26.5.2021 | 08:43
Grundvallarmur á Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn þegar kemur að vali á framboðslista
Það er grundvallarmunur á Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum þegar kemur að því hvernig frambjóðendur fá umboð sitt til að taka sæti á lista flokkana.
Almennir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins mæta á kjörstað, fá úthlutaðan kjörseðil þar sem flokksmaðurinn ákveður sjálfur hverjir hann vill hafa á listanum og hefur þannig bein áhrif á listann.
Almennir flokksmenn Viðreisnar hafa enga aðkomu að því hvernig framboðslistinn er skipaður þannig frambjóðendur hafa ekkert umboð frá almennum flokksmönnum,
Svo var sorglegt hvernig forsysta flokksins fór með stofnanda flokksins sem vildi leiða lista en var boðið neðsta sætið.
Ástæðan fyrir höfnun er líklega sú að Viðreisn hefur breyst mjög mikið varðandi frjálslyndi og orðinn meiri forræðishyggjuflokkur.
Þessi ömurlega framkoma við stofnanda og fyrrrv. formann flokksins mun kosta flokkinn þegar talið verður upp úr kjörkössunum í September.
Sjálfstæðisflokkurinn
stétt með stétt
Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður leiða listana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:45 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 36
- Sl. sólarhring: 122
- Sl. viku: 404
- Frá upphafi: 888056
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 237
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru aðallega karlar og kvenkyns lögfræðingar.
Af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins eru tólf karlar (75%) og þrjár kvennanna eru lögfræðingar (75%).
Og þetta val endurspeglar að sjálfsögðu þjóðfélagið vel.
Af fjórum þingmönnum Viðreisnar eru þrjár konur (75%) og þrír lögfræðingar (75%).
Þorsteinn Briem, 26.5.2021 kl. 09:40
Þorsteinn Breim - þetta er útúrsnúningur á því um hvað færslan fjallar.
Aðalatriðið er þetta og þetta er punkturinn, frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins munu fara inn í kosningar með umboð frá almennum flokksmönnum meðan frambjóðendur Viðreisnar hafa ekkert umboð frá almennum flokksmönnum.
Það að reyndur stjórnmálamaður sé settur í annað sætið fyrir nýliða er stórfurðulegt en Viðreisn virðist vera að verða kvennaklúbbur þar konur eru teknar fram yfir karla.
Er þetta ekki mistrétti ?
Óðinn Þórisson, 26.5.2021 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.