15.2.2021 | 07:22
Er ég að kjósa Sjálfstæðisflokk Hildar eða Eyþórs ?
Verð að viðurkenna að þessi ágæti borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er hættur að koma mér á óvart eða hvar hún staðsetur sig í hinu pólitíska mengi.
Það var oddvitaprófkjör síðast hjá Sjálfstæðisflokkinum í Reykjavík svo var handvalið á skrifstofu flokksins í sætin þar á eftir.
Ég geri ekki ráð yfir öðru en það verði opið prófkjör fyrir alla flokksbundna Sjálfstæðismenn í Reykjavík þannig að fulltrúar fái skýrt umboð frá flokksmönnum.
Hvatar til að draga úr umferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hún Hildur Björnsdóttir er ekkert annað en "LAUMUKRATI" og á hvergi heima annars staðar en í LANDRÁÐAFYLKINGUNNI eða jafnvel í VIÐREISN (litlu landráðafylkingunni)..
Jóhann Elíasson, 15.2.2021 kl. 07:51
Jóhann - hún hefur sýnt það aftur og aftur að hún aðhyllist mjög stefnu Samfylkingarinnar/Viðreisnar.
Óðinn Þórisson, 15.2.2021 kl. 08:57
Sæll Óðinn.
Það er eins og ég sagði hér á síðu þinni fyrir helgi að Sjálfstæðisflokkurinn er að verða einn allsherjar krataflokkur næstum á pari við Viðreisn. En Samfylkingin er að breytast í kommúnistaflokk. Hér vantar almennilegan íhaldsflokk sem vinnur fyrir fólkið í landinu en ekki fyrir útvaldar sérklíkur. Það vantar íslenskan Trump sem talar skírt og gerir það sem hann segir, en lætur ekki hóta sér eða verða keyptur af peningaöflum.
Tómas Ibsen Halldórsson, 15.2.2021 kl. 12:05
Ætli 17% traustið eigi sér kannski skýringar í málflutningi fólks eins og Hildar?
Þorsteinn Siglaugsson, 15.2.2021 kl. 13:20
Flokksmenn fengu bara að kjósa um oddvitann og fylktu sér réttilega um Eyþór Arnalds, andstæðing Borgarlínu. Hópurinn sem valdi Hildi og aðra var "ESB- grúppan" sem náði undirtökunum í Málfundafélaginu Óðni, en þau ákváðu mikið til hin sætin á lista flokksins. Þessi hópur er ansi nálægt Samfylkingu í skipulagsmálum, svo vægt sé til orða tekið.
Verst er að þau virðast hafa ákveðið að samþykkja þurfi risa- Borgarlínupakkann til þess að Sundabraut komist í gegn, sem er helber misskilningur. Ná Sundabraut og breyta Borgarlínuruglinu í nýorkubíla- akrein.
Ívar Pálsson, 15.2.2021 kl. 13:58
Tómas Ibesn - það er eins og Sjálfsfæðisflokkurinn sé í krísu , mikil átök innan forystunnar um hvert skal halda.
Samfylkingin er orðin vinstra megin við VG - og allir kratar farnir úr flokknum.
Óðinn Þórisson, 15.2.2021 kl. 17:44
Þorsteinn - jú auðvitað hefur málflutningur Hildar og á síðasta kjörtímabili Áslaug skaðað flokkinn.
Það var vond ákvörðun að fara ekki prófkjörsleiðina í öll sætin og einnig var það vond ákvörðn sem kom í framhaldi af því að velja á listann í lokuðu herbergi í Valholl.
Það er vont að Hildur sem er í 2 sæti á litsanum sem er ekki valin af fólkinu í flokknum tekur skýra afsöðu í lykilmálum gegn oddvita flokksinsins sem er sá eini sem er með umboð frá flokksmönnum.
Óðinn Þórisson, 15.2.2021 kl. 17:49
Ívar - borgarstjórnarflokkur kemur ekki sem ein heild fram og eins og þú bendir á þá hefði valið á Eyþóri að marka þá skýru stefnu sem átti að vera um samgöngumál.
Í pistil sem ég skrifaði um daginn þá var einmitt Hildur í viðaldi við Pawel sem fór svo í viðtal við Eyþór daginn eftir og Pawl nýtti á sjálfsögðu tækifærið og benti á að Hildur væri á hans skoðun og Samfylkingarinnar í samgöngumálum og Eyþór þurfti svo að verja samgöngustefnu Sjálfstæðisflokksins
Ef Sjálfstæðisflokkurinn vill komast aftur í meirihluta eftir næstu borgarsjórnarkosningum þá mega ekki vera innan flokksins talsmenn Samfylkingarinnnar.
Óðinn Þórisson, 15.2.2021 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.