21.5.2021 | 18:23
Reykjavíkurflugvöllur verður í Vatnsmýrinni næstu 20 árin ?
"að þar sem fyrirhugað væri að flytja Reykjavíkurflugvöll á annan stað" Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar
Bara til að leiðrétta borgarfulltrúa Viðreisnar þá eru flugvellir ekki fluttir, þeim er lokað og nýjir byggðir.
Öll þessi umræða um borgarlínuna og loka Reykjavíkurflugvelli er ekki byggð á neinum raunvöruleika.
Sjálfstæð ákvörðun borgarinnar að úthýsa Gæslunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:25 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef ekki ætti að leggja flugvöll við Hafnarfjörð vegna hugsanlegs hraunrennslis hefði og ætti að sjálfsögðu ekki heldur að reisa þúsundir nýrra húsa fyrir hundruð milljarða króna á gömlum hraunum í Hafnarfirði og Garðabæ.
Hefur Sjálfstæðisflokkurinn talað um að flokkurinn ætli að hætta því?
15.5.2021 (síðastliðinn laugardag):
Áform um byggingu yfir 2.300 íbúða í Garðabæ
Og ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að flytja í burtu strax i fyrramálið alla 4.300 íbúa Vestmannaeyjabæjar, sem er við hliðina á eldfjalli sem gaus fyrir 48 árum?
Kom Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra í veg fyrir að Vegagerðin, sem er í eigu ríkisins, byggði nýtt stórhýsi í Suðurhrauni í Garðabæ?
18.3.2021:
Vegagerðin flytur í maí í Suðurhraun 3 í Garðabæ (á móti Ikea og Costco)
Þorsteinn Briem, 21.5.2021 kl. 18:38
Hvernig hraun rennur fer að sjálfsögðu eftir landslaginu á hverjum stað fyrir sig.
Í Heimaeyjargosinu, sem hófst 23. janúar og lauk 3. júlí 1973, var búið að reisa varnargarða strax í febrúar til að stöðva framrás hraunsins.
En fyrir gosið var auðvitað ekki búið að móta landslagið með tilliti til hugsanlegs hraunrennslis, þannig að álagið á garðana var mjög mikið og þeir brustu að hluta til.
Hraunið í Heimaey var einnig kælt með sjó en núna hafa eingöngu verið reistir varnargarðar, enda er gosið í Geldingadölum langt frá vatni og sjó.
Og við fyrirhugaðan flugvöll við Hafnarfjörð væri að sjálfsögðu best að móta landslagið þannig að hraun rynni ekki alveg að flugvellinum.
Fyrir ofan Hafnarfjörð og Garðabæ væri einnig hægt að reisa varnargarða ef búist væri við að hraun rynni niður í bæina.
RÚV, 15.5.2021 (síðastliðinn laugardag):
"Reisa á varnargarða og er það mat verkfræðinga að ekki megi bíða lengur. Þeir telja raunhæft að reisa svona hraunvarnir, það hafi verið gert í Vestmannaeyjum og á Hawaí."
Hins vegar þyrfti einnig að vera hægt að kæla hraun við varnargarða með vatni eða sjó, eins og gert var í Vestmannaeyjum.
Þorsteinn Briem, 21.5.2021 kl. 18:58
Ef flugvöllur yrði ekki lagður við Hafnarfjörð verður innanlandsflugið einfaldlega flutt af Vatnsmýrarsvæðinu til Keflavíkurflugvallar og flugvellir á Akureyri, Egilsstöðum og í Skotlandi eru varavellir fyrir Keflavíkurflugvöll.
"Keflavíkurflugvöllur er vel í stakk búinn til að taka við innanlandsflugi, reisa þyrfti nýja flugstöð eða finna henni stað í húsnæði sem til staðar er á vellinum."
(Innanlandsflug um Keflavíkurflugvöll, möguleikar og samfélagsleg áhrif - Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, janúar 2014)
Hins vegar er hægt að reisa varnargarða gegn hraunrennsli og kæla hraun með vatni eða sjó til að stöðva framrásina, eins og gert var í Vestmannaeyjum.
Og varnargarðar gegn snjóflóðum og skriðuföllum hafa verið reistir fyrir milljarða króna á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum til að verja þar nokkur íbúðarhús.
4.3.2021:
Hægt að verja Suðurnesjalínu gegn hraunrennsli með varnargarði og kælingu
Nær allt landið undir norður-suður flugbraut Reykjavíkurflugvallar er í eigu Reykjavíkurborgar og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu.
Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.
"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og meina öðrum að nota hann."
Ríkið getur hins vegar selt landið undir austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar til að fjármagna flugvöll við Hafnarfjörð.
Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.
Og frá þeim tíma hefur verið 100% verðbólga hér á Íslandi.
