14.1.2021 | 11:39
Hver var staða íslands eftir setu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn ?
Eftir að alþjóðhrunið skall á íslandi og einkabankarinir féllu þá sprakk Samfylkingin í tætlur á frægum fundi í Þjóðleikshúskjallaranum 2008.
Framsókn í framhaldi af því gerði verstu mistök í sögu flokksins og ákvað að verja minnihlutastjórn Samfó og VG falli.
Þegar sú stjórn hrökklaðist svo frá völdum eftir að stjórnarflokkarnir höfðu goldið algert afhroð í alþingskosningum vorið 2013 enda var þjóðin búin að fá sig fullsadda á endalaustum skattahækkunum og álgöum og heilbrigðiskerfið hafið verið skorið inn að beini
Þá tók við endurreisntarstjórnin Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Ríkistjórn sem tók á skuldavanda heimilanna.
Fjórar konur í fimm efstu hjá Samfylkingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar ríkissjóður varð nærri gjaldþrota eftir hrun í boði ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og var með 216 milljarða króna halla þá var ekki um aðra leið að ræða en að bæði skera niður útgjöld og hækka skatta til að forða ríkissjóð gjaldþroti. Þetta er ekki til vinsælda fallið þó nauðsynlegt sé og fyrir það guldu flokkarnir. En skoðum árangur ríkisstjóprnar Jóhönnu Sigurðardóttur
Rekstur ríkissjóðs fór úr 216 milljarða halla í rekstrarfagang á lokaári kjörtímabilsins.
Stýrivextir fóru úr einhverjum 18% niður í 6%.
Atvinnuleysi sem var með því mesta sem hafði þekkst á Íslandi var orðið mjög lítið í lok kjörtímabilsins og fór minnkandi.
Stuðningur við fjölskyldur í vanda gerði það að verkum að mun færri einstaklingar urðu gjaldþrolta og mun færri fjölskyldur misstu heimili sín en í stefndi áður en ríkisstjórnin tók við.
Þessi ríkisstjórn vann þrekvirki í að reisa þjóðfélagið úr því hruni sem stjórnarstefna ríkisstjórnar Davíðs Oddsonar og síðar mistök hans sem seðlabankastjóra hafði komið því í og gekk svo vel að þetta þrekvirki þeirra er víða notað sem kennsluefni í hagfræði um vel heppnaða rústabjörgun eftir hrun.
Að kjósa aftur yfir sig Sjálfsæðisflokk og Framsóknarflokk er gott dæmi um máltækið "þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur". Enda kom það á daginn að það voru stór mistök því sú ríkisstjórn fór beint í það að gæta hagsmuna þeirra betur settu á kostnað þeirra verr settu sem olli því að fleiri heimili urðu gjaldþrota en ella væri enda fleiri uppboð á heimilum fólks í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs en í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.
Sigurður M Grétarsson, 14.1.2021 kl. 13:29
9.3.2008 (fyrir Hrunið hér á Íslandi haustið 2008):
Íslendingar skulda mest í heimi
Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja í árslok 2008 voru að sögn Ríkisskattstjóra 22.675 milljarðar króna, andvirði 170 Kárahnjúkavirkjana.
Hér á Íslandi er og hefur verið mesta verðbólga í Evrópu, hæsta matvælaverð í Evrópu og miklu hærri vextir en á evrusvæðinu.
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008.
Og verðbólgan hér á Íslandi var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.
Árið 2007:
Framsóknarflokkurinn: Árangur áfram, ekkert stopp!
Árið 2008:
Guð blessi Ísland!
Þorsteinn Briem, 14.1.2021 kl. 13:54
Þú ferð nokkuð frjálslega með söguna Sigurður M.
Það voru bankarnir sem hrundu, ekki ríkissjóður. Bankarnir voru í eigu glæframanna, sem allir vita. Hins vegar stóð ríkissjóður það vel fyrir hrun, eftir styrka stjórn hægri flokka, að ekki varð hér þjóðargjaldþrot, þó tæpt stæði. Svo mikið höfðu bankaræningjarnir veðsett eigur þjóðarinnar, sem þeim hafði verið treyst fyrir. Og það var ríkisstjórn Geirs sem setti á neyðarlögin hér á landi, sem gerðu það að verkum að við gátum staðið af okkur áhlaupið. Ríkisstjórn Jóhönnu afrekaði það eitt að standa vörð erlendra kröfueigenda bankarústanna, á kostnað almennings í landinu. Tvisvar fékk sú ríkisstjórn rauðaspjaldið frá þjóðinni en sat sem fastast. Síðasta árið með minnihluta á Alþingi en varin af flokki sjóræningja.
