29.12.2020 | 07:41
Rúv " Okkar " allra verður áfram vandmál fyrir frjálsa fjölmiðla
Það eru auðvitað bara vonbrigði að það skuli ekki vera stigið það skref að reyna að tryggja að rekstur Ríkisútvarpsins hafi ekki neikvæð áhrif á rekstur sjálfstæðra fjölmiðla eins og er staðan núna, segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins" Óli Björn Kárason
Það er ekkert annað a gera en að halda áfram baráttunni við risaeðluna, taka Rúv af auglýingamarkaði, loka Rás 2, hætta með skylduskattinn og reyna með öllum ráðum í framtíðini að minnka Rúv " Okkar " allra.
Samningur vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 96
- Frá upphafi: 888608
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
RÚV mæti byrja á því að láta einkastöðvar sjá alfarið um alla íþrottaviðburði.
Það er ekki hlutverk ríkisins að elta bolta.
Jón Þórhallsson, 29.12.2020 kl. 08:30
Jón - rétt það er ekki hlutverk ríkisins að sýna frá íþróttaviðburðum. Við höfum séð hvernig Stöð 2 Sport hefur sett bæði íslenskan körfubolta og hanbolta á hærri stall með umgjörð og umfjöllum.
Óðinn Þórisson, 29.12.2020 kl. 08:53
Auðvita á að loka Rás 2 og stefna svo að hætta með Ríkissjónvarpið.
Sigurður I B Guðmundsson, 29.12.2020 kl. 12:29
Sigurður B - aðrar útvarpsstöðvar hafa tekið að öllu leyti við hlutverki Rás 2, til Bylgjan, X - ið , útvarp Saga o.s.frv. Vissulega á það að vera endatakmarkið að loka Rúv en úrelt fyrirbæri.
Óðinn Þórisson, 29.12.2020 kl. 12:49
Æji, það er svo gaman að lesa skrif þeirra sem velja að hatazt við einn fjölmiðil umfram annan vegna pólitískra sjónarmiða. Telja sig svo verða sjálfvalda sérfræðinga um hvað einn fjölmiðill geti gert umfram annan, þá mælt með sínu nefi eða eyra í þessu tilfelli.
Auðvitað er Ríkisútvarp ekki gallalaust og ekki undanskilið gagrnýni sé hún byggð á sanngirni.
Höfundur þessara síðu hefur kosið að hnýta í Ríkisútvarpið reglulega líklega byggt á stjórnmálaskoðun sinni og alls ekki af sanngirni, að mínu mati.
Vilji menn gera hluti í stað þess að bara að tala um þá og eða skrifa um þá, þá ætti höfundur að fara í framboð fyrir báða þá flokka sem hann vill styðja, þá Miðflokk með Klausturmenn í öndvegi, og svo Sjálfsstæðisflokk með nú brotlegan (12 gr laga 19/1997) Fjármálaráðherra og f.v dæmdan Dómsmálaráðherra af dómstól sem lætur mannréttindi varða sig.
Þeir sem e-ð hafa vita og þekkja svo stjórnmál vita að Sjálfsstæðismenna hafa engan raunverulega áhuga á því að gera rótttækar breytingar á rekstri Ríkisútvarpsins, enda sá flokkur stýrt því í gegnum Menntamálaráðuneytu óslitið frá vordögum 1983 með þrem undantekningum [kjörtímabil]. Engar breytingar gerðar þegar góður Samherji var í Menninga og Mennamálaráðuneytinu síðast, hvers vegna var það ekki gert ? Ég tel mig vita hvers vegna, höfundur hlýtur að vita það, já og aðrir gestir hér.
Sjálfstæðismönnum fór að vera verulega í nöp við rekstur Ríkisútvarpsins þegar þeirra fólk var hætt á mörgum þeirra básum sem áður voru, þegar menn eins og f.v borgarstjórni fékk embætti Útvarpsstjóra, þegar besti vinur eins var ráðinn, rekinn og ráðinn aftur sem dagskrárstjóri og svo framvegis.
Síðustu ár hefur annað fólk, og já mun hæfara stýrt Ríkistúrvarpinu síðustu ár og þá fór Valhöll í fýlu, nú var ekki hægt að nota fréttatímana sem flutning á fréttatilkynningum frá flokksfundum.
Den tid, den sorg.
Þeir sem koma hér með sleggjur um að hinir og þesssi miðlar geti gert það sama og Ríkisútvarp er að framkvæmd, í menningu og listum hafa greinilega lítið vit á raunveruleikanum, raunveruleikanum í markaðsmálum og hvernig þetta fer fram. Það er þeirra.
Á meðan þetta fólk, það á meðal höfundur halda þessu fram, þá sýna þeir sömu að þeir hugsa aðeins um sjálfa sig og sínar skoðanir (þið munið, þeir sem vita allt og kunna allt út frá eigin nefi (eyrum) ). Enda ef ekki væri Ríkisútvarp, þá myndu margir, mjör margir fara mis á menningu, íþróttir, listir sem viðkomandi ætti ekki möguleika að fá að sjá og heyra nema fyrir mun hærri upphæð en 1427 kr á mánuði og eins framboð yrði minni.
Spurning til höfundar og vina hans, hvers vegna ætli það sé ?