"Áætlað er að fullbúinn innanlands- og varaflugvöllur í Hvassahrauni [við Hafnarfjörð], sem jafnframt þjónaði sem kennslu- og einkaflugvöllur, kosti um 44 milljarða króna en kostnaður við nauðsynlega uppbyggingu í Vatnsmýrinni er um 25 milljarðar króna."
Mismunurinn er því einungis 19 milljarðar króna, sem fást með sölu á landi ríkisins undir austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar.
Flugvallakostir á suðvesturhorni landsins - Nóvember 2019
28.11.2019:
Samkomulag Reykjavíkurborgar og ríkisins um flugvöll við Hafnarfjörð
14.8.2020:
Meirihlutinn í Reykjavík fengi þrjá borgarfulltrúa til viðbótar
4.3.2021:
Flokkarnir sem mynda meirihlutann í Reykjavík bæta allir við sig fylgi frá síðustu borgarstjórnarkosningum
Þorsteinn Briem, 21.5.2021 kl. 19:02
Þorsteinn Briem - fyrst vil ég banda þér á síðu http://www.lending.is/. þar er sem kemur t.d fram að yfir 76 þús vilja Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýrinni.
Höfuðborg Íslands er Reykjavík og því hefur hún ákveðnar skyldur gagnvart öllum sveitarfélgum landsins. Hér er LSH, allar ríkisstofnanir o.fl þannig að Reykavíkurborg verður og mun halda uppi eðlilegum samgöngum við landsbyggðina hvað svo sem Samfó og Viðreisn vilja gera í dag með samgöngumál.
Varðandi skoðanakannir þá skipta þær litlu máli , það sem skiptir máli er hvað kemur upp úr kjörkössunum á kjördag.
Niðurstaðan 2018 var þessi, borgarstjórnarmeirihlutinn féll, um það er ekki deilt. Björt Framtíð bauð ekki fram. Borgarstjórnar"meirihlutinn" í dag hefur minnihluta atkvæða á bak við sig.
Ég ætla ekki að ræða braggaklúðrið, Fossvogsskúlaklúðrið eða fjármál borgarinnar sem eru , " Borgin skuldar 386 milljarða 15 mai kl.11 " Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík.
Og aftur varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar þá virðist alveg ljóst að eins og kemur fram hjá mér að hann verði áfram í Vatnsmýrinni næstu 20 ár ef hann fer þá einhvertíma. Það er ekki búið að finna nýjan stað fyrir hugsalegan flugvöll. Reykjavíkurflugvöllur er samgöngumál, ativnnumál og öryggismál.
En auðvitað þá hafa nágrannasveitarfélög Reykjavíkur notið góðs af því að Reykjavík hefur verið að hrekja fyrirtæki út úr Reykjavík, Íslandsbanki Kópavogur, Vegagerði Garðabær, Icelandir Hafnarfjörður, Orkuhúsið Kópavogur og svo hefur mikil fólksfjölgun átt sér stað í nágrannasvitarfélgöunum vegna húsnæðisstefnu borgarstjórnar"meirihlutans "
Ef út í það er farið og vil ég það helst ekki þá verði með hagsmuni íslands að leiðarljósi að taka skipulagsvaldið af Reykjavíkurborg vegna Reykjavíkurflugvallar.
Óðinn Þórisson, 21.5.2021 kl. 20:19
Dapurlegt að sjá svona skrif eins og hjá Þorsteini Briem þar sem hann opinberar vanþekkingu sína og blinda trú á LANDRÁÐAFYLKINGUNA en maðurinn á greinilega bágt og amma mín sagði að það ætti alltaf að vera góður við þá sem ættu bágt. En mér finnst nú að allt eigi sín takmörk og að mínu leiti á maðurinn enga aumingjagæsku skylda.....
Jóhann Elíasson, 21.5.2021 kl. 20:43
Jóhann - um leið og það er nánast vonlaust að rökræða við fólk eins og Þorstein Briem sem kannski er frekar þrdöngsýnn eins og er með borgarstjórnar"meirihlutann" þá er nauðsynlegt að allar skoðanir fái að koma fram.
Pawel vill Lanh.gæslsluna og öll þau störf sem þar eru út úr Reykjavík á meðan Þórdís Lóa talar um mikinn vilja borgarstjórnar"meirihlutans " að vinna með fyrirtækjum sem er auðvitað ekki rétt eins og ég tek dæmi um í ath.semd nr.4
Viðreisn er mjög sérstakur flokkur, talar um að hann sé svo frjálslyndur en styður svo Malbikunarstöð Reykjavíkur í samkeppni, Þetta lið bullar bara og bullar. og megi það halda áfram að gera það því þá nær Viðreisn ekki inn í næstu borgarstjórnarkosningum.
Óðinn Þórisson, 21.5.2021 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.