Svo má auðvitað velta fyrir sér af hverju bankarnir komust í hendur ræningja. Það má rekja lengra aftur í tímann, eða til upphafs síðasta áratugar síðustu aldar. Þá samþykkti minnsti mögulegi meirihluti Alþingis EES samninginn, en hann fjallar meðal annars um frjálst flæði fjármagns milli landa og frjálsa samkeppni í bankarekstri. Af þeim ástæðum var stjórnvöldum hér á landi gert að selja sínar eigur í bönkunum. Hvernig til tókst við þá sölu má deila.
Það eru nokkuð háðsleg örlög að sömu flokkar og samþykktu EES samninginn voru við völd þegar bankarnir hrundu, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking (áður Alþýðuflokkur).
Gunnar Heiðarsson, 14.1.2021 kl. 16:01
Sigurður M - " stuðningur við fjölskyldur " var í raun ekki meiri en það að endurreisnarríkisstjórnin þurfti að fara í skuldaleiðréttingu fyrir heimilin , eitthvað sem Jóhönnustjórnin gerði því miður ekki og segja að aðgerðir hennar hafi hjálpað heimilum landsins er beinlíns öfugmæli.
Hrun í fylgi við stjórnarflokkana í alþingskosningunum 2013 var sögulegt og sýndi án nokkurs vafa að þjóðin hafnaði öllum " góðu " verkum hennar.
Það verður svo að skoða það sérstaklega hversvegna í kjölfara þess að 98 % þjóðarinnar höfnuðu vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar í Icesave - málinu að Jóhanna hafi ekki farið beint til Bessastaða og skilað inn umboði sínu og sjálf átti hún að segja af sér og bera pólitíska ábyrð hafa misstekist herfilga við að leysa Icesave málið með hinum hörmulegu Svavarsamingum.
Pólitísku réttarhöldin og umboðslausa esb umsóknin er svo sérkapituli í skelfilegri sögu verstu ríkisstjórnar lýðveldissögunnar.
Óðinn Þórisson, 14.1.2021 kl. 18:25
Þorsteinn - góð aulýsing sem má ekki rugla saman við alþjóðlegt fjármálahrun og fall einkabankanna.
Hafðu í huga að einkabankarinir voru á ábyrð stórnenda þeirra og fall Lehman Brothers var á ábyrð stjórnenda Lehman Brothers.
Lausn Samfylkingarinnar að skatta þjóðina út úr kreppunni var röng og leiddi bara meiri fátæktar.
Óðinn Þórisson, 14.1.2021 kl. 18:32
Gunnar - eigendur einkabankanna fóru langt fram úr sjálfum sér og ollu þjóðinni stórkostlegu tjóni en hvort að skattpíningarstefna ríkisstjórnar vg og samfó hafi verið verri ætla ég ekki að dæma um
Takk fyrir innlitð og málefnalegt innlegg.
Óðinn Þórisson, 14.1.2021 kl. 18:35
Því miður er ennþá verið að taka til eftir Steingrím og Jóhönnu á sínum tíma. Það er og verður alltaf dauðadómur að leyfa VG og Samfylkingu að vera í ríkisstjórn. Ef þessir flokkar væru í stjórn núna þá væri Ísland á verri stað en það er nú!
Meistari, 14.1.2021 kl. 21:16
Meisari - því miður var þetta eini möguleikinn, Samfó , Pírtar voru ekki stjórntækir og ekki hægt að treysta þim, VG er í mikum vanda m.a vegna Þjóðgarðarins síns og hinsvegar virðist SS vera að bregðsat þjóðinni með bóluefnið
VG takapaði gríðarlegu fylgi á að vera í samstarfi við Samfó 2009 - 2013 og Katrín fari mjög verlega að vinna þannig öfgaflokkum.
Við verum að hafa við völd flokka sem hafa hagsmuni þjóðarinnar í 1 sæti og sem ætlar ekki að afsla auðlýndum okkar till esb.
Óðinn Þórisson, 14.1.2021 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.