Hver og hver vill [svara] ?
Sigfús Ómar Höskuldsson, 29.12.2020 kl. 18:29
Sigfús Ómar - " Björn Þór Sigbjörnsson á Rás 1 ræddi við Guðmund Hálfdánarson prófessor í sagnfræði á mánudagsmorgun. Guðmundur hefur verið áður í viðtali á sama vettvangi og er hann mjög hlynntur hvers kyns hömlum á atvinnurekstur, skóla og íþróttir í þágu sóttvarna. Ekki var morgunútvarpið vettvangur fyrir mismunandi skoðanir, eins og lög mæla fyrir um, þennan morguninn heldur lagðist þáttarstjórnandinn á árarnar með viðmælanda sínum og sagði: „Það eru helst tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Bjössi í World Class sem eru óánægðir.“
Þótt sjálfsagt hafi þetta verið notaleg stund hjá ríkisstarfsmönnunum við hljóðnemann þótti mér þetta virðingarleysi þeirra við atvinnurekstur í landinu ekki notalegt. Fyrirtæki eins og það sem þarna var nefnt eru ekki bara einn maður. Þarna er hagur nokkur hundruð fjölskyldna undir. Að ógleymdum viðskiptavinunum sem mæta á eigin ábyrgð sér til heilsubótar." Sigríður Andersen
Rúv " Okkar " allra fékk auka 130 milljónir og auk þess fá að vera áfram á auglýsingamarkaði sem er fráránlegt að ríkið sé í beinni samkeppni á fjölmiðlamarkaði,
Auðvitað skaðar þetta frjálsa fjölmiðla og möguleika þeirra á markaði.
Auðvitað getur Rúv " Okkar " allra gert meira en aðrir fjölmiðlar enda eru skattgreiðendur skyldaðir til að borga fyrir þetta.
Það má fagna að hætt hafi við morgunþátt Gísla Marteins , nú er bara að loka á sjónvarps"Skemmti" Þáttinn hans.
Til að koma til móts við vilja fólks, þá ætti að leyfa fólki að velja á skattaskýrslunni hvaða fjölmiðil það vill stiðja ef þá einhvern og þá geta þeir sem minna mega sín notað Rúv. skattinn í eitthvað annað.
Óðinn Þórisson, 29.12.2020 kl. 20:33
Þetta var nú fín samatekt hjá þér Óðinn að koma með skoðnair f.v dæmds Dómsmálaráðherra, þeim sama og lét mannréttindi sig lítið varða og lét ráðgjöf frá aðilum í kringum sig um hvað mætti ekki gera, sem vind um eyru þjóta, þá á Ríkisútvarpinu og framsetningu eins dagskrárgerðarmanns.
Velti fyrir hvort Andersen hafi kannað mannréttindi starfsmannsins áður en hún birti sína færslu ?
Þú gagnrýnir nýgerðan þjónustusamninng á milli ríkisins og Ríkisutvarps. Veit ekki betur en það sé þá þinn formaður sem muni fjármagna þann samning.
Hefur þú sent lögbrjotandi Bjarna, þá sem kann að hafa brotið 12 gr laga 19/1997, línu um málið ?
Með þína Þórðargleði að hinn og þessi þáttur sé tekinn af dagskrá, þá er það þin skoðun. Þú mátt hafa hana.
Á meðan beindi ég til þin tveim spurningum, sem ekki var svarað hér.
Væri hollt og gott að fá svör við þeim.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 29.12.2020 kl. 21:30
Sigfús Ómar - það er þannig að ég hef a´mínu mati svarað öllum þínum spurnigum ef þú tekur þau svör ekki gild er ekki við mig að sakast.
Ég hefði t.d tekið þessar 130 milljónir til Rúv og fært þær yfir til LSH, enda fólk vill frekar borga hjúkurnarfræðingi á gjörgjsælu laun en Gísla Barteini
Það voru engin brot framin af Bjarna Ben á þorláksmennskukvöld:
"1 Ekki var um einkasamkvæmi að ræða heldur opna sölusýningu á listaverkum
2. Hámarks leyfilegur fjöldi gesta er 50 en ekki 20 eins og sumir fjölmiðlar hafa látið í veðri vaka. "
Ísak Kristinn.
Niðurstaðan er einföld meðan Rúv " Okkar " allra er til í þeirri mynd sem þeir erum, með ótakmarkaða fjármuni þá verður áfram mikil skekkja á þeim og hinsvegar frjálsum fjölmiðlum.
Mín gagnrýni á Rúr " allra " landsmanna hefur verið mjög sanngjörn að minu mati einfaldlega ekki verið nógu beitt en ég mun reyna að bæta úr því fyrir fólkið í landinu og hagsmuni frjálsra fjölmiðla.
Við sjáum hvernig vinstra Silfrið er notað á Sunnudögum, það er ekki einu sinni gert heiðarleg tilbraun til að halda jafnavægi hægri / vinstri.
Það kemur sá dagur, því get ég lokað að Rúv " Allra " landsmanna verður lagt niður í þeirri mynd sem það er í dag og verði litil stofnun með mjög afmörkum verkefni , kannski ca 20 starfsmann.
Óðinn Þórisson, 29.12.2020 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.