12.4.2021 | 07:19
Nýtur Heilbrigðisráðherra enn trausts ?
"Morgunblaðið vill ekki una því að ráðherra geti eftir geðþótta og hentugleikum falið gögn úr stjórnsýslunni með því einu að leggja þau á borð nálægt ríkisstjórnarfundi og hefur því kært ákvörðunina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál."
Þetta verður æ erfiðara fyrir heilbrigðisráðherra að sitja áfram og kannski með hagsmuni íslensku þjóðarinnar og ríkisstjórnar íslands væri best að hún myndi segja af sér.
Rétt að hrósa Morgunblaðinu sem sýnir enn og aftur að hann er lang öflugasti íslenski fjölmiðilinn.
Stjórnsýsla í molum í heilbrigðisráðuneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 888612
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er í besta falli klaufalegt. En það er stutt í endaloin svo ég veit ekki hvort eigi að hræra mikið í þessu á þessum viðkvæmu tímum. En aðrir ráðherrar eins og Sigríður Andersen og fleiri sem klúðruðu málum þurftu jú að taka pokann sinn. Kannski væri rétt að þetta yrði regla en ekki undantekning.
Jósef Smári Ásmundsson, 12.4.2021 kl. 09:21
Þrír af fimm ráðherrum Sjálfstæðisflokksins eru lögfræðingar og reglugerð heilbrigðisráðherra frá 1. apríl síðastliðnum hefði að sjálfsögðu ekki verið sett gegn vilja þeirra á ráðherrafundi í mars, þar sem setning reglugerðarinnar var rædd.
"5. gr. Sé um að ræða embættisathöfn í ríkisráði eða á ráðherrafundi, sbr. 16. og 17. gr. stjórnarskrárinnar, bera allir viðstaddir ráðherrar, sem með ráðum, fortölum, atkvæði eða á annan hátt hafa stuðlað að þeirri athöfn, ábyrgð á henni."
Lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963
"17. gr. Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni. Svo skal og ráðherrafund halda, ef einhver ráðherra óskar að bera þar upp mál. Fundunum stjórnar sá ráðherra, er forseti lýðveldisins hefur kvatt til forsætis, og nefnist hann forsætisráðherra."
Stjórnarskrá Íslands
6.4.2021 (síðastliðinn þriðjudag):
"Var þessi reglugerð ekki tekin fyrir í ríkisstjórn áður en hún var lögð fram?"
"Jú, að sjálfsögðu, hún var rædd á ráðherranefndarfundum, af embættismönnum og í ríkisstjórn og það var enginn ágreiningur í ríkisstjórn," segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra."
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sér ekki fyrir sér að loka landinu
Og í minnisblaði sem Páll Þórhallsson, lögfræðingur í forsætisráðuneytinu, skrifaði 29. mars síðastliðinn segir að ekki leiki vafi á því að lagaheimild sé til staðar til að kveða á um að ferðamenn skuli við komu til landsins vera í sóttkví í húsnæði, þar sem hægt sé að hafa með þeim eftirlit og sem uppfylli sóttvarnarkröfur."
Þorsteinn Briem, 12.4.2021 kl. 10:42
Jósef Smári - dómur hérðadóms hefði átt að duga fyrir afsögn en að hræra í það er bara mjög gott eins og ég orða það að skipta út ráðherra þegar ráðherra er orðin eins pólitísk veikur og Svandís er orðin. Svo má bæta við umræðuna varðandi aðförina að sérfræðilæknum, nóg af að taka.
Óðinn Þórisson, 12.4.2021 kl. 10:53
Þorsteinn Briem - " 14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál."
Óðinn Þórisson, 12.4.2021 kl. 11:06
Er það ekki eindregin ósk allra Sjálfsstæðis manna að Lsndsdómur verði lagður niður ?
Átti kannskii að nota hann til að snupra dæmda Andersen ?
Spurning þá hvort ekki megi draga Fjármálaráðherrann þangað ef niðurstaðan úr Ásmundasalnum sýnir fram á lögbrot ?
Sammála því Óðinn ?
Sigfús Ómar Höskuldsson, 12.4.2021 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.