir af sér, Dagur B. 657 milljóninir í Óðinstorg , braggamálið, frjármál borgarinnar í rúst en ekki hefur hann sagt af sér.
Þannig að það er holur hljómur í ykkur Samfylkingarfólki og Pírötum um breytt stjórnmál og betra siðferði.
Óðinn Þórisson, 27.12.2020 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.