4.3.2021 | 07:37
Mikilvæg Skilaboð til Borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins
Það væri auðvelt að segja að það ætti að taka þessari könnun með miklum fyrirvara þar sem svona skoðanakannair eru ekki mjög marktækar og svo er auðvelt að gagnrýna , háskattastefnuna, getuleysi og mörg mistök borgarstjórnar"meirihlutans ".
En ég hef alveg verð skýr að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur ekki komið fram sem ein heild og ákveðnir borgarfulltrúar líkt og á síðasta kjörtímabili beinlinis unnið meira að stefnumðálum Samfylkingarinnar en Sjálsfstæðisflokksins.
Það er enginn annar valkostur hér í höfuðborginni en prófjör þar sem kosið verði um öll sætin á listanum og einstaklingum verði ekki úthlutað toppsæti á lista flokksins á lokuðum fundi.
Samfylkingin stærst í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:04 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 888612
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að sjálfsögðu er eingöngu að marka skoðanakannanir þar sem Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fylgi.
14.8.2020:
Meirihlutinn í Reykjavík fengi þrjá borgarfulltrúa til viðbótar
Þorsteinn Briem, 4.3.2021 kl. 08:06
Í Vesturbænum nýtur Samfylkingin stuðnings 42,6% kjósenda, 39,7% í Hlíðahverfi, 38% í Laugardal og 36% í Miðborginni. Í Grafarholti, Úlfarsárdal og Kjalarnesi mælist stuðningur við flokkinn aðeins 20% og 22,3% í Grafarvogi.
Sjálfstæðisflokkurinn sækir aftur á móti mestan stuðning til íbúa í Grafarvogi, 42,1% og 37% í Grafarholti, Úlfarsárdal og Kjalarnesi. Þá er fylgi flokksins í Árbæ 36% og í Breiðholti 32,6%. Í Vesturbænum ætla fáir að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 12,1%, og í Hlíðahverfi 17,9%.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/03/29/mikill_munur_a_fylgi_eftir_hverfum/
Miðbæjarliðið er auðvitað hæstánægt með borgarstjórnina enda upplifir það ekki umferðarteppur og langar fjarlægðir í næsta útibú ÁTVR. Margir í miðbænum eru líka námsmenn sem treysta engum betur en vinstrimönnum til að niðurgreiða lífsstíl þess.
Geir Ágústsson, 4.3.2021 kl. 09:36
Þorsteinn Briem - könnin er gerð fyrir Samfylkinguna og 62 % af 1054 úrtaki tóku afstöðu en það er ekki það sem færslan snýst um.
Hefði getað rætt um nýjasta skandal borgarstjórnar"meirhlutans" varðandi Fossvogsskóla en ég gerði það ekki.
Óðinn Þórisson, 4.3.2021 kl. 10:18
Geir - Samfylkinginn er með alveg skýra stefnu, háa skatta á heimili og fyrirtæki, reykjavikurflugvöll burt, hefta för fjölskyldubílsins, engar samgöngubreytingar eins og mislæg gatanamót, andstaða gegn Sundabraut, o.s.frv.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn og borgarelg öfl ætla að ná aftur Reykjavík þá verður stefnan og hugsjónirnar að vera skýrar. Borgarstjórnarflokkurinn verður að vera ein heild ekki gefa pólitsíkum andstæðingum auðveld skot á mark vegna þess að fólk talar ekki í takt.
Það voru gerð gríðarleg mistök í siðasta prófkjöri, aðeins kosið um oddvitann.
Það verður að vera prófkjör um öll sætin fyrir næstu borgarstjórnarkosningar annars verður að teljast ólíklegt að borgalegt afl eins og Sjálfstæðisflokkurinn nái góðum árangri í kosningum.
Eða vill bara fólk áfram forræishyggjuflokkkurinn Samfylkingin stjórni höfuborginni áfram með tilheyrandi skaða.
Óðinn Þórisson, 4.3.2021 kl. 10:26
Eitt vantar alveg í umræðuna. Það hefur svo margt fólk flúið borgina og flestir sem eftir eru, eru kjósendur meirihlutans í borginni, því ekki flýja þeir.........
Jóhann Elíasson, 4.3.2021 kl. 10:44
Jóhann - góð ábending, lóðaskortsstefna Samfylkingarinnar hefur leitt til þess að margir hafa flúið frá Reykjavík og flutt til nærliggjandi sveitarfélaga, fjölgun, Árborg, Reykjanes, Akranes o.s.frv. þannig að jú vissulega þeir sem aðhyllast þá forræðishyggju og háskatta - aumingjastefnu sem Samfylkingin stendur fyrir fyltja ekki.
Óðinn Þórisson, 4.3.2021 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.